31. október 2022

Nýsköpunargarðurinn – stafræn Gróska landsbyggðarinnar

Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að landið verði kolefnishlutlaust eigi síðar en árið 2040. Til þess að ná því markmiði þarf að takast á við fjölda áskorana tengdum mat, orku og vatni. Umbreyting þarf að eiga sér stað í flestum geirum efnahagslífsins og ná til allra landshluta.

Tækifæri framtíðar liggja í hugvitsömum lausnum á slíkum áskorunum. Þær spretta úr frjóum vistkerfum nýsköpunar, þar sem hugmyndir, sköpunarkraftur, hæfileikar og fjármagn gæta flætt óhindrað og fundið hvort annað.

Nýsköpunargarðurinn er rafræn frumkvöðlamiðstöð, sem er vettvangur fyrir slíkt flæði. Í Nýsköpunargarðinum er hægt að skilgreina áskoranir sem þarf að takast á við tengdum þemum á borð við orkuskiptin, fullnýtingu matvæla eða nýtingu jarðvarma. Þar er hægt að kasta fram hugmyndum að lausnum á þessum áskorunum og skilgreina verkefni byggð á slíkum hugmyndum.

Nýsköpunargarðurinn er vettvangur fyrir frumkvöðla, hugmyndasmiði, fjárfesta, hagsmunaðila, stuðningsumhverfi nýsköpunar og alla þá sem vilja taka þátt í sjálfbærri umbreytingu komandi ára. Þar myndast rými fyrir samsköpun og tengslanet þvert á landshluta og þekkingargeira. Grænir sprotar vaxa í skjóli frá eldri stofnum.

Nýsköpunargarðurinn er samstarfsverkefni Eims (Norðurlandi), Orkídeu (Suðurlandi) og Bláma (Vestfjörðum), sem byggir á lausninni Hugmyndaþorp sem þróað er af Austan mána. Verkefnið er styrkt af Lóu, nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina.

Mynd frá formlegri opnun Nýsköpunargarðsins - stafrænum samstarfsvettvang frumkvöðla í orku, mat og vatni á landsbyggðinni 19. október sl. Systurverkefnin EIMUR, Blámi og Orkídea buðu til sín frumkvöðla og héldu partí samtímis í þrem landshlutum. Til okkar komu Silja Jóhannesar Ástudóttir (Ylur), Sigþóra Brynja (Mýsilica), Árni Rúnar Örvarsson (Icelandic Eider), Pétur Halldórsson (Skógræktin), Sveinn Margeirsson (Brim), Arna Björg Bjarnadóttir (SSNE - Glæðum Grímsey), Þórhallur Sigurjón Bjarnason (véla- og orkutæknifræðingur) og Hjörtur Narfason (Möl og Sandur). Í partýinu skapaðist lífleg og skemmtileg umræða um ýmis verkefni og áskoranir sem komin eru í garðinn og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna

 


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.