28. nóvember 2023

Opið fyrir umsóknir á Fjárfestahátíð Norðanáttar 2024

Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.

Fjárfestahátíð Norðanáttar er vettvangur fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki til að kynna verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta. 

Á þitt fyrirtæki heima á Fjárfestahátíð Norðanáttar?

Þeir sem geta sótt um:

  • Sprotafyrirtæki: Verkefni á fyrsta stigi fjármögnunar sem leita eftir fjármögnun á bilinu 20 m.kr. til 100 m.kr.

  • Vaxtarfyrirtæki: Verkefni sem hafa fengið fjármögnun, eða vaxið af eigin tekjum, en þurfa aukið fjármagn til að stækka enn frekar og leita eftir fjármögnun upp á 100 m.kr. eða meira.   

Öllum er frjálst að senda inn umsókn sem telja verkefni sín falla undir orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir. Með umsókn skal fylgja glærukynning (e. pitch deck) samkvæmt eftirfarandi uppskrift:

  • Forsíða (logó og oneliner)

  • Vandamálið sem þið eruð að leysa

  • Lausn (hvernig þið leysið vandamálið)

  • Varan eða þjónustan (hvernig virkar hún)

  • Sérstaða lausnarinnar umfram aðrar lausnir á markaði

  • Markaðurinn (stærð og staða markaðar sem þið stefnið inn á)

  • Grip á markaðnum (árangur hingað til sem sýnir "proof of concept")

  • Tímalína (vörður hingað til og áfangar framundan)

  • Tekjumódel 

  • Fjármögnun 

  • Teymið og tengiliðaupplýsingar

Allar umsóknir sem berast fara fyrir sérstaka valnefnd. Verkefnin sem valin verða af valnefnd fá að kynna verkefni sín á Fjárfestahátíðinni á Siglufirði fyrir fullum sal af fjárfestum, ásamt því að fá að taka þátt í sjálfri hátíðinni. Teymin sem verða valin munu einnig fá þjálfun og leiðsögn hjá sérfræðingum sem tryggja góðan undirbúning fyrir stóra daginn á Siglufirði. Þjálfun og þátttaka á hátíðinni er frumkvöðlum að kostnaðarlausu, en gerð er krafa um að teymin komi sér sjálf til Siglufjarðar.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við verkefnastjóra Norðanáttar á netfangið kolfinna@eimur.is

Sótt er um á nordanatt.is á vefsvæði fjárfestahátíðarinnar

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2024.


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.