18. júlí 2022

Erindi Eims fyrir nemendur á vegum SIT

SIT eða School for International Training  er bandarísk sjálfseignastofnun sem býður nemendum í bandaríkjunum upp á fjölbreytt námskeið á háskólastigi. Undanfarin ár hafa verið í boði  námskeið á Íslandi  þar sem áherslurnar eru auk íslensku, málefni tengd endurnýjanlegri orku, tækni og auðlindahagfræði. Vistorka hefur verið í samstarfi við SIT síðan 2019 og fengið til sín fjölda nemenda og skipulagt fyrirlestra, verkefnavinnu og skoðunarferðir fyrir hópana.

Eimur hefur síðustu ár tekið þátt í þessari dagskrá en Ottó Elíasson, rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Eimi hélt erindi fyrir hópinn í júní sl. um orkumál og nýtingu jarðvarma á svæðinu, sér í lagi um tækifæri og takmarkanir í jarðhitatengdri matvælaframleiðslu. Kolfinna María Níelsdóttir, verkefnastjóri var með innlegg fyrir nemendur nú um miðjan júlí og fór hún yfir hlutverk Eims og ræddi ýmis frumkvöðlaverkefni sem Eimur hefur staðið að m.a. samstarfsverkefnið Norðanátt og Nýsköpunargarðinn, samstarfsverkefni Eims, Orkídeu og Bláma.

 

 

 


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi