14. nóvember 2023

Eimur á alþjóðlegri klasaráðstefnu

Dag­ana 7.-9. nóv­em­ber fór fram alþjóðleg klas­aráðstefna hér á landi á Hilt­on Reykja­vík undir yfirskriftinni New Landscapes in the Clu­ster Develop­ment. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefn­an er hald­in hér á landi en í 26. sinn sem hún fer fram. Hátt í 200 manns frá 25 löndum tóku þar þátt.

Eig­andi ráðstefn­unn­ar er alþjóðlegu klasa­sam­tök­in TCI (The Com­pe­titi­veness Institu­te). Ásta Krist­ín Sigurjónsdóttir hjá Íslenska ferðaklasanum sit­ur í stjórn TCI og leiddi fram­kvæmd ráðstefn­unn­ar fyr­ir hönd gest­gjaf­anna en auk Íslenska ferðaklas­ans eru Orkuklas­inn, Sjáv­ar­klas­inn og Fjár­tækniklas­inn í sam­starfi við há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið sem koma að henni. Þá komu fjöl­marg­ir sam­starfsaðilar að verk­efn­inu, þar á meðal Landsvirkjun og samstarfsverkefnin Eimur, Eygló, Blámi og Orkídea.

Fyrsti dagur ráðstefnunnar var helgaður vettvangsferðum og klasaheimsóknum. Eimur tók þátt í ferðinni  "Finndu orkuna" , sem hófst með kynningu á skrifstofu Bláa Lónsins í Urriðaholti. Þá var förinni heitið í Ljósafossstöð, sem staðsett er á Sogssvæðinu við Úlfljótsvatn. Dóra Björk Þrándardóttir, nýsköpunarstjóri Landsvirkjunar og Matthildur María Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri á Sogssvæði tóku vel á móti gestum með áhugaverðu innleggi um stöðina og sögu hennar. Ferðin endaði svo í Hellisheiðavirkjun þar sem gestirnir fengu innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi.

Á ráðstefnunni fengu samstarfsverkefnin tækifæri að kynna verkefni sín og segja frá þeim árangri sem hafa náðst á síðustu árum.  Samstarfsverkefnin beina kröftum sínum að verkefnum sem snúa að loftslagsmálum, hringrásarhagkerfinu, verðmætasköpun, virkjun og betri nýtingu auðlinda og hvetja til hraðari umskiptum yfir í græna orku. Kolfinna María Níelsdóttir, verkefnastjóri hjá Eim undirstrikaði í erindi sínu mikilvægi samvinnu og klasasamstarfs til að ná árangri í í þessum málaflokkum í víðum skilning t.a.m út frá verkefnunum RECET, Grænum Iðngörðum á Bakka og Norðanátt. 

Ráðstefnan var bæði fróðleg og skemmtileg og veitti innsýn í starfsemi hjá stórum og smáum klösum sem standa að fjölbreyttum verkefnum um allan heim. Rauði þráðurinn er að virkja samstarf og samvinnu til að koma góðum hugmyndum í verk, hjálpa grasrótinni að blómstra og nýta hugvit og verkþekkingu sem þar er til staðar. Samvinna, traust og tengsl eru mikilvæg til að tryggja framgang verkefna.

 


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.