20. nóvember 2023

Sex nýsköpunarverkefni klára Startup Storm

Sex nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Startup Storm sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að.

Startup Stormur er sjö vikna viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni og græn verkefni, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.


Nýsköpunarteymi í Startup Storm 2023:

Ísponica - Amber Monroe : Ræktun grænmetis og kryddjurta með aquaponics (afrennsli fiskeldis) lóðréttri búskap. Markmiðið er að rækta mat innandyra, allt árið um kring með áherslu á sjálfbæra framleiðslu.

Kaffibrennsla Skagafjarðar - Vala Stefánsdóttir : Kaffibrennsla Skagafjarðar, nýbrennt og ferskara kaffi

Rækta microfarm - Serena Simona Pedrana og Giacomo Montanelli: Minnkum kolefnisspor og drögum úr innflutningi og matarsóun. Rækta Microfarm er umhverfisvæn framleiðsla á grænsprettum, sælkerasveppum og hampblómum.

Sigló Sea - Laken - Louise Hives : Sjálfbær ræktun/uppskera á þangi og kræklingum og samfélagsleg þróun ferðaþjónustu. e. Sustainable sea seaweed farming/harvesting and mussel farming and community based tourism development.

Vallhumall - Elínborg Ásgeirsdóttir : Gamalkunn íslensk lækningajurt fær nýtt hlutverk sem bragðefni í matvælaframleiðslu.

3D Lausnir - Jón Þór Sigurðsson og Arnar Hansen : Hringrásasteypa og þrívíddarprentun.

Þetta er í þriðja sinn sem Norðanátt stendur fyrir viðskiptahraðli fyrir frumkvöðla sem vinna að grænum verkefnum á Norðurlandi. Startup Stormur hófst 4. október og hafa þátttakendur síðastliðnar sjö vikur fengið fræðslu, setið vinnustofur og myndað tengingar við reynslumikla aðila úr atvinnulífinu á svokölluðum mentorafundum.

Lokaviðburður var haldinn með pompi og prakt fimmtudaginn 16. nóvember síðastliðinn á Flugsafni Íslands. Nýsköpunarteymin stigu á stokk og kynntu verkefni sín fyrir fullum sal boðsgesta en um 80 manns sóttu viðburðinn og hlýddu á þeirra kraftmiklu kynningar.


Á lokaviðburðinum var einnig fjölbreytt dagskrá. Vilhjálmur Bergmann Bragason, leikari og vandræðaskáld var kynnir kvöldsins og Albertína Fr. , Ottó Elíasson og Katrín Guðjónsdóttir tóku umræðuna um  nýsköpun á Norðurlandi í pallborði. Sigurjón og Ragnheiður frá englafjárfestingafélaginu Nordic Ignite fræddu gesti um englafjárfestingar og frá KLAK komu Magnús og Jenna og kynntu Gulleggið, stærstu nýsköpunarkeppni landsins. 

Dómnefnd og gestir í sal fengu að kjósa um besta verkefnið og bar verkefnið 3D- lausnir þar sigur úr býtum. Jón Þór Sigurðsson og Arnar Hansen aðstandendur verkefnisins tóku á móti 500.000 kr.- sem mun vonandi nýtast vel í áframhaldandi þróun. 

Norðanátt óskar öllum teymunum sem tóku þátt innilega til hamingju og áframhaldandi góðs gengis. 

Fleiri myndir frá viðburðinum má finna á Facebook síðu Norðanáttar.

Norðanátt byggir á hringrás nýsköpunar þar sem frumkvöðlar fá tækifæri til að þróa hugmyndir sínar, vaxa og ná lengra. Hringrásin samanstendur af hugmyndasamkeppninni Norðansprotanum, viðskiptahraðlinum Startup Stormi Vaxtarrými og fjárfestahátíð sem haldin er á Siglufirði á vorin. Að Norðanátt standa Eimur, landshlutasamtökin SSNE og SSNV. Bakhjarl Norðanáttar er umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytið.


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð