11. nóvember 2024

Nýta glatvarma frá gagnaveri til matvælaframleiðslu

Markmið samstarfsins að efla íslenskan landbúnað

Hringvarmi, frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að þróun sjálfbærra lausna í matvælaframleiðslu með nýtingu glatvarma, hlaut styrk úr Matvælasjóði árið 2023 til að styðja við þróun á aðferðum sem gera kleift að nýta varma frá gagnaverum í framleiðsluferli.
Eimur tók þátt í umsóknarferlinu á sínum tíma og sinnti mikilvægu starfi við úttekt og hönnun verkefnisins.

Styrkumsókn Matvælasjóðsverkefnisins byggði á frumhönnun á framleiðslueiningum, sem miða að því að nýta glatvarmann frá gagnaverum sem annars fara til spillis og gert „kvöldverð úr gögnum eða „data to dinner“. Hringvarmi mun nýta gámaeiningar til að hámarka nýtingu glatvarma frá gagnaverum, en Eimur vann meðal annars að mati á umfangi varmaendurheimtar frá gagnaverinu hjá atNorth á Akureyri og varmaþörf framleiðslueininga Hringvarma. Þá tók Eimur þátt í frumhönnun á útfærslu búnaðarins sem mun nýta varma í einingum Hringvarma.


Hringvarmi er stofnað af Alexöndru Leeper og Justine Vanhalst, sem hafa unnið ötullega að þróun hugmyndarinnar og vinna nú að því að setja upp frumgerð búnaðar síns í ICE03 gagnaverinu hjá atNorth á Akureyri. Með verkefninu verður varmi frá gagnaverinu nýttur til að rækta grænspírur (e. microgreens) í samstarfi við fyrirtækið Rækta Microfarm á Akureyri.


„The team at Eimur have been a great source of support, connection and knowledge from the early days of developing our Hringvarmi concept and we especially look forward to continuing our collaboration as our latest partnership with atNorth in Akureyri begins!“ , segja Alexandra og Justine um samstarf Hringvarma og Eims.


Verkefnið er mikilvægur liður í að þróa umhverfisvænar lausnir fyrir matvælaiðnaðinn og sýnir hvernig hægt er að nýta græna tækni til að stuðla að sjálfbærni.


„Okkur er mikil ánægja að vera með í vistkerfi hátæknigagnavera atNorth. Markmið samstarfsins er að efla íslenskan landbúnað og draga úr þörf fyrir innfluttar vörur um leið og við leggjum lóð á vogarskál hringrásarhagkerfisins á Íslandi,“ er haft eftir Justine Vanhalst, meðstofnanda Hringvarma, í tilkynningu atNorth.


Við fögnum þessum áfanga og hlökkum til áframhaldandi samstarf við verkefnið.



Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi