20. september 2021

Eimur og Orkídea hljóta styrk úr matvælasjóði.

Systurverkefnin Eimur og Orkídea hlutu í liðinni viku 3 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til að framkvæma hagkvæmnisathugun á uppsetningu frostþurrkunarvers á Íslandi.

Frostþurrkun er vannýtt verkunaraðferð. Aðferðin varðveitir bragð, áferð og lit matvæla mun betur en hitaþurrkun og geymsluþol er margfalt samanborið við frystingu. Aðferðin er hinsvegar dýr, enda er hún orkufrek, því hún krefst lofttæmingar. Í dag er skortur á framboði á stærri tækjum hérlendis til framleiðslu. Nokkrir smáframleiðendur matvæla á Íslandi senda hráefni erlendis til frostþurrkunar og fá það svo aftur til pökkunar og sölu.

Í verkefninu verður gerð hagkvæmnisathugun á því að reisa frostþurrkunarver á Íslandi og kanna áhuga innlendra aðila á því að bjóða eða nýta sér slíka þjónustu. Markmiðið er unnt verði í framtíðinni hægt að bjóða hérlendis uppá frostþurrkun sem gengur fyrir grænni orku sem sparar innlendum framleiðendum tíma, peninga og kolefnisspor. Jafnframt viljum við, í samstarfi við áhugasama aðila, opna fyrir tækifæri fyrir smærri aðila til vöruþróunar með aðferðinni, og stuðla þannig að nýsköpun og verðmætasköpun  í matvælaframleiðslu á Íslandi.


Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.