30. desember 2024

Nýárspistill framkvæmdastjóra

Viðburðaríkt ár hjá Eimi!

Árið 2024 var aldeilis viðburðaríkt hjá Eimi. Mikill framgangur varð í RECET verkefninu. Haldið var málþing um orkuskipti í febrúar, fjölmenn fræðsluferð var farin með starfsfólki sveitarfélaga og fulltrúum sveitarstjórna af Norðurlandi eystra og Vestfjörðum til Samsö í Danmörku, og vinnustofur voru haldnar með öllum sveitarfélögum svæðanna. Þá komu út greiningar á raforkuþörf við hafnir á Norðurlandi eystra og um olíusölu á Íslandi eftir landsvæðum.


Þriðja fjárfestahátíð Norðanáttar var haldin í mars 2024 og heppnaðist afar vel.


Mikill framgangur varð í vinnu við uppbyggingu Metan- og Líforkuvers á Dysnesi, en til að sinna þessum verkum hlaut Eimur meðal annars styrk úr Orkusjóði á árinu.


Talsverður árangur náðist við þróun
Grænna iðngarða á Bakka við Húsavík, en mikil vinna var lögð í að skilja tækifærin í nýtingu glatvarma frá kísilverksmiðju PCC til frekari iðnaðaruppbyggingar.


Þá varð það opinbert í lok árs að Eimur tekur þátt í ICEWATER verkefninu um vatnamál, og okkar þáttur beinist að verðmætasköpun úr lífrænum efnum í fráveituvatni. Við hlökkum mikið til.

Síðast en ekki síst óx Eimur til vesturs og spannar nú starfssvæði félagsins allt Norðurland. Við hlökkum til samstarfsins á Norðurlandi vestra.

Gleðileg nýtt ár!

Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims

 


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.