30. desember 2024

Nýárspistill framkvæmdastjóra

Viðburðaríkt ár hjá Eimi!

Árið 2024 var aldeilis viðburðaríkt hjá Eimi. Mikill framgangur varð í RECET verkefninu. Haldið var málþing um orkuskipti í febrúar, fjölmenn fræðsluferð var farin með starfsfólki sveitarfélaga og fulltrúum sveitarstjórna af Norðurlandi eystra og Vestfjörðum til Samsö í Danmörku, og vinnustofur voru haldnar með öllum sveitarfélögum svæðanna. Þá komu út greiningar á raforkuþörf við hafnir á Norðurlandi eystra og um olíusölu á Íslandi eftir landsvæðum.


Þriðja fjárfestahátíð Norðanáttar var haldin í mars 2024 og heppnaðist afar vel.


Mikill framgangur varð í vinnu við uppbyggingu Metan- og Líforkuvers á Dysnesi, en til að sinna þessum verkum hlaut Eimur meðal annars styrk úr Orkusjóði á árinu.


Talsverður árangur náðist við þróun
Grænna iðngarða á Bakka við Húsavík, en mikil vinna var lögð í að skilja tækifærin í nýtingu glatvarma frá kísilverksmiðju PCC til frekari iðnaðaruppbyggingar.


Þá varð það opinbert í lok árs að Eimur tekur þátt í ICEWATER verkefninu um vatnamál, og okkar þáttur beinist að verðmætasköpun úr lífrænum efnum í fráveituvatni. Við hlökkum mikið til.

Síðast en ekki síst óx Eimur til vesturs og spannar nú starfssvæði félagsins allt Norðurland. Við hlökkum til samstarfsins á Norðurlandi vestra.

Gleðileg nýtt ár!

Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims

 


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi