26. september 2022

Tíu kraftmikil verkefni taka þátt í Vaxtarrými í haust

Tíu kraftmikil nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 3. október næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt heldur Vaxtarrými fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Norðurlandi.

Fleiri verkefni taka þátt í ár
,,Það kom okkur skemmtilega á óvart að í þessari annarri hringrás nýsköpunar á Norðurlandi stæðum við frammi fyrir þeirri staðreynd að þurfa að taka inn fleiri fyrirtæki en í fyrsta viðskiptahraðlinum sem var í fyrrahaust”,
segir Sesselja Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims  ,,Þetta sýnir okkur að það er augljós þörf fyrir svona innvið eins og Norðanátt á Norðurlandi því fólkið og hugmyndirnar eru greinilega til staðar”.

Vaxtarými er átta vikna viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpunarverkefna innan starfandi fyrirtækja á Norðurlandi, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni undir þemanu matur, orka og vatn. ,,Markmiðið er að hjálpa teymunum að vaxa hratt á þessum átta vikum og á þeirra forsendum, en dagskráin og fræðslan er sérhönnuð með þarfir þátttakenda í huga ”, segir Sesselja. Teymin hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja frá öllu landinu, sitja vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli.

Flestar umsóknir frá Akureyrarbæ
Umsóknir í Vaxtarrými bárust víðsvegar af Norðurlandi og voru þátttökuteymin tilkynnt á nýsköpunarviðburð Norðanáttar í hátíðarsal Háskólans á Akureyri föstudaginn 23. september sl.

Dreifing umsókna í Vaxtarrými. Flestar umsóknir bárust frá Akureyrarbæ (Akureyri, Hrísey og Grímsey) eða um 60%.

">
 

Dreifing umsókna í Vaxtarrými. Flestar umsóknir bárust frá Akureyrarbæ (Akureyri, Hrísey og Grímsey) eða um 60%.

,,Líkt og í fyrra er fjölbreytt flóra af verkefnum sem taka þátt. Þetta eru meðal annars verkefni tengd hugbúnaði um loftslagsmál, orkuskiptum, sjávarútveg, rætkun og hringrásahagkerfinu.”, segir Sesselja.

,,Við teljum að nýsköpun á Norðurlandi sé á blússandi siglingu og mikil gróska sé hér norðan heiða og er ótrúlega ánægjulegt að sjá dreifingu verkefna um Norðurland. Í ár kynnumst við frumkvöðlum m.a frá Grímsey, Hrísey, Akureyri, Siglufirði, Bakkafirði, Hegranesi og Sauðárkrók. Norðanáttin blæs því sannarlega um Norðurland allt nú á haustmánuðunum”,
segir Anna Lind Björnsdóttir, fulltrúi SSNE í verkefninu.


Þátttökuteymi Vaxtarrýmis 2022 eru eftirfarandi:


Pelliscol
 - Spa vörur með íslensku kollageni.
Hulduland -
Burnirót - gæðavara ræktuð á sjálfbæran hátt.
Grænafl - Grænafl ehf. berst gegn loftslagsvánni með því að vinna að rafvæðingu strandveiðibáta og stuðla að orkuskiptum.
Logn
-landhreinsun og nýting. Logn starfar við landhreinsun sem felst í hreinsun i fjörum. Rusl, netatrossur og rekaviður er endurnýttur og smíðað margt úr ásamt vinnslu eldivið og kurls úr íslenskum Birkiskógum.
Tólgarsmiðjan -Húðvörur frá náttúrunnar hendi.
Roðleður
- Roðleður snýst um að þróa nýja sútunarlausn fyrir aðgangs roð svo úr verði stærri flötur í metravís.
Earth Tracker
- Earth Tracker provides tools to companies, organizations, and NGOs for social, economic, and environmental climate risk analytics.
Landnámsegg
- Auka verðmætasköpun með því að koma úrgangi hænsna í umhverfisvænt vöruþróunarferli.
Snoðbreiða - Unnið með snoð sem er verðlítil ull, hún nýtt til ræktunar í heimagörðum og til uppgræðslu á erfiðari svæðum,
sem stuðningur við fræ og ungar plöntur.
Scurvygrass Grímsey
- "Gift from nature of the Arctic circle " Skarfakál er fyrsta flokks hráefni frá náttúrunnar hendi; bragðgott, C-vítamínríkt og græðandi, sem gerir það tilvalið í matargerð og matvælaframleiðslu - svo sem í krydd, pestó, te, snakk eða einfaldlega sem salat. 

Vaxtarrými hefst 3. október og lýkur 24. nóvember með fjárfestakynningum þátttökuteymanna. 

Að Norðanátt standa  EIMUR, SSNV, SSNE og ráðgjafafyrirtækið RATA. Bakhjarlar Norðanáttar eru Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Lóan - nýsköpunarsjóður fyrir landsbyggðina.


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi