30. janúar 2025

Eimur fræðist um lífgasvinnslu í Færeyjum

Sjálfbær orkunýting í Færeyjum – hvað getum við lært? 

Í síðustu viku fóru Karen Mist og Ragnhildur frá Eimi í vettvangsferð til Færeyja, þar sem þær kynntu sér meðal annars starfsemi Förka Biogas, ásamt fulltrúum frá Landsvirkjun og Bláma. Förka framleiðir orku úr lífrænum úrgangi og er mikilvægt dæmi um sjálfbæra nýtingu auðlinda í smærri samfélögum.

Lífgasvinnslan tekur á móti fiskiúrgangi frá fiskeldi Bakkafrost, seyru frá seiðaeldi sama fyrirtækis, mykju frá nær öllum kúabúum í Færeyjum, auk annars lífræns úrgangs af svæðinu. Þessi lífræni úrgangur er fyrst og fremst nýttur til þess að framleiða metangas, en aukaafurð frá því ferli er svokölluð melta sem einnig nýtist sem góður lífrænn áburður fyrir öll kúabú í Færeyjum. Úr metangasinu er svo framleitt bæði raf- og varmaorka. Rafmagnið er selt inn á raforkukerfið og hitinn leiddur inn í hitaveitukerfi Þórshafnar.

Ávinningur fyrir bændur og nærumhverfi

Ein af stærstu nýjungunum í verkefninu , sem er sérstaklega áhugavert að skoða í íslensku samhengi, er að Förka sækir kúamykjuna frá bændum og skilar henni aftur á býlin í formi meltu (digested sludge), bændunum að kostnaðarlausu. Meltunni safna bændur yfir vetrarmánuðina og dreifa á túnin að vori og fram á haust. Eins er hluti meltunnar notuð til uppgræðslu svæða sem þurfa á innspýtingu næringarefna að halda. Þetta dregur úr sóun og styður við hringrásarhagkerfi. 


 Melta hefur marga kosti fyrir bændur og umhverfið og má þar m.a. nefna:

  • Minni lyktarmengun
  • Næringarríkari áburður en hrá mykja
  • Minni þörf á innfluttum tilbúnum áburði
  • Sparnaður fyrir bændur
  • Minni losun gróðurhúsalofttegunda
  • Auðveldari dreifing á tún

Ávinningur fyrir fiskeldi og matvælaiðnað 

Lífgasvinnsla skapar einnig tækifæri fyrir fiskeldisfyrirtæki og matvælaiðnað með því að:

  • Skapa farveg fyrir lífrænan úrgang og koma honum í hringrás
  • Stuðla að fullnýtingu auðlinda
  • Minnka kolefnisspor starfseminnar
  • Styrkja græna ímynd og stuðning við nærsamfélagið
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Verkefnið í Færeyjum sýnir vel hvernig mismunandi geirar matvælaiðnaðar geta unnið saman í úrgangsmálum og verðmætasköpun. Eimur er nú þegar með áþekk verkefni innan lífgasvinnslu til skoðunar á Norðurlandi og opnaði þessi vettvangsferð augu okkar enn frekar fyrir ávinningi slíkrar starfsemi. Eins varpaði ferðin ljósi á ýmsar tæknilegar útfærslur sem hægt er að yfirfæra yfir á íslenskan veruleika.


Hér eru mikil sóknarfæri fyrir Norðurland, með víðtækum ávinningi fyrir umhverfi, efnahag og samfélög.


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð