17. maí 2023

Lokasprettur Crowdthermal

Eimur tók þátt í H2020 verkefninu Crowdthermal, þriggja ára Evrópuverkefni sem lauk undir lok síðasta árs . Tíu aðilar frá sjö Evrópulöndum tóku þátt í verkefninu. Verkefnið snerist um að efla geta almennings til að taka þátt í jarðhitatengdum verkefnum með áherslu á hópfjármögnun. Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri sótti lokafund verkefnisins í Brussel í febrúar síðastliðnum.

Eimur stýrði einu þriggja tilraunaverkefna í Crowdthermal. Vinna Eims í verkefninu fólst fyrst og fremst í því að útfæra hugmynd um samfélagsgróðurhús á Húsavík. Verkefnið þurfti að byggja á nýtingu jarðhitaauðlinda svæðisins. Víðast hvar í Evrópu er nýting jarðhita til húshitunar framandi, og hin tilraunaverkefnin sem fóru fram á Spáni og í Ungverjalandi fólust einmitt í því að hita hús með jarðhita. Hér á Íslandi er húshitun með jarðhita almenn, og því var ákveðið að einblína á nýtingu jarðhitans til þess að sinna nýsköpun.

Við mótun verkefnisins var t.a.m. horft til eftirfarandi þátta:

  • Að efla tengsl fólks við umhverfi sitt og auðlindir svæðisins. Hér er lögð áhersla á að byggja á styrkleikum svæða, t.a.m. með tilliti til byggðaþróunar.
  • Að færa matvælaframleiðslu og þekkingu á þeirri ræktun nær fólki, og hvetja þannig til aukinnar sjálfbærni samfélagsins.
  • Að skólar svæðisins njóti sérstaklega góðs af aðstöðunni og geti nýtt gróðurhúsin sem vettvang til náms.

Tillagan felst í því að reisa þyrping lítilla gróðurhúsa við Búðará nálægt skrúðgarðinum á Húsavík við Ásgarðsveg. Þá verður skapað í kringum þau öflugt samfélag fólks um nýsköpun, tæknimenntun, lýðheilsu og sjálfbærni. Fólki og fyrirtækjum á Húsavík yðri gert kleift að sinna eigin tilraunaylrækt í litlum gróðurhúsum sem eru upphituð með staðbundnum jarðhitaauðlindum sem lengja ræktunartímann frá því snemma á vori og fram á haust.

Í verkefninu hefur Eimur unnið með fólki úr samfélaginu á Húsavík við að móta þessa útfærslu, og er hún afrakstur sameiginlegrar vinnu sem bæði var sinnt gegnum fjarfundi (vegna Covid), og í raunheimum. Í september síðasta haust var haldinn opinn fundur fyrir almenning á Fosshóteli þar sem afrasktur vinnunnar var kynntur og afar vel var tekið í þessar hugmyndirnar. Síðar í september hélt Eimur hélt einnig alþjóðlega ráðstefnu á Húsavík um efnið, og var hún aðgengileg í streymi. Samantekt um vinnu Eims og afrakstur verkefnisins á Húsavík má svo finna í skýrslu sem er hengd við þessa frétt.

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í þessu með okkur, sérstaklega íbúum Húsavíkur, og nú þarf að láta reyna á að gera hugmyndirnar um samfélagsgróðurhús á Húsavík að veruleika!


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi