9. nóvember 2023
Fyrsti verkefnafundur RECET í Slóveníu

Fyrsti verkefnisfundur í LIFE-verkefninu RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition), var haldinn í Postojna í Slóveníu, 7. og 8. nóvember. Fyrri daginn lögðu þátttakendur saman línurnar fyrir verkefnið og þann seinni leiddu starfmenn Energiakademiet á Samsö í Danmörku hópinn saman í þjálfun um leiðir til að virkja fólk til þátttöku í vinnu um orku- og loftslagsmarkmið og við smíði loftslagsáætlana á svæðum þátttakenda.
Hópurinn samanstendur af níu þátttakendum frá fimm Evrópulöndum. Frá Íslandi eru það Íslensk NýOrka
og Eimur ásamt Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - SSNE
og Vestfjarðastofa
, frá Danmörku Samsø Energiakademi, frá Slóveníu byggðaþróunarskrifstofan Zavod Iskriva,
og sveitarfélgið Občina Postojna
, frá Spáni eyjaráðið Consell Insular de Menorca
, og frá Svíþjóð Energikontor Syd.
Takk fyrir frábæra daga, við snúum aftur full innblásturs!
Deila frétt

Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.