29. nóvember 2022

Níu verkefni klára Vaxtarrými Norðanáttar

Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall með fókus á sjálfbærni, rammað inn af þemanu “mat, orka, vatn”, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.

Þetta er í annað sinn sem Norðanátt stendur fyrir hraðlinum. Vaxtarrými hófst 3. október en þátttakendur hafa síðastliðnar átta vikur fengið fræðslu, setið vinnustofur á Dalvík, Skagaströnd, Húsavík og Akureyri og tengst reynslumiklum aðilum víða úr atvinnulífinu á svokölluðum mentorafundum.

Lokaviðburður Vaxtarrýmis var haldinn með pompi og prakt fimmtudaginn 24. nóvember síðastliðinn í Listasafni Akureyrar þar sem nýsköpunarteymin stigu á stokk og kynntu verkefni sín fyrir fullum sal boðsgesta en um 80 manns sóttu viðburðinn og hlýddu á þeirra kraftmiklu kynningar.

Kolfinna María Níelsdóttir, verkefnastjóri Norðanáttar opnaði viðburðinn og stýrði dagskrá og í kjölfar hennar fóru Lára Halldóra Eiríksdóttir, stjórnarformaður SSNE, Katrín Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV og Sesselja Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims með innblásturserindi.

Teymi Vaxtarrýmis 2022:

Karl í jakkafötum talar í hljóðnema við hlið konu í hvítri skyrtu.
 

PELLISCOL  
Íris Björk Marteinsdóttir & Ívar Örn Marteinsson: PellisCol ætlar að þróa náttúrulegar Spa húðvörur með íslensku kollageni og færa þannig kollagenið nær húðinni með áherslu á afslöppun og endurnýjun.

Kona í blómakjóli heldur á hljóðnema og bakka.
 

SNOÐBREIÐA  
Kristín S. Gunnarsdóttir : Snoðbreiða er umhverfisvæn lausn unnin úr ull til notkunar við ræktun á matjurtum, blómum og öðrum gróðri.

Maður í svartri skyrtu stendur fyrir framan hljóðnema.
 

EARTH TRACKER
Jean-Pierre Lanckman: Earth Tracker answers the need for accurate climate impact study by developing high resolution models, online tools and localclimate adaptation strategies.

Kona stendur fyrir framan hljóðnema og heldur á epli.
 

SKARFAKÁL ARCTIC CIRCLE
Mayflor Perez Cajes : Skarfakál Arcrtic Circle mun efla og fjölga atvinnutækifærum í Grímsey, nýta auðlindina, stuðla að nýsköpun og auka framleiðslu af nýju hráefni í matvælaframleiðslu á Íslandi.

Tvær konur standa hlið við hlið og önnur heldur á hljóðnema
 

GRIÐUNGR
Hildur Leonardsdóttir & Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir : Griðungr framleiðir hágæða húðvörur án allra skaðlegra efna úr nautatólg og íslenskum jurtum.

Maður með skegg stendur fyrir framan hljóðnema.
 

LOGN
Vilhjálmur Jónasson : Landhreinsun og nýting.

Karl heldur á hljóðnema á meðan hann stendur við hlið konu.
 

BURNIRÓT  
María Eymundsdóttir & Pálmi Jónsson ( Hulduland): Hágæðavara sem ræktuð er á sjálfbæran hátt, hefur jákvæð áhrif á andlega líðan og er orkugefandi.

Kona í hvítri skyrtu stendur fyrir viðargirðingu.
 

AMC ROÐLEÐUR
María Dís Ólafsdóttir :  Gríðarlegt magn af roði fellur til sem hliðarafurð frá sjávarútveginum, á sama tíma fyllast landfyllingar af endingarlitlum textíl. Með því að framleiða leður úr roði í stærri einingum má leysa þessi vandamál.

Maður í bláum jakka og hvítri skyrtu stendur fyrir framan viðarvegg.
 

GRÆNAFL
Kolbeinn Óttarsson Proppé: Grænafl ehf. berst gegn loftslagsvánni með því að vinna að rafvæðingu strandveiðibáta og stuðla að orkuskiptum.

 

Norðanátt byggir á hringrás nýsköpunar þar sem frumkvöðlar fá tækifæri til að þróa hugmyndir sínar, vaxa og ná lengra. Hringrásin samanstendur af hugmyndasamkeppninni Norðansprotanum, viðskiptahraðlinum Vaxtarrými og fjárfestahátíð sem haldin er á Siglufirði á vorin. Að Norðanátt standa Eimur, landshlutasamtökin SSNE og SSNV og stuðningsfyrirtækið RATA. Bakhjarl Norðanáttar er Umhverfis-, orku, og loftslagsráðuneytið.

 

 


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi