11. nóvember 2024

Nýta glatvarma frá gagnaveri til matvælaframleiðslu

Markmið samstarfsins að efla íslenskan landbúnað

Hringvarmi, frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að þróun sjálfbærra lausna í matvælaframleiðslu með nýtingu glatvarma, hlaut styrk úr Matvælasjóði árið 2023 til að styðja við þróun á aðferðum sem gera kleift að nýta varma frá gagnaverum í framleiðsluferli.
Eimur tók þátt í umsóknarferlinu á sínum tíma og sinnti mikilvægu starfi við úttekt og hönnun verkefnisins.

Styrkumsókn Matvælasjóðsverkefnisins byggði á frumhönnun á framleiðslueiningum, sem miða að því að nýta glatvarmann frá gagnaverum sem annars fara til spillis og gert „kvöldverð úr gögnum eða „data to dinner“. Hringvarmi mun nýta gámaeiningar til að hámarka nýtingu glatvarma frá gagnaverum, en Eimur vann meðal annars að mati á umfangi varmaendurheimtar frá gagnaverinu hjá atNorth á Akureyri og varmaþörf framleiðslueininga Hringvarma. Þá tók Eimur þátt í frumhönnun á útfærslu búnaðarins sem mun nýta varma í einingum Hringvarma.


Hringvarmi er stofnað af Alexöndru Leeper og Justine Vanhalst, sem hafa unnið ötullega að þróun hugmyndarinnar og vinna nú að því að setja upp frumgerð búnaðar síns í ICE03 gagnaverinu hjá atNorth á Akureyri. Með verkefninu verður varmi frá gagnaverinu nýttur til að rækta grænspírur (e. microgreens) í samstarfi við fyrirtækið Rækta Microfarm á Akureyri.


„The team at Eimur have been a great source of support, connection and knowledge from the early days of developing our Hringvarmi concept and we especially look forward to continuing our collaboration as our latest partnership with atNorth in Akureyri begins!“ , segja Alexandra og Justine um samstarf Hringvarma og Eims.


Verkefnið er mikilvægur liður í að þróa umhverfisvænar lausnir fyrir matvælaiðnaðinn og sýnir hvernig hægt er að nýta græna tækni til að stuðla að sjálfbærni.


„Okkur er mikil ánægja að vera með í vistkerfi hátæknigagnavera atNorth. Markmið samstarfsins er að efla íslenskan landbúnað og draga úr þörf fyrir innfluttar vörur um leið og við leggjum lóð á vogarskál hringrásarhagkerfisins á Íslandi,“ er haft eftir Justine Vanhalst, meðstofnanda Hringvarma, í tilkynningu atNorth.


Við fögnum þessum áfanga og hlökkum til áframhaldandi samstarf við verkefnið.



Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð