11. apríl 2023

Fjárfestahátíð Norðanáttar 2023

Annað árið í röð komu allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla í auðlinda- orku- og umhverfismálum.

Fjárfestahátíð Norðanáttar var haldin í fyrsta skipti árið 2022 en þá var áherslan eingöngu á sprotaverkefni á Norðurlandi. Vegna þess hversu vel tókst til fyrir ári var ákveðið að stækka hátíðina verulega í ár og höfða til frumkvöðla og fjárfesta hvaðan æva að landinu. Ef til vill er það til marks um gróskuna í grænni nýsköpun um allt land að viðbrögð fjárfesta og frumkvöðla voru slík að mun færri komust að en vildu. Uppselt var á hátíðina en um 150 gestir sóttu hátíðina að þessu sinni.

Yfir 30 verkefni sóttu um að vera á hátíðinni og var sérstök valnefnd  fengin til að velja þau verkefni sem fengu að kynna fyrir forsvarfólk fjárfestingasjóða og sjálfstæðum fjárfestum. Í framhaldi fjárfestakynninga fór fram stefnumót frumkvöðla og fjárfesta og annarra lykilaðila í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. Það var samdóma álit gesta og þátttakenda að svona vettvangur sé gríðarlega mikilvægur fyrir verkefni í leit að fjárfestingum þar sem þarna gefst gott tækifæri til þess að mynda tengingar og eiga fyrsta skrefið í átt að framtíðar samvinnu.

Yggdrasill Carbon, Melta, Frostþurrkun, Skógarplöntur, GeoSilica, E1, Gull úr Grasi, Kaja Organic, Fiskeldið Haukamýri, Biopol, Gefn, IceWind og Vínland Vineyard voru þau verkefni sem komust að í ár auk þess sem Bambahús voru með í stefnumóti við fjárfest

Landinn og Stöð2/Vísir fylgdust með hátíðinni og hér má einnig finna viðtal við Sesselju Barðdal um Fjárfestahátíðina 2023.

Á heimasíðu Norðanáttar má finna nánari upplýsingar um verkefnin - www.nordanatt.is 


Dagskrá Fjárfestahátíð Norðanáttar – 29. mars 2023

10:00 Hátíð hefst - Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra fer með innblásturserindi og opnar hátíðina á kaffi Rauðku.

SPJALLIÐ Í SKÍÐASTÓLNUM
Ráðstefnustjóri - Guðmundur Gunnarsson, fréttastjóri

- NÝSKÖPUN Á NORÐURLANDI
Linda Fanney Valgeirsdóttir, ALOR
Árni Örvarsson, Icelandic Eider
Kolbeinn Óttarsson Proppé, Grænafl
Dagbjört Inga Hafliðadóttir, Mýsköpun

-TÆKIFÆRI OG NÝTING AUÐLINDA TIL NÝSKÖPUNAR
Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, viðskipta-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra
Kjartan Ólafsson, Transition Labs
Sesselja Barðdal, EIMUR

13:30  ÞEIR FISKA SEM RÓA -  FJÁRFESTAKYNNINGAR í BÁTAHÚSINU
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra fer með innblásturserindi

FRUMKVÖÐLAR KYNNA SPROTAFYRIRTÆKIN SÍN :
YGGDRASILL, GEFN, ICEWIND, E1, MELTA, FROSTÞURRKUN, VÍNLAND, BIOPOL, SKÓGARPLÖNTUR, KAJA ORGANIC, BAMBAHÚS, HAUKAMÝRI, GULL ÚR GRASI, GEOSILICA

15:00 STEFNUMÓT FRUMKVÖÐLA OG FJÁRFESTA

Afþreying á Sigló með Sóta summits

Aprés ski á Segli 67 

Að Norðanátt standa EIMUR, SSNE, SSNV og RATA með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.
Bakhjarlar Fjárfestahátíðar Norðanáttar 2023 eru KPMG, KEA og REGUS á Íslandi.


Deila frétt

11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi
Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 9. september 2025
Eimur hefur fengið öflugan liðsstyrk í Alessöndru Schnider sem bætist nú í hópinn og mun starfa á Norðurlandi vestra með aðsetur á Sauðárkróki. Alessandra lauk nýverið doktorsnámi í líffræði með áherslu á þróunarvistfræði í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands. ,,Við erum mjög spennt að fá Alessöndru til liðs við okkur hjá Eimi, og verður hennar þekking og reynsla til að efla starfsemi félagsins enn frekar á Norðurlandi vestra”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri Eims. Alessandra er með meistarapróf í erfðafræði og líffræðilegri mannfræði frá Háskólanum í Zürich í Sviss og BS próf í líffræði frá sama skóla. Á ferli sínum hefur Alessandra sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum fiskrannsóknum, náttúruvernd og vísindamiðlun, meðal annars með því að stofna og reka miðlunarverkefnið Ice Fish Research og framleiða hlaðvarpið Fiskaspjall sem fjallar um íslenskar fiskrannsóknir. Alessandra hefur kennt við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands og unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum og fengið til þess styrki. Hún hefur jafnframt birt vísindagreinar og flutt erindi á fjölda ráðstefna hérlendis og erlendis. ,,Það er dýrmætt að fá tækifæri til að nýta þekkingu mína í samfélagi sem tók vel á móti mér fyrir sex árum. Skagafjörður er orðið heimili mitt og mér þykir mikilvægt að geta unnið að verkefnum sem geta haft raunveruleg áhrif og stuðlað að jákvæðum breytingum. Menntun mín og reynsla hefur gefið mér sterka tengingu við náttúruna og ég vona að geta lagt mitt af mörkum með lausnum sem nýta auðlindir á ábyrgan hátt og vernda um leið hina einstöku náttúru Íslands”, segir Alessandra Schnider. Alessandra mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfið var auglýst þann 27. júní s.l. og bárust 18 umsóknir. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðningafyrirtækið Hagvang.
3. júlí 2025
Eimur kynnir með stolti gagnvirkt olíumælaborð