21. apríl 2021

Sigurvegari Hacking Norðurland - Grænlamb

Verkefnið Grænlamb – Keldhverfst kjöt af algrónu landi bar sigur úr bítum á lausnamótinu Hacking Norðurland sem fór farm um síðastliðna helgi með glæsibrag. Yfir 60 einstaklingar tóku þátt í viðburðinum þar sem unnið var með nýtingu auðlinda með tilliti til orku, vatns og matar.

Fjölbreytt og skemmtileg teymi þróuðu áfram áhugaverð verkefni í gegnum samsköpunarlausnina Hugmyndaþorp. Teymin gátu leitað ráðgjafar hjá reynslumikilum mentorum á meðan viðburðinum stóð ásamt því að sækja innblátur í áhugaverða fyrirlestra. Á loka degi lausnamótsins voru svo verkefnin kynnt fyrir dómnefnd.

Sigurverkefnið, Grænlamb – Keldhverfst kjöt af algrónu landi, felur í sér að búa til vörumerki fyrir keldhverfska sauðfjárbændur sem er með vottun um að féð gangi á velgrónu og sjálfbæru landi. Samhliða því er ætlunin að auka verðmæti sauðfjárafurða Kelduhverfis og um leið gefa neytendum tækifæri til að kaupa kolefnislausan próteingjafa. Að baki hugmyndarinnar standa frumkvöðlarnir Berglind Ýr Ingvarsdóttir, Guðríður Baldvinsdóttir og Salbjörg Matthíasdóttir sem eiga það allar sameiginglegt að vera sauðfjárbændur í Kelduhverfi. 

Verkefnið Geothermal Ginger hlaut viðurkenninguna Frumlegasta verkefnið. Markmið verkefnisins er að rækta engifer og vinna úr því vörur sem og opna augu fleiri fyrir ræktun á áður innfluttum vörum.

Verkefnið Automated container farms for fresh and healthy vegetables hlaut viðurkenninguna Vinsælasta verkefnið. Áherlsur verkefnisins er að að þróa fullkomlega sjálfvirkar ræktunar einingar í notaða flutningagáma.

Viðurkenningu fyrir Virkasta þátttakandan hlaut Amber Monroe en hún var í forsvari fyrir verkefnið Ísponica

Upplýsingar um öll verkefni lausnamótsins má finna hér

Upptökur af viðburðum lausnamótsins má finna á Facebook-síðum Eims og Hacking Hekla

 


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.