11. apríl 2023

Fjárfestahátíð Norðanáttar 2023

Annað árið í röð komu allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla í auðlinda- orku- og umhverfismálum.

Fjárfestahátíð Norðanáttar var haldin í fyrsta skipti árið 2022 en þá var áherslan eingöngu á sprotaverkefni á Norðurlandi. Vegna þess hversu vel tókst til fyrir ári var ákveðið að stækka hátíðina verulega í ár og höfða til frumkvöðla og fjárfesta hvaðan æva að landinu. Ef til vill er það til marks um gróskuna í grænni nýsköpun um allt land að viðbrögð fjárfesta og frumkvöðla voru slík að mun færri komust að en vildu. Uppselt var á hátíðina en um 150 gestir sóttu hátíðina að þessu sinni.

Yfir 30 verkefni sóttu um að vera á hátíðinni og var sérstök valnefnd  fengin til að velja þau verkefni sem fengu að kynna fyrir forsvarfólk fjárfestingasjóða og sjálfstæðum fjárfestum. Í framhaldi fjárfestakynninga fór fram stefnumót frumkvöðla og fjárfesta og annarra lykilaðila í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. Það var samdóma álit gesta og þátttakenda að svona vettvangur sé gríðarlega mikilvægur fyrir verkefni í leit að fjárfestingum þar sem þarna gefst gott tækifæri til þess að mynda tengingar og eiga fyrsta skrefið í átt að framtíðar samvinnu.

Yggdrasill Carbon, Melta, Frostþurrkun, Skógarplöntur, GeoSilica, E1, Gull úr Grasi, Kaja Organic, Fiskeldið Haukamýri, Biopol, Gefn, IceWind og Vínland Vineyard voru þau verkefni sem komust að í ár auk þess sem Bambahús voru með í stefnumóti við fjárfest

Landinn og Stöð2/Vísir fylgdust með hátíðinni og hér má einnig finna viðtal við Sesselju Barðdal um Fjárfestahátíðina 2023.

Á heimasíðu Norðanáttar má finna nánari upplýsingar um verkefnin - www.nordanatt.is 


Dagskrá Fjárfestahátíð Norðanáttar – 29. mars 2023

10:00 Hátíð hefst - Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra fer með innblásturserindi og opnar hátíðina á kaffi Rauðku.

SPJALLIÐ Í SKÍÐASTÓLNUM
Ráðstefnustjóri - Guðmundur Gunnarsson, fréttastjóri

- NÝSKÖPUN Á NORÐURLANDI
Linda Fanney Valgeirsdóttir, ALOR
Árni Örvarsson, Icelandic Eider
Kolbeinn Óttarsson Proppé, Grænafl
Dagbjört Inga Hafliðadóttir, Mýsköpun

-TÆKIFÆRI OG NÝTING AUÐLINDA TIL NÝSKÖPUNAR
Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, viðskipta-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra
Kjartan Ólafsson, Transition Labs
Sesselja Barðdal, EIMUR

13:30  ÞEIR FISKA SEM RÓA -  FJÁRFESTAKYNNINGAR í BÁTAHÚSINU
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra fer með innblásturserindi

FRUMKVÖÐLAR KYNNA SPROTAFYRIRTÆKIN SÍN :
YGGDRASILL, GEFN, ICEWIND, E1, MELTA, FROSTÞURRKUN, VÍNLAND, BIOPOL, SKÓGARPLÖNTUR, KAJA ORGANIC, BAMBAHÚS, HAUKAMÝRI, GULL ÚR GRASI, GEOSILICA

15:00 STEFNUMÓT FRUMKVÖÐLA OG FJÁRFESTA

Afþreying á Sigló með Sóta summits

Aprés ski á Segli 67 

Að Norðanátt standa EIMUR, SSNE, SSNV og RATA með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.
Bakhjarlar Fjárfestahátíðar Norðanáttar 2023 eru KPMG, KEA og REGUS á Íslandi.


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi