9. apríl 2025

Samstarf og sjálfbærni í Sligo – Upphaf Nordic Bridge verkefnisins

 Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun

Í síðustu viku var haldinn upphafsfundur nýs verkefnis á vegum Northern Periphery and Arctic (NPA) áætlunarinnar – Nordic Bridge – í borginni Sligo á Írlandi. Fundurinn var haldinn í Atlantic Technological University (ATU), þar sem um 10.000 nemendur stunda nám, og markaði formlegt upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis.



Nordic Bridge miðar að því að efla tengsl milli háskólasamfélags, atvinnulífs og nærsamfélaga til að styðja við nýsköpun og sjálfbæra þróun á norðlægum svæðum. Eimur tekur þátt sem stuðningsaðili (e. associated partner), og fór Kolfinna María, markaðs- og nýsköpunarstjóri Eims, á fundinn ásamt samstarfsaðilum frá Íslandi, Noregi, Finnlandi og Írlandi. Meðal íslenskra þátttakenda eru SSNE og Háskólinn á Hólum.


Markmið Nordic Bridge er að bregðast við þeim áskorunum sem svæðin standa frammi fyrir – til að mynda skorti á samstarfi milli fræðasamfélags og atvinnulífs og vannýttum tækifærum til rannsóknar og þróunar. Kjarni verkefnisins felst í smíði stafræns samstarfsvettvangs þar sem opinberir aðilar, fyrirtæki og stofnanir geta sett fram áskoranir, markmið og raunveruleg verkefni sem rannsakendur og nemendur geta tekið þátt í að leysa – meðal annars með lokaverkefnum í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki innan verkefnisins.

Nordic Bridge mun jafnframt styðja við alþjóðlegt rannsóknasamstarf milli háskóla í þátttökulöndum, sem gerir nemendum kleift að vinna að verkefnum yfir landamæri og takast á við raunverulegar áskoranir annars staðar á Norðurslóðum.

Ferðin til Sligo var afar vel heppnuð. Gestgjafar ATU tóku hlýlega á móti hópnum og buðu upp á áhugaverða kynningu á starfsemi og framtíðarsýn skólans, auk leiðsagnar um háskólasvæðið þar sem við fengum innsýn í fjölbreytt og öflugt skólastarf.


Þá heimsótti hópurinn einnig AIM Centre (Advancing Innovation in Manufacturing), nýja nýsköpunar- og rannsóknarmiðstöð á svæðinu sem tengir saman rannsóknir og atvinnulíf – og Future Cast, þar sem nýsköpun og sjálfbærar lausnir í byggingariðnaði eru í forgrunni. 


Eimur þakkar AIM Centre og öðrum skipuleggjendum fundarins kærlega fyrir vel skipulagða dagskrá og hlýjar móttökur í fallega bænum Sligo.


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð