26. september 2022

Tíu kraftmikil verkefni taka þátt í Vaxtarrými í haust

Tíu kraftmikil nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem mun hefja göngu sína 3. október næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt heldur Vaxtarrými fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Norðurlandi.

Fleiri verkefni taka þátt í ár
,,Það kom okkur skemmtilega á óvart að í þessari annarri hringrás nýsköpunar á Norðurlandi stæðum við frammi fyrir þeirri staðreynd að þurfa að taka inn fleiri fyrirtæki en í fyrsta viðskiptahraðlinum sem var í fyrrahaust”,
segir Sesselja Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims  ,,Þetta sýnir okkur að það er augljós þörf fyrir svona innvið eins og Norðanátt á Norðurlandi því fólkið og hugmyndirnar eru greinilega til staðar”.

Vaxtarými er átta vikna viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla, ný fyrirtæki og nýsköpunarverkefna innan starfandi fyrirtækja á Norðurlandi, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni undir þemanu matur, orka og vatn. ,,Markmiðið er að hjálpa teymunum að vaxa hratt á þessum átta vikum og á þeirra forsendum, en dagskráin og fræðslan er sérhönnuð með þarfir þátttakenda í huga ”, segir Sesselja. Teymin hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja frá öllu landinu, sitja vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli.

Flestar umsóknir frá Akureyrarbæ
Umsóknir í Vaxtarrými bárust víðsvegar af Norðurlandi og voru þátttökuteymin tilkynnt á nýsköpunarviðburð Norðanáttar í hátíðarsal Háskólans á Akureyri föstudaginn 23. september sl.

Dreifing umsókna í Vaxtarrými. Flestar umsóknir bárust frá Akureyrarbæ (Akureyri, Hrísey og Grímsey) eða um 60%.

">
 

Dreifing umsókna í Vaxtarrými. Flestar umsóknir bárust frá Akureyrarbæ (Akureyri, Hrísey og Grímsey) eða um 60%.

,,Líkt og í fyrra er fjölbreytt flóra af verkefnum sem taka þátt. Þetta eru meðal annars verkefni tengd hugbúnaði um loftslagsmál, orkuskiptum, sjávarútveg, rætkun og hringrásahagkerfinu.”, segir Sesselja.

,,Við teljum að nýsköpun á Norðurlandi sé á blússandi siglingu og mikil gróska sé hér norðan heiða og er ótrúlega ánægjulegt að sjá dreifingu verkefna um Norðurland. Í ár kynnumst við frumkvöðlum m.a frá Grímsey, Hrísey, Akureyri, Siglufirði, Bakkafirði, Hegranesi og Sauðárkrók. Norðanáttin blæs því sannarlega um Norðurland allt nú á haustmánuðunum”,
segir Anna Lind Björnsdóttir, fulltrúi SSNE í verkefninu.


Þátttökuteymi Vaxtarrýmis 2022 eru eftirfarandi:


Pelliscol
 - Spa vörur með íslensku kollageni.
Hulduland -
Burnirót - gæðavara ræktuð á sjálfbæran hátt.
Grænafl - Grænafl ehf. berst gegn loftslagsvánni með því að vinna að rafvæðingu strandveiðibáta og stuðla að orkuskiptum.
Logn
-landhreinsun og nýting. Logn starfar við landhreinsun sem felst í hreinsun i fjörum. Rusl, netatrossur og rekaviður er endurnýttur og smíðað margt úr ásamt vinnslu eldivið og kurls úr íslenskum Birkiskógum.
Tólgarsmiðjan -Húðvörur frá náttúrunnar hendi.
Roðleður
- Roðleður snýst um að þróa nýja sútunarlausn fyrir aðgangs roð svo úr verði stærri flötur í metravís.
Earth Tracker
- Earth Tracker provides tools to companies, organizations, and NGOs for social, economic, and environmental climate risk analytics.
Landnámsegg
- Auka verðmætasköpun með því að koma úrgangi hænsna í umhverfisvænt vöruþróunarferli.
Snoðbreiða - Unnið með snoð sem er verðlítil ull, hún nýtt til ræktunar í heimagörðum og til uppgræðslu á erfiðari svæðum,
sem stuðningur við fræ og ungar plöntur.
Scurvygrass Grímsey
- "Gift from nature of the Arctic circle " Skarfakál er fyrsta flokks hráefni frá náttúrunnar hendi; bragðgott, C-vítamínríkt og græðandi, sem gerir það tilvalið í matargerð og matvælaframleiðslu - svo sem í krydd, pestó, te, snakk eða einfaldlega sem salat. 

Vaxtarrými hefst 3. október og lýkur 24. nóvember með fjárfestakynningum þátttökuteymanna. 

Að Norðanátt standa  EIMUR, SSNV, SSNE og ráðgjafafyrirtækið RATA. Bakhjarlar Norðanáttar eru Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Lóan - nýsköpunarsjóður fyrir landsbyggðina.


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð