15. apríl 2021

Vefstofa - Matur-orka-vatn: Leiðin að sjálfbærni

Þann 15. apríl næstkomandi stendur Eimur ásamt Nýsköpun í Norðri , Hacking Hekla , SSNE og SSNV fyrir vefstofu undir yfirskriftinni Matur-orka-vatn: Leiðin að sjálfbærni .  

Vefstofan hefst klukkan 14:00 og verður í opnu streymi svo allir geti fylgst með. Vefstofan er opnunarviðburður lausnamótsins Hacking Norðurland þar sem unnið er með sjálfbæra nýtingu auðlinda á Norðurlandi með tilliti til matar, vatns og orku.

Streymi á viðburðinn má finna á facebook síðu Eims  sem og inn á facebook síðu viðburðarins Hugsaðu stórt, hugsaðu grænt

Fylgið viðburðinum á Facebook!

Dagskrá vefstofunnar:

  • Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir - framkvæmdastjóri Eims opnar vefstofuna
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ávarpar gesti
  • Sigurður Markússon - nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun: Sjálfbær matvælaframleiðsla
  • Elín Margot - hönnunarlistakona og Arnar Ómarsson - listamaður: Expanding Fiction
  • Esteban Baeza Romero - vísindamaður Wagenigen University and Research í Hollandi og Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir - framkvæmdastjóri Earth 2.0: Niðurstöður rannsóknar um möguleika Íslands til stórsóknar í ylrækt
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir - framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor: Orkugeymslur fyrir græna orku
  • Fida Abu Libdeh - frumkvöðull og eigandi Mýsilica: Nýting náttúruauðlindar til verðmætasköpunar við Mývatn, orka-vatn-hugvit
  • Ottó Elíasson - rannsókna- og þróunarstjóri Eims stýrir pallborðsumræðum.

Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi