2. apríl 2024

Vinnustofa um heildstæð orkuskipti á Samsø - RECET

Sem hluta af RECET verkefninu, bauð Eimur og samstarfsaðilar í fræðsluferð um orkuskipti í mars síðastliðnum.

RECET verkefnið er samstarfsverkefni styrkt af Evrópusambandinu og er til næstu þriggja ára. Verkefnið snýst um að styðja sveitarfélögin á Norðurlandi eystra í því að smíða orkuskiptaáætlanir. Sem liður í því verkefni fór Eimur, Vestfjarðarstofa og Íslensk Nýorka til Samsø í Danmörku til að fræðast um heildstæð orkuskipti í litlum samfélögum.

Samsø er 3800 manna eyja rétt norðan við Stóra beltið í Danmörku. Eyjan hóf sína orkuskiptavegferð árið 1997 og árið 2007 varð eyjan sjálfbær í umhverfisvænni raforkuframleiðslu og húshitun. Verkefnið er sérstakt að því leytinu að það var unnið í samvinnu og sátt við íbúa eyjunnar og voru lausnirnar m.a. sérsniðnar að vindorku og þeim breytileika í framleiðslu sem fylgir vindorkunni.

Það var frábær þátttaka og frá Norðurlandi eystra komu fulltrúar frá Akureyrarbæ, Norðurþingi, Þingeyjarsveit, Langanesbyggð og Hafnarsamlagi Norðurlands. Frá Vestfjörðum komu fulltrúar frá Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð, Reykhólahreppi og Bolungarvíkurbæ.

Á Samsø fengu þátttakendur skoðunarferð um eyjuna undir leiðsögn Samsø Energy Academy þar sem snjallar lausnir í orkuskiptum voru kynntar, t.d. í vindorkuframleiðslu, húshitun með afgangs lífmassa, hleðslulausnir við hafnir og hvernig hringrásarhagkerfi var haft að leiðarljósi við úrlausn orkuskiptanna.

Í kjölfar skoðunarferðarinnar var haldin vinnustofa þar sem þátttakendur spreyttu sig á brennandi spurningum sem þau komu með úr heimabyggð undir leiðsögn frá Samsø Energy Academy.

Um þessar mundir eru orkuskiptin á allra vörum og ljóst að það er mikill áhugi á verkefnum sem stuðla að orkuskiptunum. Næstu þrjú árin mun RECET verkefnið mun styðja við þá vegferð.


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi