2. apríl 2024

Vinnustofa um heildstæð orkuskipti á Samsø - RECET

Sem hluta af RECET verkefninu, bauð Eimur og samstarfsaðilar í fræðsluferð um orkuskipti í mars síðastliðnum.

RECET verkefnið er samstarfsverkefni styrkt af Evrópusambandinu og er til næstu þriggja ára. Verkefnið snýst um að styðja sveitarfélögin á Norðurlandi eystra í því að smíða orkuskiptaáætlanir. Sem liður í því verkefni fór Eimur, Vestfjarðarstofa og Íslensk Nýorka til Samsø í Danmörku til að fræðast um heildstæð orkuskipti í litlum samfélögum.

Samsø er 3800 manna eyja rétt norðan við Stóra beltið í Danmörku. Eyjan hóf sína orkuskiptavegferð árið 1997 og árið 2007 varð eyjan sjálfbær í umhverfisvænni raforkuframleiðslu og húshitun. Verkefnið er sérstakt að því leytinu að það var unnið í samvinnu og sátt við íbúa eyjunnar og voru lausnirnar m.a. sérsniðnar að vindorku og þeim breytileika í framleiðslu sem fylgir vindorkunni.

Það var frábær þátttaka og frá Norðurlandi eystra komu fulltrúar frá Akureyrarbæ, Norðurþingi, Þingeyjarsveit, Langanesbyggð og Hafnarsamlagi Norðurlands. Frá Vestfjörðum komu fulltrúar frá Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð, Reykhólahreppi og Bolungarvíkurbæ.

Á Samsø fengu þátttakendur skoðunarferð um eyjuna undir leiðsögn Samsø Energy Academy þar sem snjallar lausnir í orkuskiptum voru kynntar, t.d. í vindorkuframleiðslu, húshitun með afgangs lífmassa, hleðslulausnir við hafnir og hvernig hringrásarhagkerfi var haft að leiðarljósi við úrlausn orkuskiptanna.

Í kjölfar skoðunarferðarinnar var haldin vinnustofa þar sem þátttakendur spreyttu sig á brennandi spurningum sem þau komu með úr heimabyggð undir leiðsögn frá Samsø Energy Academy.

Um þessar mundir eru orkuskiptin á allra vörum og ljóst að það er mikill áhugi á verkefnum sem stuðla að orkuskiptunum. Næstu þrjú árin mun RECET verkefnið mun styðja við þá vegferð.


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.