Fara í efni

Samfélagsgróðurhús á Húsavík

Samfélagsgróðurhús á Húsavík

Samfélagsgróðurhúsið á Húsavík er eitt þriggja tilraunaverkefna í alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem nefnist Crowdthermal. Verkefni Eims innan Crowdthermal er að þróa hugmynd af viðskipta- og rekstrarátælun fyrir gróðurhúsið.

Húsavík er hentug staðsetning til ylræktunar þar sem gott aðgengi er að varma, rafmagni og fersk vatni sem eru mikilvægir þættir í slíkri starfsemi. Markmið gróðurhússins er að stuðla að betri nýtingu á jarðvarma sem þegar er til staðar í nágrenni Húsavíkur sem og auka sjálfbærni nærsveita þegar kemur að matvælaframleiðslu. Samhliða því að auka orkunýtingu getur verkefnið stuðlað að nýsköpun og nýjum atvinnutækifærum.

Eimur hefur efnt til nokkurra funda þar sem rýnihópar hafa velt fyrir sér hugmyndum um hugsanlega starfsemi innan gróðurhússins. Þar hafa ýmsar hugmyndir skotið upp kollinum og þar má einna helst nefna veitingasölu, rými undir viðburði og aðstöðu fyrir frumkvöðla.

Draumurinn er að samfélagsgróðurhúsið opni augu fólks fyrir tækifærum sem eru til staðar í tengslum við ylrækt og nýsköpun í greinum sem nýta staðbundna auðlindastrauma.