14. maí 2025

Orkuskipti á jaðarsvæðum í brennidepli á ráðstefnu í Hofi

„Orkuskiptin verða að ná til allra – líka eyja og fjarliggjandi svæða.“ 

Þannig hóf Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, ráðstefnuna Akureyri Energy Seminar: Sustainable Solutions for Remote Areas, sem haldin var þann 6. maí í Hofi, Akureyri. 


Ráðstefnan var haldin í samstarfi við RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) verkefnið og Net Zero Islands Network, þar sem sérfræðingar og stefnumótendur víðs vegar að – frá Norðurlöndunum, Evrópu og Kanada – komu saman til að ræða lausnir í orkuskiptum sem nýtast á dreifbýlum svæðum og eyjum. Orkuskiptin eru margslungið samfélagslegt verkefni og á þessum svæðum er sérstaklega brýnt að vel takist til að flétta samfélagið inn í aðgerðir til þess að skapa sátt og ávinning fyrir alla. 


Á dagskrá voru fjölbreyttar kynningar og pallborðsumræður þar sem fjallað var meðal annars um: 


Samsø (Danmörk): Fulltrúar frá Samsø Energy Academy sögðu frá því hvernig samfélagið á eyjunni hefur náð orkusjálfbærni með virkri þátttöku íbúa og eignarhaldi þeirra í endurnýjanlegri orku, en það síðara var einnig mikilvægt stef í erindi fulltrúa Equitable Energy Resarch frá Shetlandseyjum. 


Ísland: Sigurður Friðleifsson frá Umhverfis- og orkustofnun fjallaði um orkuskipti á landsvísu og tækifæri í orkuskiptum í samgöngum. Skúli Gunnar Árnason frá Eimi greindi frá áhrifum olíugjalda á landsbyggðina og nauðsyn réttlátrar stefnumótunar. 


Blekinge (Svíþjóð) og Skotland: Fulltrúar frá Blekinge Energy Agency í sýndu fram á mikilvægi svæðisbundinnar orkuáætlunargerðar og hvernig samræma má stefnu milli sveitarfélaga. 


Álandseyjar (Finnland): Yvonne Østerlund kynnti heildstæða stefnu Álandseyja í sjálfbærri þróun, með áherslu á orkunýtingu og vistvænar lausnir. 


Kanada : Michael Ross frá Yukon-háskóla ræddi vegferðina í átt að sjálfbærri orku í Nunavut, með áherslu á áskoranir og sérstöðu norðurslóða og það hversu miklu dýrari orkubreytingar eru fyrir dreifbýlli svæði. 


 

  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

Verkefnafundur RECET þátttakenda 

Daginn áður, 5. maí, hittust samstarfsaðilar RECET-verkefnisins í vinnufundi þar sem þau deildu framgangi verkefnisins ásamt reynslu og lausnum frá sínum heimahögum – allt frá Vestfjörðum og Norðurlandi á Íslandi til Blekinge í Svíþjóð, Menorca á Spáni, Postojna í Slóveníu og Samsö í Danmörku. Þar var dýrmæt reynsla dregin fram: 


„Við lærum ekki bara af fyrirmyndarsvæðum eins og Samsø – heldur líka af áskorunum og reynslu minni samfélaga í orkuskiptum.“ 


Víða í Evrópu eru ríki komin lengra með loftlags- og orkuskiptaáætlanir en á Íslandi. Þegar rýnt er í muninn á milli Íslands og Evrópu, þá sést að í Evrópu er oft meiri samheldni milli ólíkra stiga stjórnkerfisins og meira aðhald við aðgerðir sveitarfélaganna og innleiðingu á þeim. Þessum þrýstingi fylgir líka leiðsögn og aðstoð sem gerir svæðisbundnar tengdari yfirlýstum markmið stjórnvalda. Hér á Íslandi vantar mun meiri samhæfingu milli ríkis og sveitar í þessum málum. 


Samvinna í þágu orkuskipta 

Ráðstefnan sýndi vel hversu mikilvægt það er að huga vel að samfélagslegum þáttum þegar kemur að árangursríkum orkuskiptum á dreifbýlum svæðum. Til að ná árangri þarf að flétta saman uppbyggingu fyrir orkuskipti og framtíðarsýn fyrir þróun og atvinnuuppbyggingu í samfélaginu. 


Eimur þakkar samstarfsaðilum sínum, sérstaklega Nordic Energy Research og Umhverfis- og orkustofnun, fyrir öfluga samvinnu – og öllum sem tóku þátt í bæði ráðstefnunni og vinnufundinum. 


📺 Hér er hægt að horfa á upptöku frá ráðstefnunni: https://www.youtube.com/watch?v=06zaieIfMek&t=481s



Deila frétt

13. nóvember 2025
Undanfarnar vikur hefur Eimur staðið fyrir kynningarstarfi um möguleika sniglaræktar á Íslandi. Verkefnið hefur verið kynnt fyrir fjölmörgum aðilum víða um Norðurland meðal annars á Hönnunarþingi á Húsavík, Vegagerðinni, Landsvirkjun og fleiri stofnunum og fyrirtækjum. Markmiðið hefur verið að vekja athygli á tækifærum til nýsköpunar í landbúnaði og benda á hvernig vistvæn og sjálfbær ræktun gæti orðið áhugaverð viðbót við íslenskan landbúnað. Vinnustofur um sniglarækt sem haldnar voru á Norðurlandi í október vöktu mikla athygli og voru afar ánægjulegar í alla staði. Fjöldi bænda, frumkvöðla og annarra áhugasamra einstaklinga lagði leið sína á kynningarfundi þar sem fjallað var um möguleika sniglaræktar sem nýrrar vistvænnar hliðarbúgreinar á Íslandi. Á fundunum fóru yfir efnið þeir Sigurður Líndal frá Eimi og Peter Monaghan frá írska fyrirtækinu Inis Escargot, sem hefur mikla og farsæla reynslu af sniglarækt sem hágæða matvöru í Evrópu. Þeir kynntu hugmyndir sínar um hvernig hægt er að nýta íslenskar aðstæður, svo sem jarðhita, hrein auðlindakerfi og vannýttan húsakost til sveita, til að skapa sjálfbært rekstrarumhverfi fyrir sniglarækt. Áhugi á viðfangsefninu reyndist mikill og spurningar komu úr öllum áttum, bæði frá bændum sem sjá tækifæri til að renna styrkari stoðum undir búskap sinn og frá frumkvöðlum í leit að nýjum leiðum til að nýta staðbundnar auðlindir á skapandi hátt. Þátttakendur ræddu meðal annars um húsakost, fóðrun, ræktunarlotur, markaði og möguleg notagildi sniglaafurða á Íslandi, auk leiða til meginmarkaða í Evrópu. Sigurður og Peter voru báðir hæstánægðir með móttökurnar og áhugann sem blasti við alls staðar. „Ísland stendur frammi fyrir einstöku tækifæri á heimsvísu þegar kemur að sniglarækt, því stöðugt hitastig og trygg hitastjórnun er lykillinn að árangursríku sniglaeldi. Þar kemur íslenskur jarðhiti með nýja vídd inn á heimsmarkaðinn,“ sagði sniglasérfræðingurinn að loknum fundunum. Næstu skref eru þegar farin að taka á sig mynd, og ljóst er að langtum fleiri munu sækja um þátttöku í staðnámi á Írlandi en sæti verða í boði. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með framhaldinu og fá upplýsingar um næstu skref geta haft samband við Sigurð Líndal hjá Eimi á netfangið s.lindal@eimur.is eða fylgst með fréttum á eimur.is. Vinnustofurnar sýndu glöggt að nýsköpun í landbúnaði lifir góðu lífi á Norðurlandi – og að þó sniglar séu smávaxnir geti þeir orðið stór hluti af framtíðinni.
17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.