21. maí 2024

Rafmögnuð stemming á Iceland Innovation Week

Nýsköpunarvikan eða Iceland Innovation Week var haldin hátíðlega í Reykjavík um miðjan maí, þar sem frumkvöðlastarfsemi á Íslandi var fagnað.

Viðburðurinn er mikilvægur vettvangur þar sem stofnunum, fyrirtækjum og frumkvöðlum gefst kostur á að standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum fyrir innlenda, jafnt sem erlenda aðila sem vilja kynnast starfsemi og nýsköpun á Íslandi, tengjast sprotum, fjárfestum og frumkvöðlum og mynda ný sóknarfæri og sambönd.

Eimur hefur frá upphafi tekið virkan þátt á hátíðinni með einum eða öðrum hætti og í ár var engin breyting þar á. 

Sjálfbærir neistar – Nýsköpun í orkulandslagi á Íslandi

Samstarfsverkefnin (Eimur, Blámi , Orkídea og Eygló) stóðu fyrir sameiginlegum viðburði í samstarfi við Landsvirkjun og Umhverfis- orku-, og loftslagsráðuneytið, miðvikudaginn 15. maí sl. við frábærar undirtektir.

Hópur fólks sem stendur við hlið hvors annars fyrir framan skilti.
Mynd: Sigurður Bogason, Kolfinna María Níelsdóttir, Ottó Elíasson og Skúli Gunnar Árnason, starfsfólk hjá Eimi.

Á viðburðinum, sem bar yfirskriftina "Sustainable Sparks: Igniting Innovation in Iceland's Energy Landscape, var athygli vakin á samstarfsverkefnunum og þeim áföngum sem þau hafa þegar náð og voru spennandi sóknarfæri og frjóar hugmyndir um orku- og loftslagstengda nýsköpun dregnar fram í samtali við gesti viðburðarins.

Þá var Landsvirkjun einnig með til sýnis módel sem gaf innsýn í raforkuframleiðslu í vatnsaflsvirkjunum. Búið var að gera glugga á módelið til þess að hægt væri að sjá hvernig vatnið lendir á og snýr túrbínuhjóli sem snýr rafali og framleiðir rafmagn til þess að kveikja á tveimur ljósaperum.

Maður í jakkafötum bendir á vél í herbergi.
Mynd: Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfisráðherra kveikir á sýnis módelinu

Þrír í jakkafötum sitja fyrir á mynd fyrir framan mannfjöldann.
Á mynd: Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfisráðherra og Haraldur Hallgrímsson,
forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.

Tvær konur sitja fyrir á mynd fyrir framan blátt skilti sem á stendur „k“.
Á mynd: Eva Eiríksdóttir frá samskiptasviði Landsvirkjunar og Dóra Júlía Þrándardóttir, nýsköpunarstjóri Landsvirkjunar

Karl og kona sitja fyrir á mynd fyrir framan skilti sem á stendur value4farm. Karl og kona sitja fyrir á mynd fyrir framan skjávarpa. Kona stendur fyrir framan skilti sem á stendur eygló
Á myndum: Starfsmenn samstarfsverkefnanna hjá Orkídeu, Bláma og Eygló

Sjá fleiri myndir frá viðburðinum á Facebook síðu Eims

Blá nýsköpun í Sjávarklasanum
Á fjórða tug frum­kvöðlafyr­ir­tækja í bláa hag­kerf­inu kynntu ný­sköp­un sína á opnu húsi Íslenska Sjávarklasans í tilefni af Nýsköpunarvikunni. Eimur tók þar þátt í þriðja sinn með kynningarbás. Viðburðurinn var fjölsóttur og frábær vettvangur fyrir Eim til að kynna starfsemina og verkefnin fyrir gestum og gangandi.

Kona stendur fyrir framan skilti sem á stendur eimur.
Kolfinna María, verkefnastjóri hjá Eimi stóð vaktina í Sjávarklasanum
 Tvær konur standa við hlið hvor annarrar fyrir framan borð.
Fyrirtækið  Nanna Lín frá Norðurlandi var með kynningarbás í Sjávarklasanum, en verkefnið hefur t.a.m. tekið þátt í hröðlum á vegum Norðanátt og tók síðast þátt á Fjárfestahátíð Norðanáttar í mars sl.

Karl og kona tala saman fyrir framan skilti sem á stendur orkidea
Helga Gunnlaugsdóttir hjá Orkídeu var einnig með kynningarbás í Sjávarklasanum.

Brasað á Bransadögum

Samhliða Nýsköpunarvikunni var fræðsluviðburðurinn  Bransadagar Iðunnar á dagskrá í Vatnagörðum í Reykjavík, en þeir eru helgaðir nýsköpun í iðnaði. Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi fór þar með erindi um snjallar lausnir til orkuskipta en í ár deildu hátt í þrjátíu sérfræðingar þekkingu sinni og reynslu, ýmist með kynningarbásum eða fyrirlestrum.

Maður er að halda kynningu fyrir framan stóran skjá.

Maður stendur fyrir framan skilti í herbergi.
Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi á Bransadögum 2024


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi