26. september 2022

Tíu kraftmikil verkefni taka þátt í Vaxtarrými í haust

Tíu kraftmikil nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 3. október næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt heldur Vaxtarrými fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Norðurlandi.

Fleiri verkefni taka þátt í ár
,,Það kom okkur skemmtilega á óvart að í þessari annarri hringrás nýsköpunar á Norðurlandi stæðum við frammi fyrir þeirri staðreynd að þurfa að taka inn fleiri fyrirtæki en í fyrsta viðskiptahraðlinum sem var í fyrrahaust”,
segir Sesselja Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims  ,,Þetta sýnir okkur að það er augljós þörf fyrir svona innvið eins og Norðanátt á Norðurlandi því fólkið og hugmyndirnar eru greinilega til staðar”.

Vaxtarými er átta vikna viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpunarverkefna innan starfandi fyrirtækja á Norðurlandi, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni undir þemanu matur, orka og vatn. ,,Markmiðið er að hjálpa teymunum að vaxa hratt á þessum átta vikum og á þeirra forsendum, en dagskráin og fræðslan er sérhönnuð með þarfir þátttakenda í huga ”, segir Sesselja. Teymin hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja frá öllu landinu, sitja vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli.

Flestar umsóknir frá Akureyrarbæ
Umsóknir í Vaxtarrými bárust víðsvegar af Norðurlandi og voru þátttökuteymin tilkynnt á nýsköpunarviðburð Norðanáttar í hátíðarsal Háskólans á Akureyri föstudaginn 23. september sl.

Dreifing umsókna í Vaxtarrými. Flestar umsóknir bárust frá Akureyrarbæ (Akureyri, Hrísey og Grímsey) eða um 60%.

">
 

Dreifing umsókna í Vaxtarrými. Flestar umsóknir bárust frá Akureyrarbæ (Akureyri, Hrísey og Grímsey) eða um 60%.

,,Líkt og í fyrra er fjölbreytt flóra af verkefnum sem taka þátt. Þetta eru meðal annars verkefni tengd hugbúnaði um loftslagsmál, orkuskiptum, sjávarútveg, rætkun og hringrásahagkerfinu.”, segir Sesselja.

,,Við teljum að nýsköpun á Norðurlandi sé á blússandi siglingu og mikil gróska sé hér norðan heiða og er ótrúlega ánægjulegt að sjá dreifingu verkefna um Norðurland. Í ár kynnumst við frumkvöðlum m.a frá Grímsey, Hrísey, Akureyri, Siglufirði, Bakkafirði, Hegranesi og Sauðárkrók. Norðanáttin blæs því sannarlega um Norðurland allt nú á haustmánuðunum”,
segir Anna Lind Björnsdóttir, fulltrúi SSNE í verkefninu.


Þátttökuteymi Vaxtarrýmis 2022 eru eftirfarandi:


Pelliscol
 - Spa vörur með íslensku kollageni.
Hulduland -
Burnirót - gæðavara ræktuð á sjálfbæran hátt.
Grænafl - Grænafl ehf. berst gegn loftslagsvánni með því að vinna að rafvæðingu strandveiðibáta og stuðla að orkuskiptum.
Logn
-landhreinsun og nýting. Logn starfar við landhreinsun sem felst í hreinsun i fjörum. Rusl, netatrossur og rekaviður er endurnýttur og smíðað margt úr ásamt vinnslu eldivið og kurls úr íslenskum Birkiskógum.
Tólgarsmiðjan -Húðvörur frá náttúrunnar hendi.
Roðleður
- Roðleður snýst um að þróa nýja sútunarlausn fyrir aðgangs roð svo úr verði stærri flötur í metravís.
Earth Tracker
- Earth Tracker provides tools to companies, organizations, and NGOs for social, economic, and environmental climate risk analytics.
Landnámsegg
- Auka verðmætasköpun með því að koma úrgangi hænsna í umhverfisvænt vöruþróunarferli.
Snoðbreiða - Unnið með snoð sem er verðlítil ull, hún nýtt til ræktunar í heimagörðum og til uppgræðslu á erfiðari svæðum,
sem stuðningur við fræ og ungar plöntur.
Scurvygrass Grímsey
- "Gift from nature of the Arctic circle " Skarfakál er fyrsta flokks hráefni frá náttúrunnar hendi; bragðgott, C-vítamínríkt og græðandi, sem gerir það tilvalið í matargerð og matvælaframleiðslu - svo sem í krydd, pestó, te, snakk eða einfaldlega sem salat. 

Vaxtarrými hefst 3. október og lýkur 24. nóvember með fjárfestakynningum þátttökuteymanna. 

Að Norðanátt standa  EIMUR, SSNV, SSNE og ráðgjafafyrirtækið RATA. Bakhjarlar Norðanáttar eru Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Lóan - nýsköpunarsjóður fyrir landsbyggðina.


Deila frétt

27. nóvember 2025
Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað rúmlega 1,3 milljörðum króna til 109 verkefna sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eða fela í sér nýsköpun á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Eimur er meðal þeirra sem hljóta styrk að þessu sinni. Verkefni ber heitið Nýting lífræns efnis úr fráveituvatni til orkuframleiðslu . Það felur í sér uppsetningu færanlegs hreinsibúnaðar við sláturhús Kjarnafæðis/Norðlenska á Húsavík, í samstarfi við Orkuveitu Húsavíkur og Kjarnafæði Norðlenska. Markmið verkefnisins er að sýna fram á kosti þess að koma upp forhreinsivirki fyrir fráveituvatn frá matvælafyrirtækjum, draga úr lífrænu álagi og nýta efni sem annars færu til spillis, meðal annars til framleiðslu á lífdísil og lífgasi í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Gefn . Verkefnið er fyrst og fremst ætlað sem sýnidæmi sem getur orðið stjórnvöldum og fyrirtækjum hvatning til frekari aðgerða í fráveitumálum. Með því að hreinsa vatnið þar sem mengunin fellur til skapast betri möguleikar til að sækja verðmæt efni í fráveituna, auk þess sem álag á innviði sveitarfélaga minnkar verulega. Verkefnið er einnig hluti af ICEWATER verkefninu, sem að hluta er fjármagnað af LIFE styrktarsjóði Evrópusambandsins. Með styrknum frá Loftslags- og orkusjóði er tryggt að hefja uppsetningu búnaðarins fyrir sláturtíð 2026. Við hlökkum til að segja frá framgangi verkefnisins. Nánar um úthlutun Loftslags- og orkusjóðs og þau 109 verkefni sem hlutu styrk má finna á vef sjóðsins.
25. nóvember 2025
Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri
13. nóvember 2025
Undanfarnar vikur hefur Eimur staðið fyrir kynningarstarfi um möguleika sniglaræktar á Íslandi. Verkefnið hefur verið kynnt fyrir fjölmörgum aðilum víða um Norðurland meðal annars á Hönnunarþingi á Húsavík, Vegagerðinni, Landsvirkjun og fleiri stofnunum og fyrirtækjum. Markmiðið hefur verið að vekja athygli á tækifærum til nýsköpunar í landbúnaði og benda á hvernig vistvæn og sjálfbær ræktun gæti orðið áhugaverð viðbót við íslenskan landbúnað. Vinnustofur um sniglarækt sem haldnar voru á Norðurlandi í október vöktu mikla athygli og voru afar ánægjulegar í alla staði. Fjöldi bænda, frumkvöðla og annarra áhugasamra einstaklinga lagði leið sína á kynningarfundi þar sem fjallað var um möguleika sniglaræktar sem nýrrar vistvænnar hliðarbúgreinar á Íslandi. Á fundunum fóru yfir efnið þeir Sigurður Líndal frá Eimi og Peter Monaghan frá írska fyrirtækinu Inis Escargot, sem hefur mikla og farsæla reynslu af sniglarækt sem hágæða matvöru í Evrópu. Þeir kynntu hugmyndir sínar um hvernig hægt er að nýta íslenskar aðstæður, svo sem jarðhita, hrein auðlindakerfi og vannýttan húsakost til sveita, til að skapa sjálfbært rekstrarumhverfi fyrir sniglarækt. Áhugi á viðfangsefninu reyndist mikill og spurningar komu úr öllum áttum, bæði frá bændum sem sjá tækifæri til að renna styrkari stoðum undir búskap sinn og frá frumkvöðlum í leit að nýjum leiðum til að nýta staðbundnar auðlindir á skapandi hátt. Þátttakendur ræddu meðal annars um húsakost, fóðrun, ræktunarlotur, markaði og möguleg notagildi sniglaafurða á Íslandi, auk leiða til meginmarkaða í Evrópu. Sigurður og Peter voru báðir hæstánægðir með móttökurnar og áhugann sem blasti við alls staðar. „Ísland stendur frammi fyrir einstöku tækifæri á heimsvísu þegar kemur að sniglarækt, því stöðugt hitastig og trygg hitastjórnun er lykillinn að árangursríku sniglaeldi. Þar kemur íslenskur jarðhiti með nýja vídd inn á heimsmarkaðinn,“ sagði sniglasérfræðingurinn að loknum fundunum. Næstu skref eru þegar farin að taka á sig mynd, og ljóst er að langtum fleiri munu sækja um þátttöku í staðnámi á Írlandi en sæti verða í boði. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með framhaldinu og fá upplýsingar um næstu skref geta haft samband við Sigurð Líndal hjá Eimi á netfangið s.lindal@eimur.is eða fylgst með fréttum á eimur.is. Vinnustofurnar sýndu glöggt að nýsköpun í landbúnaði lifir góðu lífi á Norðurlandi – og að þó sniglar séu smávaxnir geti þeir orðið stór hluti af framtíðinni.