10. apríl 2025

Skráning hafin á Akureyri Energy Seminar í Hofi

Verið velkomin á ráðstefnuna “Akureyri Energy Seminar: Sustainable Solutions for Remote Areas”, þriðjudaginn 6. maí nk. kl 13:00 - 16:30 í Hofi, Akureyri

RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum.


Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet.  Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag.


Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar


Um RECET:

RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál.


Um Net Zero Islands Network:

Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu.



Dagskrá:
*með fyrirvara um breytingar 

Opening Session: Setting the Stage for Energy Transition

13:00 – 13:05 Welcome Address

Ásthildur Sturludóttir, Mayor of Akureyri 

13:05 – 13:25 Keynote: Policy & Vision for a Sustainable Future

Gestur Petursson, CEO, Icelandic Environment and Energy Agency


Learning from Best Practices: Success Stories Across Europe

13:25 – 13:40 The Samsø Experience: A Renewable Energy Success Story

Alexis Chatzimpiros, Project Manager, Samsø Energy Academy


13:40 – 13:50 The Net Zero Islands Network

Ditte Stiler, Adviser, Nordic Energy Research


13:50 – 14:05 Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET): Key Takeaways from Partners Across Europe

Marianne Ribes, Project Manager, Icelandic New Energy


Policy & Market Forces: Addressing the Challenges of Energy Transition

14:05 – 14:25 The Green Energy Transition of Iceland & National Transport Priorities.

Sigurður Friðleifsson, Head of Division, Icelandic Environment and Energy Agency


14:25 – 14:40 Impact of Oil Tax in Transport on Rural Communities

Skúli Gunnar Árnason, Head of Energy Transition, Eimur


14:40 – 15:00 | Coffee Break


Local & Regional Energy Transition Strategies

15:00 – 15:15 Development and Sustainability Agenda for Åland. 

Yvonne Østerlund, Senior Engineer, Government of Åland


15:15 - 15:30 CET PLAN: A Regional Approach to Sustainable Energy Planning in Blekinge.

Anna Månsson, Project Manager, Energy Agency Southern Sweden


15:30 – 15:45 Across Energy Sector Policies of Scottish Local Authorities.

Daniel Gear, Director, Equitable Energy Research CIC


15:45 – 16:00 Developing a Roadmap for Nunavut, Canada.

Michael Ross, Industrial Research Chair of Northern Energy Innovation, Yukon University


Panel Discussion: Dissemination & Knowledge Sharing

16:00 – 16:30 | Panelists:

Ditte Stiler, Adviser, Nordic Energy Research

Sigurður Friðleifsson, Icelandic Environment and Energy Agency

Samsø Energy Academy 

Carlos Tapia, Nordregio

 Moderator: Ottó Elíasson, Managing Director at Eimur


16:30 - Closing Remarks and Mingling 


Boðið verður uppá léttar veitingar í lok ráðstefnu!


Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Hofi, þann 6 maí!


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi