9. nóvember 2022
Grænn Iðngarður á Bakka - Verkefnastjóri óskast

Við sækjumst eftir öflugum einstaklingi í starf verkefnastjóra til að leiða vinnu við uppbyggingu Græns iðngarðs á Bakka í anda nýsköpunar, loftslagsmála og orkuskipta.
Starfstöð verkefnastjóra er á Húsavík en verkefnastjóri starfar í teymi með EIMI og í nánu samstarfi við starfsfólk Norðurþings.
Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2022
Sótt er um starfið á www.mognum.is.
Hér er hlekkur á umsóknarsíðu um starfið á 50skills:
VERKEFNASTJÓRI - 50skills
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.
Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is.
Deila frétt
Eimur óskar eftir að ráða verkefnastjóra á Norðurlandi Vestra í tímabundið starf út árið 2026, með möguleika á framlengingu. Við leitum að öflugum einstaklingi til að móta og leiða spennandi þróunarverkefni á Norðurlandi vestra á sviði hringrásarhagkerfisins, orkuskipta og nýsköpunar. Verkefnastjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra Eims og eftir atvikum öðru starfsfólki og samstarfsaðilum, og ber ábyrgð á framgangi valinna verkefna. Starfsstöð verkefnastjóra er á Norðurlandi vestra, eftir hentugleikum á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd eða Sauðárkróki. Helstu verkefni Verkefnastjórn valinna verkefna Eims með áherslu á innleiðingu hringrásarhagkerfis, orkuskipti, orkunýtni og verðmætasköpun Þróa öflugt samstarf með hagsmunaaðilum, sérstaklega á Norðurlandi vestra Vinna að mótun og fjármögnun nýrra verkefna á starfssvæði Eims Taka virkan þátt í umsóknaskrifum í innlenda og erlenda sjóði Aðstoð við að koma verkefnum Eims á framfæri Teymisvinna með Bláma, Orkídeu og Eygló Hæfnikröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi, raunvísinda- eða tæknimenntun er kostur Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði vinnubrögðum Reynsla af gerð styrkumsókna í innlenda og erlenda sjóði er kostur Reynsla af verkefnastjórn er kostur Rík samskiptahæfni og færni í að koma frá sér efni Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Eimur er samstarfsverkefni sem snýr að bættri nýtingu auðlinda á Norðurlandi með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Að verkefninu standa Landsvirkjun, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Norðurorka og Orkuveita Húsavíkur. Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi. Nánari upplýsingar Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is
Sniglarækt hefur víða í Evrópu sannað sig sem vistvæn og arðbær búgrein með fjölbreyttum afurðum – allt frá lúxusmatvöru til hráefna í snyrtivöruiðnað. Nýnæmi verkefnisins felst í að aðlaga slíka ræktun að íslenskum aðstæðum með áherslu á sjálfbæra auðlindanýtingu og kolefnislágan rekstur. Verkefnið er þróað í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og írsku sniglaræktina Inis Escargot. Á árinu 2025 verður lögð sérstök áhersla á fræðslu og vitundarvakningu: Haldnir verða fundir á Norðurlandi með írskum sérfræðingi um tækifærin í sniglarækt með nýtingu glatvarma; Skipulagt staðnám fyrir bændur og aðra áhugasama aðila ásamt fulltrúum stuðningsumhverfis landbúnaðar og nýsköpunar á Norðurlandi á sniglabýli á Írlandi snemma árs 2026; Gefin út skýrsla um niðurstöður verkefnisins með það að markmiði að styðja áframhaldandi þróun greinarinnar hérlendis. Verkefnið tengist beint fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Góð atvinna og hagvöxtur Ábyrg neysla og framleiðsla Nýsköpun og uppbygging Aðgerðir í loftslagsmálum Eimur leggur sérstaka áherslu á að styðja við nýsköpun í dreifbýli og virkja staðbundnar auðlindir til að styðja sjálfbæra verðmætasköpun. Verkefnið er viðleitni til þess að virkja nýja krafta á grunni staðbundinnar sérstöðu og alþjóðlegrar þekkingar. Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Sigurður Líndal hjá Eimi á netfangið s.lindal@eimur.is
Erindin voru fjölbreytt, fjallað var sérstaklega um möguleg lífgas- og áburðarverkefni á Dysnesi við Eyjafjörð, í Reykholti í Biskupstungum og í Þorlákshöfn. Við fengum að heyra af reynslu Svía á uppsetningu smáskala lífgasvera, og af reynslu bænda frá Færeyjum, við notkun á meltu til áburðar. Fulltrúar frá Sorpu sem starfrækja eina lífgasver landsins fóru yfir sína starfsemi, og rektor Landbúnaðarháskólans fjallaði um menntunar- og rannsóknaþörf geirans. Þá var fjallað um fjármögnunarleiðir, og fulltrúi Bændasamtaka Íslands ræddi áherslur þeirra hvað snertir hliðarafurðir landbúnaðar. Margrét Á. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakana tók að sér fundarstjórn. Ráðstefnan var vel sótt, en um 140 manns höfðu skráð sig ýmist í staðfund eða streymi. Upptakan að fundinum er aðgengileg á YouTube . Það er augsýnilega mikill áhugi á viðfangsefninu, enda mikil tækifæri fyrir hendi til að efla sjálfbærni landbúnðarins og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar með því að draga úr þörf á innfluttum áburði og eldsneyti. Undir lok fundarins samþykktu fundargestir eftirfarandi ályktun: Lífgas- og áburðarvinnsla hefur í för með sér fjölþættan ávinning fyrir umhverfi, atvinnulíf, stjórnvöld og samfélagið í heild. Þau lífgasverkefni sem hafa verið í þróun hafa lagt mikið til skilnings á þeim áskorunum og tækifærum sem til staðar eru á Íslandi og yfirfærslugildi þeirra er umtalsvert. Til að hægt sé að raungera þann ávinning sem af þeim hlýst, þarf öflugt samstarf milli atvinnuvegarráðuneytisins og umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins við samtök bænda, sveitarfélög og afurðastöðvar. Eimur og Orkídea þakka öllum sem að fundinum komu fyrir þeirra framlag. Ráðstefnan var haldin með stuðningi Landsvirkjunar.