15. apríl 2021

Vefstofa - Matur-orka-vatn: Leiðin að sjálfbærni

Þann 15. apríl næstkomandi stendur Eimur ásamt Nýsköpun í Norðri , Hacking Hekla , SSNE og SSNV fyrir vefstofu undir yfirskriftinni Matur-orka-vatn: Leiðin að sjálfbærni .  

Vefstofan hefst klukkan 14:00 og verður í opnu streymi svo allir geti fylgst með. Vefstofan er opnunarviðburður lausnamótsins Hacking Norðurland þar sem unnið er með sjálfbæra nýtingu auðlinda á Norðurlandi með tilliti til matar, vatns og orku.

Streymi á viðburðinn má finna á facebook síðu Eims  sem og inn á facebook síðu viðburðarins Hugsaðu stórt, hugsaðu grænt

Fylgið viðburðinum á Facebook!

Dagskrá vefstofunnar:

  • Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - framkvæmdastjóri Eims opnar vefstofuna
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ávarpar gesti
  • Sigurður Markússon - nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun: Sjálfbær matvælaframleiðsla
  • Elín Margot - hönnunarlistakona og Arnar Ómarsson - listamaður: Expanding Fiction
  • Esteban Baeza Romero - vísindamaður Wagenigen University and Research í Hollandi og Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir - framkvæmdastjóri Earth 2.0: Niðurstöður rannsóknar um möguleika Íslands til stórsóknar í ylrækt
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir - framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor: Orkugeymslur fyrir græna orku
  • Fida Abu Libdeh - frumkvöðull og eigandi Mýsilica: Nýting náttúruauðlindar til verðmætasköpunar við Mývatn, orka-vatn-hugvit
  • Ottó Elíasson - rannsókna- og þróunarstjóri Eims stýrir pallborðsumræðum.

Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.