19. ágúst 2021

Möguleikar Íslands til stórsóknar í ylrækt

Nýverið var opinberuð skýrsla sem byggir á rannsókn um möguleika Íslands til stórsóknar í ylrækt. Skýrslan ber nafnið Business case for large scale crop production in greenhouse facilities in Iceland for the global market og er þar verið að athuga hvort stórtæk ávaxta- eða grænmetisræktun sé ákjósanleg á Ísland.

Skýrslan byggir á líkiani sem var smíðað sérstaklega fyrir þessa rannsókn. Líkanið er sérsniðið fyrir Ísland og tekur inn allar þær breytur sem tengjast rekstri á risagróðurhúsi á Íslandi. Líkanið metur fýsileikan á ræktun til útflutning og ber einnig saman umhverfisáhrif miða við erlenda framleiðslu. Líkanið er aðgengilegt á netinu og það á finna hér

Niðurstöður rannsóknarinnar voru fyrst kynntar á vefstofu sem Eimur stóð fyrir í apríl á þessu ári. Þar fór Esteban Baeza Romero, vísindamaður við Wageningen háskólann, og Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir yfir niðurstöðurnar. Upptöku af vefstofunni má finna hér.

Maðurinn á bak við hugmyndina er David Wallerstein, sem stýrir fjárfestingum fyrir kínsverska fyrirtækið Tencent sem er á meðal stærstu fyrir heimsins. David fékk í lið með sér Wageningen háskólann í Hollandi og annaðist hann mest alla rannsóknina.

Niðurstöður rannsóknarinnar má finna hér

Hér að neðan má sjá myndband þar sem skautað er yfir það helsta sem skýrslan stendur fyrir.


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi