Fara í efni

Eimur er þátttakandi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem ber heitið Crowdthermal en verkefnið hlaut styrk frá Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins.

Árið 2017 nam hluti orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum um 17,5% af heildarorkunotkun í Evrópu og þar af var einungis 3% fengin frá jarðvarma. Jarðvarmi er lítið nýtt auðlind í Evrópu þó að möguleikarnir séu mikilir, til dæmis til húshitunar líkt og á Íslandi.

Markmið verkefnisins er að efla tækifæri Evrópubúa til að taka beinan þátt í þróun verkefna sem tengjast nýtingu á jarðvarma. Þá er einna helst verið að skoða þann möguleika að notast við hópfjármögnun til þess að fjármagna verkefnin.

Þrjú tilraunaverkefni hafa verið sett af stað í tengslum við verkefnið og þar af er eitt sem snýr að samfélagsgróðurhúsi á Húsavík.

Hlutverk Eims í Crowdthermal-verkefninu er að þróa hugmynd af viðskipta- og rekstrarátælun fyrir gróðurhúsið. Gróðurhúsinu er ætlað að vera sýnidæmi um það hvernig má nýta betur heita vatnið okkar og um leið efla svæðið, nýsköpun og atvinnutækifæri.

Hin tilraunaverkefnin sem hrint hefur verið af stað er uppsetning á hitaveitu í borginni Szeged í Ungverjalandi og nýting jarðvarma til húshitunar/kælingar í Madrídarborg á Spáni.