26. október 2022

Tveir mentorafundir afstaðnir í Vaxtarrými - Norðanátt

Þátttakendur í Vaxtarrými hafa nú lokið tveimur mentorafundum í viðskiptahraðlinum. Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall beint að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að vaxa og efla sig og sín fyrirtæki. Einn liður í þeirri eflingu er að hitta reynslumikla leiðbeinendur, aðra frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja. 

Á mynd að ofan eru þau:

- Bergrún Björnsdóttir, fjárfestingastjóri hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna
- Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Pure Natura
- Kjartan Sigurðsson ( ph.d.), lector við Viðskipta og Raunvísindasvið Háskólans á Akureyri
- Tinna Hrund Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu á matvæla og sjávarútvegssviði
- Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
- Baldvin Valdemarsson, frv. sviðsstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá SSNE

Hér er hægt að lesa meira um mentorana: https://www.nordanatt.is/frumkvodlafrettir/fyrsti-mentorafundur-vaxtarrmis-2022

Á mynd hér fyrir neðan eru þau:

- Sesselía Birgisdóttir, Forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum
- Stefán Pétur Sólveigarsson, verkefnastjóri Hraðsins miðstöðvar nýsköpunar á Húsavík.
- Karl Guðmundsson, forstjóri Florealis ehf.
- Hreinn Þór Hauksson, framkvæmdastjóri viðskipta- og vöruþróunar hjá Íslenskum verðbréfum
- Rannveig Björnsdóttir,  dósent við auðlindadeild Háskólans á Akureyri.
- Auðjón Guðmundsson,  framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Siríus.
- Sigurður Markússon er forstöðumaður nýsköpunardeildar á Viðskiptaþróunar- og nýsköpunarsviði Landsvirkjunar.

Hér er hægt að lesa meira um mentorana:   https://www.nordanatt.is/frumkvodlafrettir/annar-mentorafundur-vaxtarrmis 


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi