29. ágúst 2022
Vefstofa EIMS og GEORG - Uppfærð frétt með upptöku

Eimur og GEORG, stóðu fyrir vefstofu undir heitinu "Empowering rural innovation by crowdfunding geothermal projects" þann 14. september sl. sem hluta af Crowdthermal
verkefninu.
Hlutverk Eims í verkefninu var að þróa hugmynd um samfélagsgróðurhús á Húsavík sem væri tæk til hópfjármögnunar. Þessi vefstofa/ráðstefna tengist mjög þeim þemum sem koma upp í starfi Eims um nýsköpun á landsbyggðinni, og hvernig stuðla má að henni, og þemum Crowdthermal verkefnisins sem hefur lagt mikla áherslu á samfélagslega þætti og fjármögnunarleiðir fyrir jarðhitatengd verkefni.
Dagskrá vefstofu:
Introduction of the CROWDTHERMAL Project
Isabel Fernandez, CROWDTHERMAL coordinator
Social Session – Moderated by Amel Barich, GEORG Geothermal Research Cluster
- Social Acceptance and SLO in Geothermal Energy.
Jan Hildebrand, IZES Environmental Psychology & Amel Barich, GEORG Geothermal Research Cluster - Stakeholder Engagement during the Development of Theistareykir Geothermal Power Plant.
Sigurður Óli Gudmundsson, Landsvirkjun National Power Company of Iceland - CROWDTHERMAL Icelandic Case Study
Ottó Elíasson, Eimur cluster, utilising geothermal resources and fostering innovation in Northern Iceland
Financial Session – Moderated by Ronald Kleveraan, CFH – Crowdfundinghub
- The Role of the National Energy Fund in Geothermal Development
Ragnar Ásmundsson, Orkustofnun National Energy Authority - Investor´s perspective: The Importance of ESG
Marta Hermannsdóttir, Eyrir Venture Management - Crowdfunding in geothermal energy
Ronald Kleveraan, CrowdfundingHub - Do crowdfunded cookies taste different?
Arnar Sigurðsson, East of Moon
Pallborðsumræður
Hér
má horfa á upptöku af vefstofu.
Deila frétt

Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.