5. október 2023

Eimur heimsækir Menntaskólann á Akureyri

Eimur heimsótti Menntaskólann á Akureyri í síðustu viku til að ræða við nemendur í menningarlæsi. Heimsóknin var hluti af innlögn á verkefni sem krakkarnir og kennarar þeirra eru að fara af stað með í áfanganum. Í verkefninu reyna nemendur að virkja sköpunarkraftinn og setja sig í spor frumkvöðla sem koma með hugmynd að vöru, upplifun eða starfsemi og þróa áfram í átt að fullunninni afurð.

Hátt í hundrað nemendur tóku vel á móti teyminu og voru þeir áhugasamir um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi og hvernig við nýtum auðlindir á svæðinu. Þá tóku nemendur virkan þátt í fræðslunni Mentimeter og í umræðum sem skapaðist.

Teymið fékk mjög áhugaverðar spurningar frá nemendum eins og;

Hversu há prósenta af frumkvöðlum koma hugmyndum sínum alla leið?
Er lágmarksaldur ef maður vill taka þátt í frumkvöðla starfi og hugmyndakeppnum?
Þarf maður mikinn pening til að byrja með hugmynd?
Hvað er skrýtnasta frumkvöðla verkefni sem þið hafið heyrt um?
Haldið þið að kirkjugarðar verði vandamál í framtíðinni vegna fjölgun fólks?
Er vitað afhverju það er ekki notað þetta auka hitaða vatn sem þið voruð að tala um?

Þetta er í fimmta sinn sem Menntaskólinn býður Eim í heimsókn í Kvosina og við vonum að teymið hafi sáð fræjum sem nýtast munu við nýsköpun nemenda í verkefnum þeirra framundan.


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi