20. september 2021

Eimur og Orkídea hljóta styrk úr matvælasjóði.

Systurverkefnin Eimur og Orkídea hlutu í liðinni viku 3 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til að framkvæma hagkvæmnisathugun á uppsetningu frostþurrkunarvers á Íslandi.

Frostþurrkun er vannýtt verkunaraðferð. Aðferðin varðveitir bragð, áferð og lit matvæla mun betur en hitaþurrkun og geymsluþol er margfalt samanborið við frystingu. Aðferðin er hinsvegar dýr, enda er hún orkufrek, því hún krefst lofttæmingar. Í dag er skortur á framboði á stærri tækjum hérlendis til framleiðslu. Nokkrir smáframleiðendur matvæla á Íslandi senda hráefni erlendis til frostþurrkunar og fá það svo aftur til pökkunar og sölu.

Í verkefninu verður gerð hagkvæmnisathugun á því að reisa frostþurrkunarver á Íslandi og kanna áhuga innlendra aðila á því að bjóða eða nýta sér slíka þjónustu. Markmiðið er unnt verði í framtíðinni hægt að bjóða hérlendis uppá frostþurrkun sem gengur fyrir grænni orku sem sparar innlendum framleiðendum tíma, peninga og kolefnisspor. Jafnframt viljum við, í samstarfi við áhugasama aðila, opna fyrir tækifæri fyrir smærri aðila til vöruþróunar með aðferðinni, og stuðla þannig að nýsköpun og verðmætasköpun  í matvælaframleiðslu á Íslandi.


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi