20. maí 2025

Lífgas- og áburðarframleiðsla: Tækifæri íslensks landbúnaðar - Skráning hafin á ráðstefnu

Takið daginn frá! 5. júní 2025

Orkídea og Eimur kynna spennandi lífgasverkefni fyrir bændum og samtökum þeirra, ráðuneytum, ráðgjöfum, sveitarfélögum og almenningi. Innlendir og erlendir sérfræðingar deila reynslu sinni reynslu af lífgas- og áburðarframleiðslu.

Kynnt verða grunnatriði lífgas- og áburðarframleiðslu, á mannamáli, og hvaða möguleikar eru fyrir hendi á Íslandi til að auka fæðu- og orkuöryggi á Íslandi og efla hringrásarhagkerfið.

Sjáumst á Hótel Selfossi, 5. júní kl. 10-15

Aðgangur að ráðstefnunni er öllum heimill og ókeypis, og verður henni einnig streymt. 
Skráning er nauðsynleg fyrir þátttöku bæði í raunheimum og streymi.

Skráning fer fram hér: https://forms.gle/fNTppXwD9ex1M4F4A

Deila frétt

21. maí 2025
Samorkuþing er stærsta fagráðstefna landsins í orku- og veitutengdri starfsemi og er haldið á þriggja ára fresti á Akureyri. Eimur verður virkur þátttakandi á Samorkuþingi í Hofi í ár, en Karen Mist Kristjánsdóttir og Skúli Gunnar Árnason, starfsmenn hjá Eimi munu halda erindi á ráðstefnunni. Orka úr úrgangi - verðmæti í fráveitu og öðrum lífmassa 23.maí 2025 kl. 09:42 – 09:56 Staðsetning: Hamrar Karen Mist mun fjalla um hvernig breyta má lífmassa í orku. Hún mun draga fram tvö raunveruleg dæmi úr nærumhverfi sem sýna má hvernig nýta má lífmassa til lífgasframleiðslu en einnig hvernig nýta má lífrænt efni úr fráveitu frá matvælaiðnaði til orkuframleiðslu. Orkan til sveita - Orkusamfélög á Íslandi 23. maí 2025 kl. 11:00 – 11:10 Staðsetning: Hamrar Skúli Gunnar mun fjalla um birtuorku og orkusamfélög á Íslandi. Hann mun fjalla um hlutverk orkusamfélaga og hvernig þau geta nýst með birtuorku til þess að ná fram aukinni hagkvæmni í ákveðnum geirum og landsvæðum. Nánari upplýsingar um Samorkuþing má finna hér: https://samorkuthing.is/dagskra/
14. maí 2025
„Orkuskiptin verða að ná til allra – líka eyja og fjarliggjandi svæða.“
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu.