3. janúar 2024

Sérfræðingar Eims, Orkídeu og Ölfus Cluster hittast á Húsavík

Sérfræðingar Eims, Orkídeu og Ölfus Cluster hittust á Húsavík í byrjun desember til að leggja mat á áform um grænan iðngarð á Bakka og var verkfærum beitt sem hafa verið þróuð af  Iðnþróunarstofnun Sameinuðu Þjóðanna  (UNIDO) til að aðstoða við ákvarðanatöku við þróun grænna iðngarða. Verkfærin eru víðtæk og ljóst að notkun þeirra varpar upp fjölmörgum spurningum um gæði og fylgni þeirra ferla sem fylgt er við stefnumótun og ákvarðanatöku um þróun grænna iðngarða. Verkfærin eru allmörg og þau er aðgengileg og gjaldfrjáls á vef stofnunarinnar og fylgja með leiðbeiningar og sýnidæmi um notkun þeirra.  Verkfærin eiga rætur að rekja til  Global Eco-Industrial Parks  (GEIPP) átaks UNIDO sem ætlað er að sýna fram á hagkvæmni og ávinning af grænum iðngörðum með því að auka sjálfbærni, hringrás og úrvinnslu efnistrauma innan iðngarðsins og sýna fram á efnahagslegan, umhverfislegan og félagslegan ávinning  af vistvænni framleiðsluferlum. Á Íslandi eru víða uppi áform um græna iðngarða og það er mikilvægt að þróun þeirra taki mið af alþjóðlegum væntingum um starfsemi þeirra. Vinnustofan á Húsavík var afar gagnleg og verður endurtekin á Suðurlandi og eftir atvikum og áhuga víðar enda nokkrir iðngarðar í kortunum á Íslandi.


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.