30. september 2024

Nýsköpun í líforku og nýting lífrænna auðlinda - Ársfundur Orkustofnunar

Ársfundur Orkustofnunar fór fram í Hofi á Akureyri, fimmtudaginn 26. september sl. Fundurinn var vel sóttur og var boðið upp á fjölbreyttar kynningar og umræður um orkumál, framtíðarsýn og áskoranir. Á fundinum voru einnig sýnd myndbönd, meðal annars frá HS Orku, Landsvirkjun og fleiri fyrirtækjum, sem varpa ljósi á hvernig orkumál og nýsköpun hafa áhrif á atvinnulífið.


Á fundinum fór Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Eimi með erindi um nýsköpun í líforku og nýtingu lífrænna auðlinda og tók einnig þátt í áhugaverðum pallborðsumræðum um tækni, nýtni og nýsköpun í atvinnulífinu.


Á vef
Orkustofnunar má finna nánar um dagskrá fundarins og jafnframt fréttir frá einstökum erindum.


Hér má finna upptöku af fundinum (Erindi Karenar hefst á mín 2:26:50)


Við þökkum Orkustofnun fyrir góðan fund og gestum fyrir áheyrnina.


  • Slide title

    Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Eimi. Ljósmynd/ Axel Þórhallson

    Button
  • Slide title

    Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri

    Button
  • Slide title

    Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra

    Button
  • Slide title

    Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku

    Button
  • Slide title

    Sigurður Friðleifsson hjá Orkustofnun

    Button
  • Slide title

    Pallborðsumræður um tækni, nýtni og nýsköpun í atvinnulífinu

    Button
  • Slide title

    Fjölmennt var á ársfundi Orkustofnunar

    Button

Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.