7. júní 2017
Úrslit í hugmyndasamkeppni og kynning á tillögum

EIMUR, Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðargöng hf. bjóða til opins fundar og sýningar á úrslitaverkefnum í hugmyndasamkeppni
Eims. Yfirskrift samkeppninnar er nýting lághitavatns á Norðurlandi eystra.
Alls bárust 14 tillögur sem verða til sýnis á fundinum. Dómnefnd hefur valið fjórar bestu tillögurnar og munu fulltrúar hverrar þeirra halda stutta kynningu á sinni tillögu. Að lokum mun dómnefnd veita verðlaun fyrir bestu tillöguna.
Á fundinum verða einnig haldnir þrír örfyrirlestrar:
- Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Íslenski ferðaklasinn: Hvað felst í ábyrgri ferðaþjónustu?
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, Landsvirkjun: Tækifæri í orkutengdri ferðaþjónustu
- Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkusetur: Fjölnýting jarðvarma
Fundurinn er öllum opinn.
Tekið er á móti skráningum á mak.is
og er aðgangur ókeypis.
Deila frétt

RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu.