21. maí 2024

Rafmögnuð stemming á Iceland Innovation Week

Nýsköpunarvikan eða Iceland Innovation Week var haldin hátíðlega í Reykjavík um miðjan maí, þar sem frumkvöðlastarfsemi á Íslandi var fagnað.

Viðburðurinn er mikilvægur vettvangur þar sem stofnunum, fyrirtækjum og frumkvöðlum gefst kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum fyrir innlenda, jafnt sem erlenda aðila sem vilja kynnast starfsemi og nýsköpun á Íslandi, tengjast sprotum, fjárfestum og frumkvöðlum og mynda ný sóknarfæri og sambönd.

Eimur hefur frá upphafi tekið virkan þátt á hátíðinni með einum eða öðrum hætti og í ár var engin breyting þar á. 

Sjálfbærir neistar – Nýsköpun í orkulandslagi á Íslandi

Samstarfsverkefnin (Eimur, Blámi , Orkídea og Eygló) stóðu fyrir sameiginlegum viðburði í samstarfi við Landsvirkjun og Umhverfis- orku-, og loftslagsráðuneytið, miðvikudaginn 15. maí sl. við frábærar undirtektir.

Hópur fólks sem stendur við hlið hvors annars fyrir framan skilti.
Mynd: Sigurður Bogason, Kolfinna María Níelsdóttir, Ottó Elíasson og Skúli Gunnar Árnason, starfsfólk hjá Eimi.

Á viðburðinum, sem bar yfirskriftina "Sustainable Sparks: Igniting Innovation in Iceland's Energy Landscape, var athygli vakin á samstarfsverkefnunum og þeim áföngum sem þau hafa þegar náð og voru spennandi sóknarfæri og frjóar hugmyndir um orku- og loftslagstengda nýsköpun dregnar fram í samtali við gesti viðburðarins.

Þá var Landsvirkjun einnig með til sýnis módel sem gaf innsýn í raforkuframleiðslu í vatnsaflsvirkjunum. Búið var að gera glugga á módelið til þess að hægt væri að sjá hvernig vatnið lendir á og snýr túrbínuhjóli sem snýr rafali og framleiðir rafmagn til þess að kveikja á tveimur ljósaperum.

Maður í jakkafötum bendir á vél í herbergi.
Mynd: Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfisráðherra kveikir á sýnis módelinu

Þrír í jakkafötum sitja fyrir á mynd fyrir framan mannfjöldann.
Á mynd: Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfisráðherra og Haraldur Hallgrímsson,
forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.

Tvær konur sitja fyrir á mynd fyrir framan blátt skilti sem á stendur „k“.
Á mynd: Eva Eiríksdóttir frá samskiptasviði Landsvirkjunar og Dóra Júlía Þrándardóttir, nýsköpunarstjóri Landsvirkjunar

Karl og kona sitja fyrir á mynd fyrir framan skilti sem á stendur value4farm. Karl og kona sitja fyrir á mynd fyrir framan skjávarpa. Kona stendur fyrir framan skilti sem á stendur eygló
Á myndum: Starfsmenn samstarfsverkefnanna hjá Orkídeu, Bláma og Eygló

Sjá fleiri myndir frá viðburðinum á Facebook síðu Eims

Blá nýsköpun í Sjávarklasanum
Á fjórða tug frum­kvöðlafyr­ir­tækja í bláa hag­kerf­inu kynntu ný­sköp­un sína á opnu húsi Íslenska Sjávarklasans í tilefni af Nýsköpunarvikunni. Eimur tók þar þátt í þriðja sinn með kynningarbás. Viðburðurinn var fjölsóttur og frábær vettvangur fyrir Eim til að kynna starfsemina og verkefnin fyrir gestum og gangandi.

Kona stendur fyrir framan skilti sem á stendur eimur.
Kolfinna María, verkefnastjóri hjá Eimi stóð vaktina í Sjávarklasanum
 Tvær konur standa við hlið hvor annarrar fyrir framan borð.
Fyrirtækið  Nanna Lín frá Norðurlandi var með kynningarbás í Sjávarklasanum, en verkefnið hefur t.a.m. tekið þátt í hröðlum á vegum Norðanátt og tók síðast þátt á Fjárfestahátíð Norðanáttar í mars sl.

Karl og kona tala saman fyrir framan skilti sem á stendur orkidea
Helga Gunnlaugsdóttir hjá Orkídeu var einnig með kynningarbás í Sjávarklasanum.

Brasað á Bransadögum

Samhliða Nýsköpunarvikunni var fræðsluviðburðurinn  Bransadagar Iðunnar á dagskrá í Vatnagörðum í Reykjavík, en þeir eru helgaðir nýsköpun í iðnaði. Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi fór þar með erindi um snjallar lausnir til orkuskipta en í ár deildu hátt í þrjátíu sérfræðingar þekkingu sinni og reynslu, ýmist með kynningarbásum eða fyrirlestrum.

Maður er að halda kynningu fyrir framan stóran skjá.

Maður stendur fyrir framan skilti í herbergi.
Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi á Bransadögum 2024


Deila frétt

20. janúar 2026
Í fréttabréfinu er farið yfir þann árangur sem náðst hefur innan verkefnisins á síðustu misserum og varpað ljósi á fjölbreytt og metnaðarfull verkefni samstarfsaðila víðs vegar um Evrópu. Helstu atriði frá íslensku samstarfsaðilunum: Á Íslandi hafa Eimur, SSNE og Vestfjarðastofa unnið með sveitarfélögum á sínum svæðum að gerð svæðisbundinna áætlana fyrir orkuskipti og loftslagsmál. Á Norðurlandi eystra liggur nú fyrir sam eiginleg loftslagsáætlun allra sveitarfélaga SSNE. Í þeirri vinnu var meðal annars nýttur aðgerðabanki RECET, sem er afrakstur vinnustofa sem Eimur og SSNE héldu haustið 2024. Á Vestfjörðum var farin sú leið að flétta orkuskipta- og loftslagsmál inn í svæðisskipulagsgerð, sem nú er í samráðsferli. Vestfjarðastofa hefur haft forgöngu um innleiðingu græns bókhaldskerfis fyrir sveitarfélög á svæðinu, sem auðveldar eftirfylgni og mat á árangri aðgerða í rauntíma. Á tímabilinu voru haldnir nokkrir viðburðir, þar á meðal: Alþjóðleg ráðstefna í Hofi í maí 2025, skipulögð af Eimi í samstarfi við Íslenska Nýorku, Nordic Energy Research og Umhverfis- og orkustofnun, undir yfirskriftinni Akureyri Energy Seminar. Vefþing um orkuskipti smábáta í apríl 2025, haldið af Eimi og Vestfjarðastofu. Eimur birti einnig olíumælaborð á tímabilinu sem er byggt á greiningu Eims og Eflu á olíusölu eftir landsvæðum á árunum 2010-2020. Á næstu vikum verður aðgerðabanki RECET gerður opinber. 🔗 Hægt er að lesa fréttabréfið á netinu eða sækja PDF-útgáfu hér: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter-2 Um RECET RECET er samstarfsverkefni fimm landa og fjölda sveitarfélaga víðs vegar um Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga og atvinnulífs til að takast á við orkuskipti og móta markvissar orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE-styrktaráætlun Evrópusambandsins, sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál.
16. janúar 2026
Eftirfarandi verkefni stóðu uppúr: Grænir iðngarðar á Bakka Eimur leiddi samningaviðræður f.h. Akureyrarbæjar við gagnaver AtNorth um nýtingu glatvarma frá gagnaverinu við Hlíðarvelli á Akureyri. Afar fjölsótt ráðstefna um framtíðina á Bakka haldin 20. nóvember s.l. með ráðamönnum, fulltrúum þings og sveitarstjórna, atvinnulífsins og áhugasamra fyrirtækja um uppbyggingu á Bakka og almennings á Húsavík. Útkoma skýrslu verkefnastjóra Græns iðngarðs um þróun svæðisins á Bakka, áskoranir og niðurstöður. Sniglarækt og kortlagning hjárennslis í hitaveitum Frábær kynning um sniglarækt og framreiðsla á Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavíka, í september 2025. Afar vel sótt námskeiðaröð um sniglarækt með Peter Monaghan , sem við stóðum fyrir á Norðurlandi vestra og eystra haustið 2025. Samstarf við Mirru Payson SIT nema, Norðurorku, Skagafjarðarveitur um kortlagningu á hjárennsli hitaveitna á Norðurlandi RECET Vefþing í apríl sl. um orkuskipti smábáta í sjávarútvegi haldið með Vestfjarðastofu Alþjóðleg ráðstefna haldin í Hofi í byrjun maí um áskoranir orkuskipta í dreifðum byggðum haldin með Nordic Energy Research, Umhverfis- og orkustofnun og Íslenskri Nýorku Samstarf við SIT nema Inbal Armony, sem kom saman mælaborði um olíusölu eftir landshlutum birt, byggða á greiningu Eims og Eflu á olíusölu eftir landsvæðum á árunum 2010-2020 Þróaður aðgerðabanki í orkuskiptum og loftslagsmálum fyrir sveitarfélög byggðan á reynslu Eims, SSNE og Vestfjarðastofu af vinnustofum um orkuskipti og loftslagsmál. Stofnun orkusamfélags Kelduhverfis. ICEWATER Samningur við Iðnver um leigu á færanlegu hreinsivirki fyrir fráveituvatn Unnið hörðum höndum að hönnun færanlegs hreinsivirkis fyrir fráveituvatn Samkomulag við Kjarnafæði/Norðlenska um uppsetningu á færanlegu hreinsivirki fyrir fráveituvatn við sláturhús þeirra á Húsavík. Metanver á stórum og smáum skala Unnum rekstrar- og fjármögnunarlíkan fyrir metanver, með mögulega staðsetningu á Dysnesi við Eyjafjörð og kynntum fyrir helsta úrgang. Hófum virkt samtal við Akureyrarbæ sem einn helsta úrgangshafa svæðisins um mikilvægi þessarar uppsetningar. Fjölsótt ráðstefna haldin með kollegum okkar í Orkídeu á Hótel Selfossi í júní s.l. um lífgas og áburðarmál. Við höfum rætt við marga kúabændur um þau fjölbreyttu tækifæri til aukinnar rekstarhagkvæmni sem felast í kúamykju, bæði með því að lækka áburðar- og eldsneytiskostnað í gegnum metanvinnslu. Nýting hauggass í Stekkjarvík Unnum mat á leiðum til að nýtingar hauggass frá Stekkjarvík í samstarfi við Norðurá bs. sem rekur urðunarstaðinn í Stekkjarvík, þangað sem mest af okkar heimilissorpi fer til urðunar. Eimur þakkar sínum fjölmörgu samstarfsaðilum fyrir gjöfult ár og hlakkar til að takast á við 2026! - Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims
13. janúar 2026
Eimur hefur hlotið tvo styrki að upphæð 500 þúsund krónur hvorn, annars vegar frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og hins vegar frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, til áframhaldandi þróunar sniglaræktarverkefnisins , en næsti áfangi þess er námsferð til Írlands. Verkefnið miðar að því að þróa sniglarækt sem vistvæna og sjálfbæra hliðarbúgrein í íslenskum landbúnaði, með sérstakri áherslu á nýtingu glatvarma og lífrænna hliðarstrauma sem annars fara til spillis. Markmiðið er að byggja upp þekkingu, meta fýsileika ræktunar við íslenskar aðstæður og skapa ný tækifæri til verðmætasköpunar í dreifðum byggðum. Styrkirnir styðja við næsta áfanga verkefnisins sem felur meðal annars í sér staðnám á Írlandi, þar sem íslenskir bændur, ráðgjafar og verkefnisstjóri munu kynnast starfandi sniglabúum og hagnýtum aðferðum í sniglarækt. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og erlenda sérfræðinga og fellur vel að áherslum sóknaráætlana landshlutanna um nýsköpun, sjálfbærni og fjölbreyttara atvinnulíf. Jafnframt hlaut Ísponica styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til verkefnisins HringrásHús: Innovating Food Systems , þar sem sniglarækt er skoðuð sem hluti af hringrásarlausnum í matvælaframleiðslu. Í því verkefni er meðal annars unnið með Inis Escargot á Írlandi, sem einnig er samstarfsaðili Eims í sniglaræktarverkefninu og viðkomustaður námsferðarinnar. Verkefnin styðja þannig hvort annað með miðlun þekkingar og þróun sjálfbærra lausna fyrir jákvæða byggðaþróun. Eimur þakkar Uppbyggingarsjóðum Norðurlands vestra og eystra fyrir stuðninginn.