Fara í efni

Fyrsti verkefnafundur RECET í Slóveníu

Fyrsti verkefnafundur RECET í Slóveníu

Fyrsti verkefnisfundur í LIFE-verkefninu RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition), var haldinn í Postojna í Slóveníu, 7. og 8. nóvember. Fyrri daginn lögðu þátttakendur saman línurnar fyrir verkefnið og þann seinni leiddu starfmenn Energiakademiet á Samsö í Danmörku hópinn saman í þjálfun um leiðir til að virkja fólk til þátttöku í vinnu um orku- og loftslagsmarkmið og við smíði loftslagsáætlana á svæðum þátttakenda.
 
Hópurinn samanstendur af níu þátttakendum frá fimm Evrópulöndum. Frá Íslandi eru það Íslensk NýOrka og Eimur ásamt Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - SSNE og Vestfjarðastofa, frá Danmörku Samsø Energiakademi, frá Slóveníu byggðaþróunarskrifstofan Zavod Iskriva, og sveitarfélgið Občina Postojna, frá Spáni eyjaráðið Consell Insular de Menorca, og frá Svíþjóð Energikontor Syd.
 
Takk fyrir frábæra daga, við snúum aftur full innblásturs!