20. október 2022

Eimur á Ungmennaþingi SSNE

Ungmennaþing SSNE fór fram á Dalvík dagana 13.-14 október síðastliðinn. Þingið var að þessu sinni haldið í menningarhúsinu Berg á Dalvík og var þar samankomin hópur ungmenna úr sveitarfélögum landshlutans, ásamt starfsmönnum sveitarfélaga. Þetta er í þriðja sinn sem Ungmennaþing er haldið í landshlutanum en verkefnið er eitt af áhersluverkefnum SSNE árið 2022.

Starfsmenn SSNE sáu um skipulag og framkvæmd þingsins. Dagskrá þingsins var fjölbreytt en þemað að þessu sinni var frumkvöðlahugsun, fullnýting auðlinda og nýsköpun. EIMUR sá um fræðslu og dagskrá í góðri samvinnu við starfsmenn SSNE.

Unnið var með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 9, 11, 12 og 13 en markmið þingsins var einnig að valdefla ungmennin, fá raddir þeirra í Sóknaráætlun og fá þau til að kynnast ungmennum úr öðrum sveitarfélögum. Spurningin sem ungmennin unnu hvað mest með var einföld en samt nokkuð flókin: Hvernig gerum við Norðurland eystra að besta stað á Íslandi til að búa á?

Þá fengu þátttakendur innblástur frá Svövu Björk Ólafsdóttir hjá RATA ráðgjöf og fengu þau innsýn í það hvernig er að vera frumkvöðlar. Ungmennunum var svo skipt niður í hópa og bjuggu þau saman til fyrirtæki, lærðu um og fylltu inn í viðskiptamódel Canvas og héldu kraftmiklar kynningar. Dregin var upp mynd af því sem betur mætti fara og einnig því sem er vel gert og sköpuðust því líflegar umræður og höfðu ungmennin margt til málanna að leggja.

Á þinginu var einnig unnið var með forritið MENTI þar sem ungmennin svöruðu fjölbreyttum spurningum sem tengdust málefnum þingsins og hafa starfsmenn SSNE talsvert efni til að vinna með í Sóknaráætlun á komandi árum. 

Við þökkum Dalvíkingum fyrir góðar móttökur. Framtíðin er björt með þetta flotta unga fólk í fararbroddi í landshlutanum.

Á facebook síðu EIMS má finna fleiri myndir af Ungmennaþinginu.


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.