28. nóvember 2023

Opið fyrir umsóknir á Fjárfestahátíð Norðanáttar 2024

Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.

Fjárfestahátíð Norðanáttar er vettvangur fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki til að kynna verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta. 

Á þitt fyrirtæki heima á Fjárfestahátíð Norðanáttar?

Þeir sem geta sótt um:

  • Sprotafyrirtæki: Verkefni á fyrsta stigi fjármögnunar sem leita eftir fjármögnun á bilinu 20 m.kr. til 100 m.kr.

  • Vaxtarfyrirtæki: Verkefni sem hafa fengið fjármögnun, eða vaxið af eigin tekjum, en þurfa aukið fjármagn til að stækka enn frekar og leita eftir fjármögnun upp á 100 m.kr. eða meira.   

Öllum er frjálst að senda inn umsókn sem telja verkefni sín falla undir orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir. Með umsókn skal fylgja glærukynning (e. pitch deck) samkvæmt eftirfarandi uppskrift:

  • Forsíða (logó og oneliner)

  • Vandamálið sem þið eruð að leysa

  • Lausn (hvernig þið leysið vandamálið)

  • Varan eða þjónustan (hvernig virkar hún)

  • Sérstaða lausnarinnar umfram aðrar lausnir á markaði

  • Markaðurinn (stærð og staða markaðar sem þið stefnið inn á)

  • Grip á markaðnum (árangur hingað til sem sýnir "proof of concept")

  • Tímalína (vörður hingað til og áfangar framundan)

  • Tekjumódel 

  • Fjármögnun 

  • Teymið og tengiliðaupplýsingar

Allar umsóknir sem berast fara fyrir sérstaka valnefnd. Verkefnin sem valin verða af valnefnd fá að kynna verkefni sín á Fjárfestahátíðinni á Siglufirði fyrir fullum sal af fjárfestum, ásamt því að fá að taka þátt í sjálfri hátíðinni. Teymin sem verða valin munu einnig fá þjálfun og leiðsögn hjá sérfræðingum sem tryggja góðan undirbúning fyrir stóra daginn á Siglufirði. Þjálfun og þátttaka á hátíðinni er frumkvöðlum að kostnaðarlausu, en gerð er krafa um að teymin komi sér sjálf til Siglufjarðar.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við verkefnastjóra Norðanáttar á netfangið kolfinna@eimur.is

Sótt er um á nordanatt.is á vefsvæði fjárfestahátíðarinnar

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2024.


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi