15. mars 2021

Samfélagsgróðurhús á Húsavík

Samfélagsgróðurhúsið á Húsavík er eitt þriggja tilraunaverkefna í alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem nefnist Crowdthermal. Verkefni Eims innan Crowdthermal er að þróa hugmynd af viðskipta- og rekstrarátælun fyrir gróðurhúsið.

Húsavík er hentug staðsetning til ylræktunar þar sem gott aðgengi er að varma, rafmagni og fersk vatni sem eru mikilvægir þættir í slíkri starfsemi. Markmið gróðurhússins er að stuðla að betri nýtingu á jarðvarma sem þegar er til staðar í nágrenni Húsavíkur sem og auka sjálfbærni nærsveita þegar kemur að matvælaframleiðslu. Samhliða því að auka orkunýtingu getur verkefnið stuðlað að nýsköpun og nýjum atvinnutækifærum.

Eimur hefur efnt til nokkurra funda þar sem rýnihópar hafa velt fyrir sér hugmyndum um hugsanlega starfsemi innan gróðurhússins. Þar hafa ýmsar hugmyndir skotið upp kollinum og þar má einna helst nefna veitingasölu, rými undir viðburði og aðstöðu fyrir frumkvöðla.

Draumurinn er að samfélagsgróðurhúsið opni augu fólks fyrir tækifærum sem eru til staðar í tengslum við ylrækt og nýsköpun í greinum sem nýta staðbundna auðlindastrauma.

 


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.