14. maí 2025

Orkuskipti á jaðarsvæðum í brennidepli á ráðstefnu í Hofi

„Orkuskiptin verða að ná til allra – líka eyja og fjarliggjandi svæða.“ 

Þannig hóf Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, ráðstefnuna Akureyri Energy Seminar: Sustainable Solutions for Remote Areas, sem haldin var þann 6. maí í Hofi, Akureyri. 


Ráðstefnan var haldin í samstarfi við RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) verkefnið og Net Zero Islands Network, þar sem sérfræðingar og stefnumótendur víðs vegar að – frá Norðurlöndunum, Evrópu og Kanada – komu saman til að ræða lausnir í orkuskiptum sem nýtast á dreifbýlum svæðum og eyjum. Orkuskiptin eru margslungið samfélagslegt verkefni og á þessum svæðum er sérstaklega brýnt að vel takist til að flétta samfélagið inn í aðgerðir til þess að skapa sátt og ávinning fyrir alla. 


Á dagskrá voru fjölbreyttar kynningar og pallborðsumræður þar sem fjallað var meðal annars um: 


Samsø (Danmörk): Fulltrúar frá Samsø Energy Academy sögðu frá því hvernig samfélagið á eyjunni hefur náð orkusjálfbærni með virkri þátttöku íbúa og eignarhaldi þeirra í endurnýjanlegri orku, en það síðara var einnig mikilvægt stef í erindi fulltrúa Equitable Energy Resarch frá Shetlandseyjum. 


Ísland: Sigurður Friðleifsson frá Umhverfis- og orkustofnun fjallaði um orkuskipti á landsvísu og tækifæri í orkuskiptum í samgöngum. Skúli Gunnar Árnason frá Eimi greindi frá áhrifum olíugjalda á landsbyggðina og nauðsyn réttlátrar stefnumótunar. 


Blekinge (Svíþjóð) og Skotland: Fulltrúar frá Blekinge Energy Agency í sýndu fram á mikilvægi svæðisbundinnar orkuáætlunargerðar og hvernig samræma má stefnu milli sveitarfélaga. 


Álandseyjar (Finnland): Yvonne Østerlund kynnti heildstæða stefnu Álandseyja í sjálfbærri þróun, með áherslu á orkunýtingu og vistvænar lausnir. 


Kanada : Michael Ross frá Yukon-háskóla ræddi vegferðina í átt að sjálfbærri orku í Nunavut, með áherslu á áskoranir og sérstöðu norðurslóða og það hversu miklu dýrari orkubreytingar eru fyrir dreifbýlli svæði. 


 

  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Verkefnafundur RECET þátttakenda 

Daginn áður, 5. maí, hittust samstarfsaðilar RECET-verkefnisins í vinnufundi þar sem þau deildu framgangi verkefnisins ásamt reynslu og lausnum frá sínum heimahögum – allt frá Vestfjörðum og Norðurlandi á Íslandi til Blekinge í Svíþjóð, Menorca á Spáni, Postojna í Slóveníu og Samsö í Danmörku. Þar var dýrmæt reynsla dregin fram: 


„Við lærum ekki bara af fyrirmyndarsvæðum eins og Samsø – heldur líka af áskorunum og reynslu minni samfélaga í orkuskiptum.“ 


Víða í Evrópu eru ríki komin lengra með loftlags- og orkuskiptaáætlanir en á Íslandi. Þegar rýnt er í muninn á milli Íslands og Evrópu, þá sést að í Evrópu er oft meiri samheldni milli ólíkra stiga stjórnkerfisins og meira aðhald við aðgerðir sveitarfélaganna og innleiðingu á þeim. Þessum þrýstingi fylgir líka leiðsögn og aðstoð sem gerir svæðisbundnar tengdari yfirlýstum markmið stjórnvalda. Hér á Íslandi vantar mun meiri samhæfingu milli ríkis og sveitar í þessum málum. 


Samvinna í þágu orkuskipta 

Ráðstefnan sýndi vel hversu mikilvægt það er að huga vel að samfélagslegum þáttum þegar kemur að árangursríkum orkuskiptum á dreifbýlum svæðum. Til að ná árangri þarf að flétta saman uppbyggingu fyrir orkuskipti og framtíðarsýn fyrir þróun og atvinnuuppbyggingu í samfélaginu. 


Eimur þakkar samstarfsaðilum sínum, sérstaklega Nordic Energy Research og Umhverfis- og orkustofnun, fyrir öfluga samvinnu – og öllum sem tóku þátt í bæði ráðstefnunni og vinnufundinum. 


📺 Hér er hægt að horfa á upptöku frá ráðstefnunni: https://www.youtube.com/watch?v=06zaieIfMek&t=481s



Deila frétt

30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.