31. október 2022

Nýsköpunargarðurinn – stafræn Gróska landsbyggðarinnar

Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að landið verði kolefnishlutlaust eigi síðar en árið 2040. Til þess að ná því markmiði þarf að takast á við fjölda áskorana tengdum mat, orku og vatni. Umbreyting þarf að eiga sér stað í flestum geirum efnahagslífsins og ná til allra landshluta.

Tækifæri framtíðar liggja í hugvitsömum lausnum á slíkum áskorunum. Þær spretta úr frjóum vistkerfum nýsköpunar, þar sem hugmyndir, sköpunarkraftur, hæfileikar og fjármagn gæta flætt óhindrað og fundið hvort annað.

Nýsköpunargarðurinn er rafræn frumkvöðlamiðstöð, sem er vettvangur fyrir slíkt flæði. Í Nýsköpunargarðinum er hægt að skilgreina áskoranir sem þarf að takast á við tengdum þemum á borð við orkuskiptin, fullnýtingu matvæla eða nýtingu jarðvarma. Þar er hægt að kasta fram hugmyndum að lausnum á þessum áskorunum og skilgreina verkefni byggð á slíkum hugmyndum.

Nýsköpunargarðurinn er vettvangur fyrir frumkvöðla, hugmyndasmiði, fjárfesta, hagsmunaðila, stuðningsumhverfi nýsköpunar og alla þá sem vilja taka þátt í sjálfbærri umbreytingu komandi ára. Þar myndast rými fyrir samsköpun og tengslanet þvert á landshluta og þekkingargeira. Grænir sprotar vaxa í skjóli frá eldri stofnum.

Nýsköpunargarðurinn er samstarfsverkefni Eims (Norðurlandi), Orkídeu (Suðurlandi) og Bláma (Vestfjörðum), sem byggir á lausninni Hugmyndaþorp sem þróað er af Austan mána. Verkefnið er styrkt af Lóu, nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina.

Mynd frá formlegri opnun Nýsköpunargarðsins - stafrænum samstarfsvettvang frumkvöðla í orku, mat og vatni á landsbyggðinni 19. október sl. Systurverkefnin EIMUR, Blámi og Orkídea buðu til sín frumkvöðla og héldu partí samtímis í þrem landshlutum. Til okkar komu Silja Jóhannesar Ástudóttir (Ylur), Sigþóra Brynja (Mýsilica), Árni Rúnar Örvarsson (Icelandic Eider), Pétur Halldórsson (Skógræktin), Sveinn Margeirsson (Brim), Arna Björg Bjarnadóttir (SSNE - Glæðum Grímsey), Þórhallur Sigurjón Bjarnason (véla- og orkutæknifræðingur) og Hjörtur Narfason (Möl og Sandur). Í partýinu skapaðist lífleg og skemmtileg umræða um ýmis verkefni og áskoranir sem komin eru í garðinn og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna

 


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð