29. maí 2024

Vinnudagar á Austurlandi

Í síðustu viku hélt Eimur austur á land til fundar með samstarfsverkefnunum BlámaOrkídeu og Eygló , ásamt Landsvirkjun og Umhverfis orku og loftslagsráðuneytinu.

Á tveimur dögum fórum við yfir kjarnastarfsemi hverjar og einnar einingar fyrir sig, skammtíma- og langtímamarkmið og kryfjuðum ýmis tækifæri í því samhengi. 



Eitt fullkomnasta álver í heimi og stærsta orkuverk landsins

Sem hluta af ferðinni, bauð Landsvirkjun hópnum í skoðunarferð um Fljótsdalsstöð, sem er stærsta aflstöð Landsvirkjunar og jafnframt stærsta orkuverk landsins.

 

Fljótsdalsstöð er 690 megavött að uppsettu afli og getur unnið 4.800 gígavattstundir af rafmagni á ári. Stöðvarhús Fljótsdalsstöðvar er staðsett neðanjarðar, inni í Valþjófsstaðafjalli og er aðkoma að því um sérstök 1000 metra löng aðkomugöng.

 

Við fengum einnig leiðsögn um Alcoa Fjarðarál, sem er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári. Álverið er stærsti vinnustaður landshlutans, en á svæðinu starfa í kringum 800 manns.

Ferðin gaf okkur einstakt tækifæri til að kynnast orkuframleiðslu og metnaðarfullum iðnaði á Austurlandi, sem jafnframt skapar um fjórðung útflutningstekna hér á landi.

Við þökkum kærlega fyrir góðar mótttökur og hlökkum til næstu heimsóknar.


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.