16. nóvember 2017

Snæbjörn Sigurðarson nýr framkvæmdastjóri EIMS

Snæbjörn Sigurðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri EIMS. Hann tekur við starfinu af Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur sem kosin var til setu á Alþingi í nýliðnum kosningum. Snæbjörn mun hefja störf hjá félaginu 1. desember næstkomandi. Að EIMI standa Eyþing – samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Landsvirkjun, Norðurorka og Orkuveita Húsavíkur ásamt Íslenska ferðaklasanum, Íslenska jarðvarmaklasanum og atvinnuþróunarfélögum á svæðinu.

Snæbjörn er viðskiptafræðingur að mennt og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri við uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka við Húsavík og sem Atvinnu- og menningarfulltrúi Norðurþings. Markmið EIMS er að stuðla að aukinni sjálfbærni samfélaga á svæðinu með fjölbreyttari nýtingu orkuauðlinda á Norðausturlandi og samspili samfélags, umhverfis, auðlinda og efnahags. EIMI er ætla að skapa jarðveg fyrir nýsköpunar og þróunarverkefni með áherslu á verðmætasköpun í víðum skilningi ásamt því að auka meðvitund almennings og fyrirtækja á málaflokknum.

Verkefninu er sérstaklega ætlað að ýta undir rannsóknir og nýtingu á svo nefndum hliðarstraumum í orkuvinnslu, iðnaði, landbúnaði o.s.frv. Hliðarstraumar geta verið fólgnir jafnt í ónýttri orku og ónýttu hráefni sem í dag fellur ónýtt til, við hlið hinnar hefðbundnu framleiðslu. Þekkt dæmi í þessum efnum er ónýtt varmaorka í raforkuframleiðslu og iðnaði og ónýttar hliðarafurðir í iðnaði, fiskvinnslu og landbúnaði. Horft er til þess að til samstarfsins komi aðilar í ferðaþjónustu, iðnaði og framleiðslu hverskonar og rannsóknaraðilar m.a. úr skólasamfélaginu. Síðast en ekki síst er horft til þess að með þessu starfi verði til fjárfestingartækifæri fyrir jafnt fyrirtæki á svæðinu, fjárfestingarsjóði og aðra fjárfesta jafnt innlenda sem erlenda. Á síðasta ári stóð EIMUR meðal annars fyrir hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra, en á næstunni verður hrint af stað nýrri hugmyndasamkeppni þar sem horft verður til matvælaframleiðslu og vinnslu með jarðhita.

 


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.