20. október 2022

Eimur á Ungmennaþingi SSNE

Ungmennaþing SSNE fór fram á Dalvík dagana 13.-14 október síðastliðinn. Þingið var að þessu sinni haldið í menningarhúsinu Berg á Dalvík og var þar samankomin hópur ungmenna úr sveitarfélögum landshlutans, ásamt starfsmönnum sveitarfélaga. Þetta er í þriðja sinn sem Ungmennaþing er haldið í landshlutanum en verkefnið er eitt af áhersluverkefnum SSNE árið 2022.

Starfsmenn SSNE sáu um skipulag og framkvæmd þingsins. Dagskrá þingsins var fjölbreytt en þemað að þessu sinni var frumkvöðlahugsun, fullnýting auðlinda og nýsköpun. EIMUR sá um fræðslu og dagskrá í góðri samvinnu við starfsmenn SSNE.

Unnið var með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 9, 11, 12 og 13 en markmið þingsins var einnig að valdefla ungmennin, fá raddir þeirra í Sóknaráætlun og fá þau til að kynnast ungmennum úr öðrum sveitarfélögum. Spurningin sem ungmennin unnu hvað mest með var einföld en samt nokkuð flókin: Hvernig gerum við Norðurland eystra að besta stað á Íslandi til að búa á?

Þá fengu þátttakendur innblástur frá Svövu Björk Ólafsdóttir hjá RATA ráðgjöf og fengu þau innsýn í það hvernig er að vera frumkvöðlar. Ungmennunum var svo skipt niður í hópa og bjuggu þau saman til fyrirtæki, lærðu um og fylltu inn í viðskiptamódel Canvas og héldu kraftmiklar kynningar. Dregin var upp mynd af því sem betur mætti fara og einnig því sem er vel gert og sköpuðust því líflegar umræður og höfðu ungmennin margt til málanna að leggja.

Á þinginu var einnig unnið var með forritið MENTI þar sem ungmennin svöruðu fjölbreyttum spurningum sem tengdust málefnum þingsins og hafa starfsmenn SSNE talsvert efni til að vinna með í Sóknaráætlun á komandi árum. 

Við þökkum Dalvíkingum fyrir góðar móttökur. Framtíðin er björt með þetta flotta unga fólk í fararbroddi í landshlutanum.

Á facebook síðu EIMS má finna fleiri myndir af Ungmennaþinginu.


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð