17. maí 2023

Lokasprettur Crowdthermal

Eimur tók þátt í H2020 verkefninu Crowdthermal, þriggja ára Evrópuverkefni sem lauk undir lok síðasta árs . Tíu aðilar frá sjö Evrópulöndum tóku þátt í verkefninu. Verkefnið snerist um að efla geta almennings til að taka þátt í jarðhitatengdum verkefnum með áherslu á hópfjármögnun. Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri sótti lokafund verkefnisins í Brussel í febrúar síðastliðnum.

Eimur stýrði einu þriggja tilraunaverkefna í Crowdthermal. Vinna Eims í verkefninu fólst fyrst og fremst í því að útfæra hugmynd um samfélagsgróðurhús á Húsavík. Verkefnið þurfti að byggja á nýtingu jarðhitaauðlinda svæðisins. Víðast hvar í Evrópu er nýting jarðhita til húshitunar framandi, og hin tilraunaverkefnin sem fóru fram á Spáni og í Ungverjalandi fólust einmitt í því að hita hús með jarðhita. Hér á Íslandi er húshitun með jarðhita almenn, og því var ákveðið að einblína á nýtingu jarðhitans til þess að sinna nýsköpun.

Við mótun verkefnisins var t.a.m. horft til eftirfarandi þátta:

  • Að efla tengsl fólks við umhverfi sitt og auðlindir svæðisins. Hér er lögð áhersla á að byggja á styrkleikum svæða, t.a.m. með tilliti til byggðaþróunar.
  • Að færa matvælaframleiðslu og þekkingu á þeirri ræktun nær fólki, og hvetja þannig til aukinnar sjálfbærni samfélagsins.
  • Að skólar svæðisins njóti sérstaklega góðs af aðstöðunni og geti nýtt gróðurhúsin sem vettvang til náms.

Tillagan felst í því að reisa þyrping lítilla gróðurhúsa við Búðará nálægt skrúðgarðinum á Húsavík við Ásgarðsveg. Þá verður skapað í kringum þau öflugt samfélag fólks um nýsköpun, tæknimenntun, lýðheilsu og sjálfbærni. Fólki og fyrirtækjum á Húsavík yðri gert kleift að sinna eigin tilraunaylrækt í litlum gróðurhúsum sem eru upphituð með staðbundnum jarðhitaauðlindum sem lengja ræktunartímann frá því snemma á vori og fram á haust.

Í verkefninu hefur Eimur unnið með fólki úr samfélaginu á Húsavík við að móta þessa útfærslu, og er hún afrakstur sameiginlegrar vinnu sem bæði var sinnt gegnum fjarfundi (vegna Covid), og í raunheimum. Í september síðasta haust var haldinn opinn fundur fyrir almenning á Fosshóteli þar sem afrasktur vinnunnar var kynntur og afar vel var tekið í þessar hugmyndirnar. Síðar í september hélt Eimur hélt einnig alþjóðlega ráðstefnu á Húsavík um efnið, og var hún aðgengileg í streymi. Samantekt um vinnu Eims og afrakstur verkefnisins á Húsavík má svo finna í skýrslu sem er hengd við þessa frétt.

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í þessu með okkur, sérstaklega íbúum Húsavíkur, og nú þarf að láta reyna á að gera hugmyndirnar um samfélagsgróðurhús á Húsavík að veruleika!


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð