31. október 2022

Nýsköpunargarðurinn – stafræn Gróska landsbyggðarinnar

Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að landið verði kolefnishlutlaust eigi síðar en árið 2040. Til þess að ná því markmiði þarf að takast á við fjölda áskorana tengdum mat, orku og vatni. Umbreyting þarf að eiga sér stað í flestum geirum efnahagslífsins og ná til allra landshluta.

Tækifæri framtíðar liggja í hugvitsömum lausnum á slíkum áskorunum. Þær spretta úr frjóum vistkerfum nýsköpunar, þar sem hugmyndir, sköpunarkraftur, hæfileikar og fjármagn gæta flætt óhindrað og fundið hvort annað.

Nýsköpunargarðurinn er rafræn frumkvöðlamiðstöð, sem er vettvangur fyrir slíkt flæði. Í Nýsköpunargarðinum er hægt að skilgreina áskoranir sem þarf að takast á við tengdum þemum á borð við orkuskiptin, fullnýtingu matvæla eða nýtingu jarðvarma. Þar er hægt að kasta fram hugmyndum að lausnum á þessum áskorunum og skilgreina verkefni byggð á slíkum hugmyndum.

Nýsköpunargarðurinn er vettvangur fyrir frumkvöðla, hugmyndasmiði, fjárfesta, hagsmunaðila, stuðningsumhverfi nýsköpunar og alla þá sem vilja taka þátt í sjálfbærri umbreytingu komandi ára. Þar myndast rými fyrir samsköpun og tengslanet þvert á landshluta og þekkingargeira. Grænir sprotar vaxa í skjóli frá eldri stofnum.

Nýsköpunargarðurinn er samstarfsverkefni Eims (Norðurlandi), Orkídeu (Suðurlandi) og Bláma (Vestfjörðum), sem byggir á lausninni Hugmyndaþorp sem þróað er af Austan mána. Verkefnið er styrkt af Lóu, nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina.

Mynd frá formlegri opnun Nýsköpunargarðsins - stafrænum samstarfsvettvang frumkvöðla í orku, mat og vatni á landsbyggðinni 19. október sl. Systurverkefnin EIMUR, Blámi og Orkídea buðu til sín frumkvöðla og héldu partí samtímis í þrem landshlutum. Til okkar komu Silja Jóhannesar Ástudóttir (Ylur), Sigþóra Brynja (Mýsilica), Árni Rúnar Örvarsson (Icelandic Eider), Pétur Halldórsson (Skógræktin), Sveinn Margeirsson (Brim), Arna Björg Bjarnadóttir (SSNE - Glæðum Grímsey), Þórhallur Sigurjón Bjarnason (véla- og orkutæknifræðingur) og Hjörtur Narfason (Möl og Sandur). Í partýinu skapaðist lífleg og skemmtileg umræða um ýmis verkefni og áskoranir sem komin eru í garðinn og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna

 


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi