9. mars 2022

Fjárfestar og frumkvöðlar mætast á skíðum á Siglufirði

Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stendur fyrir fjárfestahátíð á Siglufirði 31. mars næstkomandi þar sem fjárfestum og frumkvöðlum verður boðið upp á ógleymanlegan dag. Á hátíðinni kynna frumkvöðlar verkefni sín sem snerta orkuskipti, hringrásarhagkerfið eða fullnýtingu auðlinda í takt við áherslur Norðanáttar; matur, orka, vatn.

Norðanátt er öflugt samstarf aðila á Norðurlandi og vinnur hópurinn í anda nýrrar klasastefnu, þvert á stofnanir samfélagsins og hraðar framþróun og nýsköpun. Að verkefninu koma Eimur, SSNE, SSNV, Nýsköpun í norðri og Hraðið auk samstarfs við stuðningsfyrirtækið RATA.

“Við viljum skapa vettvang á Norðurlandi með því að leiða saman frumkvöðla og fjárfesta og sýna gróskuna og öll tækifærin hér á Norðurlandi” (Norðanátt)

Norðanátt stendur fyrir viðburðum sem styðja við frumkvöðla með hugmyndir á ólíkum stigum. Fyrsti viðburðurinn var lausnamótið Hacking Norðurland sem haldið var í apríl 2021. Því næst fór af stað viðskiptahraðallinn Vaxtarrými síðasta haust þar sem 8 teymi fengu stuðning til að vaxa í 8 vikur. Nú er komið að stefnumóti á Siglufirði þar sem fjárfestar og frumkvöðlar koma saman og kynnast öflugri nýsköpun og fjárfestingartækifærum á svæðinu. Viðburðurinn er lokaður og eingöngu ætlaður fjárfestum sem horfa til landsbyggðarinnar sem ákjósanlegs fjárfestingakosts.

10:00 Dagskrá hefst 
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra fer með ávarp og opnar hátíðina

Ráðstefna um nýtingu auðlinda til nýsköpunar
Guðlaugur Þór Þórðarson - umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra
Þór Sigfússon - framkvæmdastjóri Sjávarklasans
Josh Klein - athafnamaður og frumkvöðull
Hólmfríður Sveinsdóttir - frumkvöðull og eigandi Mergur ráðgjöf

12:00 Hádegismatur og tengslamyndun

13:00 Fjárfestakynningar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar
Frumkvöðlar kynna sprotafyrirtækin sín - Alor, Green Fuel, Mýsköpun, Icelandic Eider, Ylur hátæknigróðurhús, Hemp Pack, Baðlón á Skagaströnd, Slippurinn, Pelliscol, Grænafl.

15:00 Skipulögð afþreying á Siglufirði - Skíði, yoga og fleira

20:00 Kokteilboð á Segli 67 Brugghúsi

“Fjárfestamótið verður vettvangur fyrir frumkvöðla sem hugsa stórt til þess að kynna sínar hugmyndir og fyrir fjárfestum til þess að greina ný fjárfestingartækifæri á norðurlandi. Saman ætlum við að finna frekari tækifæri og skapa lausnir framtíðarinnar.” (Norðanátt)

Um sprotafyrirtækin

Hemp Pack - Þróun niðurbrjótanlegs lífplasts úr íslenskum iðnaðarhamp og örverum úr íslenskum jökulám.
Mýsköpun - Mývatns Spirulina: úr krafti eldfjallanna í ofurfæðu.
Alor - Sjálfbærar og umhverfisvænar álrafhlöður og -orkugeymslur.
Icelandic Eider - Hvernig skal umbylta útivistamarkaðnum.
Baðlón - Verkefnið gengur út á að byggja glæsilegt baðlón við sjávarmálið á Skagaströnd með einstöku útsýni yfir opið hafið.
Green fuel - Grænt vetni og ammoníak: Kolefnisfrítt eldsneyti úr vistvænni orku
Grænafl - Rafvæðing strandveiðibáta og tilraunir með frekari orkuskipti í minni fiskiskipum.
Ylur - Hátæknigróðurhús með áherslu á hringrásarhagkerfið.
Slippurinn - Sjávarlón er lausn sem bestar margbreytilegar aðstæður í þvotta- og blæðingarferli bolfisks í fiskiskipum.
Pelliscol - Náttúrulegar húðvörur úr íslensku kollageni.

Frekari upplýsingar veita:
Anna Lind Björnsdóttir /  annalind@ssne.is  / 8487440
Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir /  sesselja@eimur.is  / 8685072
Magnús Barðdal /  magnusb@ssnv.is  / 8699231


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð