28. maí 2019

Sumarskólanum slitið

Árlegur sumarskóli Eims var haldinn í annað sinn dagana 20.-25. maí á NA-landi. Nemendur skólans þetta árið voru 29 talsins og koma frá Stuttgart Media University og Listaháskóla Íslands. Við skólaslitin kynntu nemendur hugmyndir sínar að nýjum leiðum til að nýta auðlindir svæðisins með sjálfbærum hætti. Sérstök dómnefnd skipuð bakhjörlum Eims valdi svo bestu hugmyndina og þótti verkefnið MAGMA- Museum About Geothermal Magma Activities standa upp úr.

Skólinn er haldinn í samstarfi við Stuttgart Media University og Listaháskóla Íslands og nefnist á ensku: „Sustainability Innovation and Design Workshop in NE-Iceland“. Markmið sumarskólans er að draga fram tækifæri svæðisins í nýsköpun, sjálfbærum lausnum og atvinnusköpun í samræmi við markmið og tilgang Eims. Lögð var áhersla á að hugmyndir yrðu unnar í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Þátttakendur skólans eru iðn- og vöruhönnunarnemendur á meistarastigi og er skólinn hluti af þeirra námi. Nemendum var skipt niður á fyrirfram ákveðin svæði á Norðausturlandi sem þau könnuðu og í framhaldinu komu með tillögu að verkefnum, vörum eða þjónustu sem þeim fannst vanta eða myndi styrkja viðkomandi svæði. Á meðan á skólanum stóð gisti hópurinn í góðu yfirlæti á Narfastöðum í Reykjadal og hafði starfsaðstöðu í Seiglu á Laugum.

Kósí- project
Að Hveravöllum í Reykjahverfi hefur jarðhiti verið nýttur til matvælaræktunar í meira en öld. Þar eru nú ræktaðir tómatar, gúrkur og paprikur, alls um 500 tonn á ári. Á svæðinu er mikill jarðvarmi og mikil þekking á matvælaframleiðslu og -vinnslu. Hugmyndin sem þar kom fram snýst um að byggja á þessum auðlindum og útvíkka starfsemina með ræktun á sveppum, svömpum(loofah) og hreindýramosa. Þessar tegundir er hægt að nýta í framleiðslu á matvælum, snyrtivörum og heilsuvörum. Sveppina væri einnig hægt blanda við lífrænan úrgang úr grænmetisframleiðslunni til að rækta umhverfisvænar umbúðir. Einnig voru settar fram hugmyndir að vörum sem hægt væri að vinna úr þessum nýju hráefnum til að selja á staðnum.

Volcanic Oasis
Við Bjarnarflag í Mývantssveit kom fram hugmynd að því að byggja upp og þróa athvarf fyrir heimamenn og gesti, „Volcanic Oasis“. Þar væri blandað saman þörungarækt og slakandi upplifun þar sem jarðhitinn og svartur eldfjallasandur eru í meginhlutverkum. Hugmyndin gekk út á að nýta mannvirki sem áður hýstu kísiliðjuna undir starfsemina og glæða þau nýju lífi. Þörungar geta verið mjög verðmæt afurð sem m.a. er hægt að nýta til framleiðslu fæðubótaefna og í lyfjaiðnaði.

Sym-bakki
Iðnaðarsvæðið á Bakka og starfsemi kísilvers PCC bjóða upp á ýmsa möguleika til þróunar á grænum iðnaði á svæðinu. Sett var fram hugmynd um að byggja upp samverkandi iðnaðarferla, undir nafninu „Sym-bakki“, þar sem úrgangur og hliðarafurðir nýtast sem hráefni. Þannig verða til ferlar sem skila samfélags-, efnahags- og umhverfislegum ávinningi og úr verður grænt iðnaðarsvæði (Eco-industrial park) á Bakka. Meginhugmyndin gekk út á að nýta kolefnisútblástur og varma frá kísilverinu, ásamt aðgangi að nægu ferksvatni og sjó til að rækta sjávarþörunga sem nýttir yrðu til framleiðslu á heilsuvörum og í lyfjaiðnaði. Hópurinn sem vann að verkefninu lagði einnig áherslu á mikilvægi þess að efla nýtingu umverfisvænna orkugjafa, sérstaklega rafmagns, til að knýja umferð um svæðið, bæði fyrir starfsfólk sem og ferðamenn.

Húsavík Community Greenhouse
Á Húsavík var unnið með hugmyndir um hvernig efla mætti ræktun matvæla með jarðhita til eflingar lýðheilsu árið um kring og einnig bjóða upp á fjölbreyttari mat úr nærumhverfinu fyrir ferðamenn. Ein hugmyndin gekk út á að breyta vöruskemmunni við Vallholtsveg 10 í samfélagsvettvang þar sem gróðurhús, samfélagseldhús, kaffihús og útivistarsvæði mynda eina heild undir nafninu „Greenhood“. Þar hefði almenningur og aðilar í veitingaþjónustu aðstöðu til ræktunar í fyrsta flokks umhverfi. Önnur hugmynd snerist um uppbyggingu smáræktunar þar sem fiðrildi og önnur skordýr eru í aðalhlutverki ásamt gróðurræktun.

MAGMA- Museum About Geothermal and Magma Activities
Jarðhitasvæðið í og í nágrenni Kröflu laðar að sér fjölmarga ferðamenn ár hvert. Þar þótti nemendum skorta meiri fræðslu og afþreyingu þar sem sérstaða svæðisins fengi að njóta sín. Því settu þau fram hugmynd að safni þar sem gestum býðst m.a. að ganga niður hringstiga í átt að kvikunni sem þar kraumar undir. Hugmyndin fól einnig í sér að læra hvernig rafmagn verður til úr gufu sem og að hlusta á tónlist svæðisins í gegnum gufuorgel sem gengur fyrir orku svæðisins. Hugmyndin fól einnig í sér að útbúa app sem gestir geta sótt sér og notað til að læra meira um svæðið og ekki síður til að forða þeim frá hættum sem þar leynast.

Húsa-Torg
Á starfssvæði Eims stunda fjölmargir aðilar fjölbreytta matvælaframleiðslu. Til að auka aðgengi heimafólks og ferðamanna að þessu góðgæti væri tilvalið að setja upp markaðstorg á Húsavík eða „HúsaTorg“. Torgið myndi nýtast öllum þeim sem þegar stunda matvælaframleiðslu sem og þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram í sumarskólanum og gætu orðið að veruleika í framtíðinni. Einnig kom fram hugmynd um að bjóða upp pizzur sem bakaðar eru á upphitaðri hraunhellu undir nafninu „Lavastone Pizza“. 

Niðurstaðan
Þegar hóparnir höfðu kynnt hugmyndir sínar lagðist dómnefnd undir feld og valdi að lokum verkefnið MAGMA- Museum About Geothermal Magma Activities sem það besta. Að því loknu var skólanum slitið og undirbúningur hafinn fyrir skólann að ári.  

Í dómnefnd sátu Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings, Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir alþingismaður og fyrrum framkvæmdastjóri Eims, Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun, Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Silja Jóhannesdóttir verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og Christin Schröder forstöðumaður Húsavíkustofu og skordýrafrumkvöðull.

Frekari upplýsingar um sumarskólann, sem og kynningarnar sjálfar má finna hér.


Deila frétt

20. janúar 2026
Í fréttabréfinu er farið yfir þann árangur sem náðst hefur innan verkefnisins á síðustu misserum og varpað ljósi á fjölbreytt og metnaðarfull verkefni samstarfsaðila víðs vegar um Evrópu. Helstu atriði frá íslensku samstarfsaðilunum: Á Íslandi hafa Eimur, SSNE og Vestfjarðastofa unnið með sveitarfélögum á sínum svæðum að gerð svæðisbundinna áætlana fyrir orkuskipti og loftslagsmál. Á Norðurlandi eystra liggur nú fyrir sam eiginleg loftslagsáætlun allra sveitarfélaga SSNE. Í þeirri vinnu var meðal annars nýttur aðgerðabanki RECET, sem er afrakstur vinnustofa sem Eimur og SSNE héldu haustið 2024. Á Vestfjörðum var farin sú leið að flétta orkuskipta- og loftslagsmál inn í svæðisskipulagsgerð, sem nú er í samráðsferli. Vestfjarðastofa hefur haft forgöngu um innleiðingu græns bókhaldskerfis fyrir sveitarfélög á svæðinu, sem auðveldar eftirfylgni og mat á árangri aðgerða í rauntíma. Á tímabilinu voru haldnir nokkrir viðburðir, þar á meðal: Alþjóðleg ráðstefna í Hofi í maí 2025, skipulögð af Eimi í samstarfi við Íslenska Nýorku, Nordic Energy Research og Umhverfis- og orkustofnun, undir yfirskriftinni Akureyri Energy Seminar. Vefþing um orkuskipti smábáta í apríl 2025, haldið af Eimi og Vestfjarðastofu. Eimur birti einnig olíumælaborð á tímabilinu sem er byggt á greiningu Eims og Eflu á olíusölu eftir landsvæðum á árunum 2010-2020. Á næstu vikum verður aðgerðabanki RECET gerður opinber. 🔗 Hægt er að lesa fréttabréfið á netinu eða sækja PDF-útgáfu hér: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter-2 Um RECET RECET er samstarfsverkefni fimm landa og fjölda sveitarfélaga víðs vegar um Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga og atvinnulífs til að takast á við orkuskipti og móta markvissar orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE-styrktaráætlun Evrópusambandsins, sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál.
16. janúar 2026
Eftirfarandi verkefni stóðu uppúr: Grænir iðngarðar á Bakka Eimur leiddi samningaviðræður f.h. Akureyrarbæjar við gagnaver AtNorth um nýtingu glatvarma frá gagnaverinu við Hlíðarvelli á Akureyri. Afar fjölsótt ráðstefna um framtíðina á Bakka haldin 20. nóvember s.l. með ráðamönnum, fulltrúum þings og sveitarstjórna, atvinnulífsins og áhugasamra fyrirtækja um uppbyggingu á Bakka og almennings á Húsavík. Útkoma skýrslu verkefnastjóra Græns iðngarðs um þróun svæðisins á Bakka, áskoranir og niðurstöður. Sniglarækt og kortlagning hjárennslis í hitaveitum Frábær kynning um sniglarækt og framreiðsla á Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavíka, í september 2025. Afar vel sótt námskeiðaröð um sniglarækt með Peter Monaghan , sem við stóðum fyrir á Norðurlandi vestra og eystra haustið 2025. Samstarf við Mirru Payson SIT nema, Norðurorku, Skagafjarðarveitur um kortlagningu á hjárennsli hitaveitna á Norðurlandi RECET Vefþing í apríl sl. um orkuskipti smábáta í sjávarútvegi haldið með Vestfjarðastofu Alþjóðleg ráðstefna haldin í Hofi í byrjun maí um áskoranir orkuskipta í dreifðum byggðum haldin með Nordic Energy Research, Umhverfis- og orkustofnun og Íslenskri Nýorku Samstarf við SIT nema Inbal Armony, sem kom saman mælaborði um olíusölu eftir landshlutum birt, byggða á greiningu Eims og Eflu á olíusölu eftir landsvæðum á árunum 2010-2020 Þróaður aðgerðabanki í orkuskiptum og loftslagsmálum fyrir sveitarfélög byggðan á reynslu Eims, SSNE og Vestfjarðastofu af vinnustofum um orkuskipti og loftslagsmál. Stofnun orkusamfélags Kelduhverfis. ICEWATER Samningur við Iðnver um leigu á færanlegu hreinsivirki fyrir fráveituvatn Unnið hörðum höndum að hönnun færanlegs hreinsivirkis fyrir fráveituvatn Samkomulag við Kjarnafæði/Norðlenska um uppsetningu á færanlegu hreinsivirki fyrir fráveituvatn við sláturhús þeirra á Húsavík. Metanver á stórum og smáum skala Unnum rekstrar- og fjármögnunarlíkan fyrir metanver, með mögulega staðsetningu á Dysnesi við Eyjafjörð og kynntum fyrir helsta úrgang. Hófum virkt samtal við Akureyrarbæ sem einn helsta úrgangshafa svæðisins um mikilvægi þessarar uppsetningar. Fjölsótt ráðstefna haldin með kollegum okkar í Orkídeu á Hótel Selfossi í júní s.l. um lífgas og áburðarmál. Við höfum rætt við marga kúabændur um þau fjölbreyttu tækifæri til aukinnar rekstarhagkvæmni sem felast í kúamykju, bæði með því að lækka áburðar- og eldsneytiskostnað í gegnum metanvinnslu. Nýting hauggass í Stekkjarvík Unnum mat á leiðum til að nýtingar hauggass frá Stekkjarvík í samstarfi við Norðurá bs. sem rekur urðunarstaðinn í Stekkjarvík, þangað sem mest af okkar heimilissorpi fer til urðunar. Eimur þakkar sínum fjölmörgu samstarfsaðilum fyrir gjöfult ár og hlakkar til að takast á við 2026! - Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims
13. janúar 2026
Eimur hefur hlotið tvo styrki að upphæð 500 þúsund krónur hvorn, annars vegar frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og hins vegar frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, til áframhaldandi þróunar sniglaræktarverkefnisins , en næsti áfangi þess er námsferð til Írlands. Verkefnið miðar að því að þróa sniglarækt sem vistvæna og sjálfbæra hliðarbúgrein í íslenskum landbúnaði, með sérstakri áherslu á nýtingu glatvarma og lífrænna hliðarstrauma sem annars fara til spillis. Markmiðið er að byggja upp þekkingu, meta fýsileika ræktunar við íslenskar aðstæður og skapa ný tækifæri til verðmætasköpunar í dreifðum byggðum. Styrkirnir styðja við næsta áfanga verkefnisins sem felur meðal annars í sér staðnám á Írlandi, þar sem íslenskir bændur, ráðgjafar og verkefnisstjóri munu kynnast starfandi sniglabúum og hagnýtum aðferðum í sniglarækt. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og erlenda sérfræðinga og fellur vel að áherslum sóknaráætlana landshlutanna um nýsköpun, sjálfbærni og fjölbreyttara atvinnulíf. Jafnframt hlaut Ísponica styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til verkefnisins HringrásHús: Innovating Food Systems , þar sem sniglarækt er skoðuð sem hluti af hringrásarlausnum í matvælaframleiðslu. Í því verkefni er meðal annars unnið með Inis Escargot á Írlandi, sem einnig er samstarfsaðili Eims í sniglaræktarverkefninu og viðkomustaður námsferðarinnar. Verkefnin styðja þannig hvort annað með miðlun þekkingar og þróun sjálfbærra lausna fyrir jákvæða byggðaþróun. Eimur þakkar Uppbyggingarsjóðum Norðurlands vestra og eystra fyrir stuðninginn.