6. mars 2023
 Kynning á LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun ESB

Ísland tekur nú þátt í LIFE áætlun Evrópusambandsins, samkeppnissjóði sem fjármagnað hefur verkefni á sviði loftslags- og umhverfismála frá árinu 1992. Núverandi tímabil áætlunarinnar tekur til áranna 2021-2027 og eru rúmlega 5,4 milljarðar evra til úthlutunar á tímabilinu. Undir áætlunininni eru fjórar undiráætlanir: 
 
 - Náttúra og líffræðileg fjölbreytni,
- Hringrásarhagkerfið
- Loftslangsbreytingar, aðlögun og aðgerðir og
- Orkuskipti
Þann 9. mars kl. 14.30-16.00 
verður kynning á LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun ESB í Háskólanum á Akureyri. 
 
Dagskrá:
 Hvað er LIFE? 
Gyða Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og landstengiliður áætluninnar, segir frá áætluninni; markmiðum hennar, undiráætlunum og gerðum styrkja.
 
 Á ég mér LIFE?   
Hvernig Ottó reyndi en mistókst og reyndi svo aftur að sækja LIFE styrk. Ottó Elíasson 
, rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi, mun svo fjalla um reynslu sína af því að taka þátt í umsóknarferlinu.
 
 Fundurinn er ætlaður öllum sem áhuga hafa á að kynna sér þessa áætlun og hvaða tækifæri hún hefur uppá að bjóða.
 
 Kynningarnar fara fram á ensku en hægt verður að spyrja og spjalla á íslensku að kynningum loknum.
Deila frétt

Yfirskrift viðburðarins er                                 Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri                               og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi.                                                    Meðal fundarefna verður:                       • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka                                  • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands                                  • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu                                                                                 Dagskrá:                                                           Húsið opnar kl. 12:00                        – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík                                               Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00                                              Fundarliður 1:                         Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni                                              Fundarliður 2:                         Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni                                              Fundarliður 3:                         Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða                                                                                                                      (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur)                                                                                Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss.                                                                                 Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg -                           www.eimur.is/bakkiradstefna
 

Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
 







