5. febrúar 2024

Orkuskipti á Norðurlandi - Hvað næst?


Eimur, SSNE og Íslensk Nýorka halda málstofu í Hofi og í streymi miðvikudaginn 21. febrúar nk . Fjallað verður um stöðu mála í orkuskiptum á Norðurlandi, olíunotkun svæðisins verður kynnt ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir. Fulltrúar frá Orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti munu flytja erindi.  

>> Lokað hefur verið fyrir skráningu i Hofi, en hér er hlekkur á streymi:    Orkuskipti á Norðurlandi – Hvað er næst? - YouTube  << 

Dagskrá:

11:00-11:15      SSNE – Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Ávarp/Opnun málstofu 

11:20-11:40      Umhverfisstofnun – Birgir U. Ásgeirsson
Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi

11:45-12:05      Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið – Magnús Örn Agnesar Sigurðsson
Uppfærsla aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum

12:10-12:30      Orkustofnun – Sigurður Friðleifsson
Staða og áskoranir í Orkuskiptum – Ísland og Norðurland Eystra

 12:30-13:10      Hádegismatur í Hofi í boði Eims

13:10-13:30      Eimur – Skúli Gunnar Árnason
Olíunotkun á Norðurlandi Eystra: Í hvað fer olían?

13:35-13:55      Íslensk Nýorka – Anna Margrét Kornelíusardóttir
Orkuskipti í þungaflutningum

14:00-14:20      Blámi – Þorsteinn Másson
Orkuskipti við hafnir

14:25-14:30      Eimur – Ottó Elíasson
Samantekt og málstofu lokið


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi