21. apríl 2021

Sigurvegari Hacking Norðurland - Grænlamb

Verkefnið Grænlamb – Keldhverfst kjöt af algrónu landi bar sigur úr bítum á lausnamótinu Hacking Norðurland sem fór farm um síðastliðna helgi með glæsibrag. Yfir 60 einstaklingar tóku þátt í viðburðinum þar sem unnið var með nýtingu auðlinda með tilliti til orku, vatns og matar.

Fjölbreytt og skemmtileg teymi þróuðu áfram áhugaverð verkefni í gegnum samsköpunarlausnina Hugmyndaþorp. Teymin gátu leitað ráðgjafar hjá reynslumikilum mentorum á meðan viðburðinum stóð ásamt því að sækja innblátur í áhugaverða fyrirlestra. Á loka degi lausnamótsins voru svo verkefnin kynnt fyrir dómnefnd.

Sigurverkefnið, Grænlamb – Keldhverfst kjöt af algrónu landi, felur í sér að búa til vörumerki fyrir keldhverfska sauðfjárbændur sem er með vottun um að féð gangi á velgrónu og sjálfbæru landi. Samhliða því er ætlunin að auka verðmæti sauðfjárafurða Kelduhverfis og um leið gefa neytendum tækifæri til að kaupa kolefnislausan próteingjafa. Að baki hugmyndarinnar standa frumkvöðlarnir Berglind Ýr Ingvarsdóttir, Guðríður Baldvinsdóttir og Salbjörg Matthíasdóttir sem eiga það allar sameiginglegt að vera sauðfjárbændur í Kelduhverfi. 

Verkefnið Geothermal Ginger hlaut viðurkenninguna Frumlegasta verkefnið. Markmið verkefnisins er að rækta engifer og vinna úr því vörur sem og opna augu fleiri fyrir ræktun á áður innfluttum vörum.

Verkefnið Automated container farms for fresh and healthy vegetables hlaut viðurkenninguna Vinsælasta verkefnið. Áherlsur verkefnisins er að að þróa fullkomlega sjálfvirkar ræktunar einingar í notaða flutningagáma.

Viðurkenningu fyrir Virkasta þátttakandan hlaut Amber Monroe en hún var í forsvari fyrir verkefnið Ísponica

Upplýsingar um öll verkefni lausnamótsins má finna hér

Upptökur af viðburðum lausnamótsins má finna á Facebook-síðum Eims og Hacking Hekla

 


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi