17. febrúar 2023

Fjórtán verkefni taka þátt á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Fjórtán verkefni hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 29. mars næstkomandi.

Þetta er í annað sinn sem Norðanátt stendur að hátíðinni en í ár var öllum landshlutum boðið að taka þátt og sóttu þrjátíu verkefni af öllu landinu um á Fjárfestahátíðina.
Fjárfestahátíð 2022 (2).jpg

Kjarnastarfsemi Norðanáttar snýr að svokölluðum FEW-nexus eða matur- orka- vatn og þau verkefni sem taka þátt snerta öll á þessum áherslum með einum eða öðrum hætti. Umsóknir voru metnar út frá því hversu vel verkefnin falla að áherslum hátíðarinnar og fjárfestatækifæri verkefnisins.

 

Verkefnin sem munu taka þátt á Fjárfestahátíð Norðanáttar 2023 eru:

Bambahús - Úr drasli í nasl (VF)
Biopol - Ocean Gold (N)
EONE ehf . - e1 sameinar allar hleðslustöðvar í eitt app fyrir rafbílinn þinn! (Allt landið)
Frostþurrkun ehf . - Miðlægt frostþurrkunarver á Íslandi sem þjónustar fyrirtæki og framleiðir frostþurrkaðar afurðir úr íslenskum hráefnum (S)
Gefn - Nýsköpun í grænni efnafræði (H)
GeoSilica Iceland - GeoSilica framleiðir hágæða steinefni úr íslensku jarðhitavatni með byltingarkenndri framleiðsluaðferð (R)
GreenBytes - Reducing food waste and increasing profit in restaurants. (H)
Gull úr Grasi - Tryggjum fóður og fæðuöryggi (N)
IceWind - Vindtúrbínur fyrir öfgafullt veðurfar á norðurslóðum (H)
Kaja Organic - Jurtamjólkur verksmiðja (V)
Melta - Melta er ný closed-loop hringrásarþjónusta fyrir lífrænan heimilisúrgang* sveitarfélaga á landsbyggðunum og framleiðsla á Meltu: gerjuðum lífrænum áburði (S)
Skógarplöntur ehf . - Framleiðsla á skógarplöntum á nýjan hátt (N)
Vínland Vínekran -  Vínrækt, víngerð, veitingarstaður og vínmeðferða Spa (S)
YGG - Yggdrasill Carbon þróar hágæða íslenskar vottaðar kolefniseiningar úr landnýtingarverkefnum (A)

(N) Norðurland / (S) Suðurland / (H) Höfuðborgarsvæði / (VF) Vestfirðir / (V) Vesturland / (R) Reykjanes / (A) Austurland 

Í valnefnd  sátu Sigurður Markússon, forstöðumaður nýsköpunardeildar á Viðskiptaþróunar- og nýsköpunarsviði Landsvirkjunar, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, meðstofnandi og eigandi Iceland Innovation Week, Hreinn Þór Hauksson, framkvæmdastjóri viðskipta- og vöruþróunar hjá Íslenskum Verðbréfum, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóra nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brimi og Kolfinna Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups.

Að verkefninu Norðanátt standa EIMUR , SSNE , SSNV , RATA og Hraðið með stuðningi frá Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytinu.
nordanattarteymi - Fjárfestahátíð 2022.jpg

Styrktaraðili Fjárfestahátíðarinnar 2023 er KPMG.


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð