3. október 2023

Sjö nýsköpunarteymi valin í Startup Storm

Sjö nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Startup Storm sem hefst 4. október.

Þetta er í þriðja sinn sem Norðanátt heldur viðskiptahraðal fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Norðurlandi.

Startup Stormur er sjö vikna viðskiptahraðall fyrir græn verkefni á Norðurlandi. Dagskráin er hönnuð með þarfir þátttakenda í huga en á þessu sjö vikna tímabili munu teymin hitta reynslumikla leiðbeinendur og stjórnendur fyrirtækja frá öllu landinu, sitja vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli. 

Hraðallinn er frjór vettvangur til að þróa hugmyndir sínar og vörur, læra um rekstur fyrirtækja, markaðssetningu, undirbúa fjármögnun og margt fleira. Markmiðið er að hjálpa teymunum að vaxa hratt á þessum sjö vikum og á þeirra forsendum.

Í ár eru þrjú fyrirtæki frá Norðurlandi eystra sem taka þátt og fjögur frá Norðurlandi vestra.

Þátttakendur í Startup Stormur 2023: 

3 D Lausnir  - Hringrása steypa og þrívíddarprentun.

Vallhumall 
- Gamalkunn íslensk lækningajurt, sem hér fær plantan nýtt hlutverk sem bragðefni í matvælaframleiðslu.

Rækta microfarm  - Minnkum kolefnisspor og drögum úr innflutningi og matarsóun - Rækta Microfarm er umhverfisvæn framleiðsla á grænsprettum, sælkerasveppum og hampblómum.

Ró heilsa  - Hampurinn heillaði okkur og hvað hann getur gert, við fórum því af stað með Ró CBD.

Ísponica  - Ræktun grænmetis og kryddjurta með aquaponics (afrennsli fiskeldis) lóðréttri búskap. Markmiðið er að rækta mat innandyra, allt árið um kring með áherslu á sjálfbæra framleiðslu.

Sigló Sea  - Sustainable sea seaweed farming/harvesting and mussel farming and community based tourism development.

Kvörn  - Kvörn Kaffibrennsla í Skagafirði, nýbrennt og ferskara kaffi

Startup Stormur hefst 4. október og lýkur 16. nóvember með lokaviðburð á Akureyri.

 


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.