14. nóvember 2023

Eimur á alþjóðlegri klasaráðstefnu

Dag­ana 7.-9. nóv­em­ber fór fram alþjóðleg klas­aráðstefna hér á landi á Hilt­on Reykja­vík undir yfirskriftinni New Landscapes in the Clu­ster Develop­ment. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefn­an er hald­in hér á landi en í 26. sinn sem hún fer fram. Hátt í 200 manns frá 25 löndum tóku þar þátt.

Eig­andi ráðstefn­unn­ar er alþjóðlegu klasa­sam­tök­in TCI (The Com­pe­titi­veness Institu­te). Ásta Krist­ín Sigurjónsdóttir hjá Íslenska ferðaklasanum sit­ur í stjórn TCI og leiddi fram­kvæmd ráðstefn­unn­ar fyr­ir hönd gest­gjaf­anna en auk Íslenska ferðaklas­ans eru Orkuklas­inn, Sjáv­ar­klas­inn og Fjár­tækniklas­inn í sam­starfi við há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið sem koma að henni. Þá komu fjöl­marg­ir sam­starfsaðilar að verk­efn­inu, þar á meðal Landsvirkjun og samstarfsverkefnin Eimur, Eygló, Blámi og Orkídea.

Fyrsti dagur ráðstefnunnar var helgaður vettvangsferðum og klasaheimsóknum. Eimur tók þátt í ferðinni  "Finndu orkuna" , sem hófst með kynningu á skrifstofu Bláa Lónsins í Urriðaholti. Þá var förinni heitið í Ljósafossstöð, sem staðsett er á Sogssvæðinu við Úlfljótsvatn. Dóra Björk Þrándardóttir, nýsköpunarstjóri Landsvirkjunar og Matthildur María Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri á Sogssvæði tóku vel á móti gestum með áhugaverðu innleggi um stöðina og sögu hennar. Ferðin endaði svo í Hellisheiðavirkjun þar sem gestirnir fengu innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi.

Á ráðstefnunni fengu samstarfsverkefnin tækifæri að kynna verkefni sín og segja frá þeim árangri sem hafa náðst á síðustu árum.  Samstarfsverkefnin beina kröftum sínum að verkefnum sem snúa að loftslagsmálum, hringrásarhagkerfinu, verðmætasköpun, virkjun og betri nýtingu auðlinda og hvetja til hraðari umskiptum yfir í græna orku. Kolfinna María Níelsdóttir, verkefnastjóri hjá Eim undirstrikaði í erindi sínu mikilvægi samvinnu og klasasamstarfs til að ná árangri í í þessum málaflokkum í víðum skilning t.a.m út frá verkefnunum RECET, Grænum Iðngörðum á Bakka og Norðanátt. 

Ráðstefnan var bæði fróðleg og skemmtileg og veitti innsýn í starfsemi hjá stórum og smáum klösum sem standa að fjölbreyttum verkefnum um allan heim. Rauði þráðurinn er að virkja samstarf og samvinnu til að koma góðum hugmyndum í verk, hjálpa grasrótinni að blómstra og nýta hugvit og verkþekkingu sem þar er til staðar. Samvinna, traust og tengsl eru mikilvæg til að tryggja framgang verkefna.

 


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð