29. ágúst 2022
Vefstofa EIMS og GEORG - Uppfærð frétt með upptöku

Eimur og GEORG, stóðu fyrir vefstofu undir heitinu "Empowering rural innovation by crowdfunding geothermal projects" þann 14. september sl. sem hluta af Crowdthermal
verkefninu.
Hlutverk Eims í verkefninu var að þróa hugmynd um samfélagsgróðurhús á Húsavík sem væri tæk til hópfjármögnunar. Þessi vefstofa/ráðstefna tengist mjög þeim þemum sem koma upp í starfi Eims um nýsköpun á landsbyggðinni, og hvernig stuðla má að henni, og þemum Crowdthermal verkefnisins sem hefur lagt mikla áherslu á samfélagslega þætti og fjármögnunarleiðir fyrir jarðhitatengd verkefni.
Dagskrá vefstofu:
Introduction of the CROWDTHERMAL Project
Isabel Fernandez, CROWDTHERMAL coordinator
Social Session – Moderated by Amel Barich, GEORG Geothermal Research Cluster
- Social Acceptance and SLO in Geothermal Energy.
Jan Hildebrand, IZES Environmental Psychology & Amel Barich, GEORG Geothermal Research Cluster - Stakeholder Engagement during the Development of Theistareykir Geothermal Power Plant.
Sigurður Óli Gudmundsson, Landsvirkjun National Power Company of Iceland - CROWDTHERMAL Icelandic Case Study
Ottó Elíasson, Eimur cluster, utilising geothermal resources and fostering innovation in Northern Iceland
Financial Session – Moderated by Ronald Kleveraan, CFH – Crowdfundinghub
- The Role of the National Energy Fund in Geothermal Development
Ragnar Ásmundsson, Orkustofnun National Energy Authority - Investor´s perspective: The Importance of ESG
Marta Hermannsdóttir, Eyrir Venture Management - Crowdfunding in geothermal energy
Ronald Kleveraan, CrowdfundingHub - Do crowdfunded cookies taste different?
Arnar Sigurðsson, East of Moon
Pallborðsumræður
Hér
má horfa á upptöku af vefstofu.
Deila frétt

Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna

Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.







