9. nóvember 2023
Fyrsti verkefnafundur RECET í Slóveníu

Fyrsti verkefnisfundur í LIFE-verkefninu RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition), var haldinn í Postojna í Slóveníu, 7. og 8. nóvember. Fyrri daginn lögðu þátttakendur saman línurnar fyrir verkefnið og þann seinni leiddu starfmenn Energiakademiet á Samsö í Danmörku hópinn saman í þjálfun um leiðir til að virkja fólk til þátttöku í vinnu um orku- og loftslagsmarkmið og við smíði loftslagsáætlana á svæðum þátttakenda.
Hópurinn samanstendur af níu þátttakendum frá fimm Evrópulöndum. Frá Íslandi eru það Íslensk NýOrka
og Eimur ásamt Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - SSNE
og Vestfjarðastofa
, frá Danmörku Samsø Energiakademi, frá Slóveníu byggðaþróunarskrifstofan Zavod Iskriva,
og sveitarfélgið Občina Postojna
, frá Spáni eyjaráðið Consell Insular de Menorca
, og frá Svíþjóð Energikontor Syd.
Takk fyrir frábæra daga, við snúum aftur full innblásturs!
Deila frétt

RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu.