13. júní 2024

Nýstárleg tækni vatnshreinsikerfa - Eimur á IFAT

Karen Mist Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Eimi tók nýlega þátt í hinni virtu IFAT ráðstefnu og vörusýningu í Þýskalandi. IFAT, sem er ein stærsta alþjóðlega sýningin á sviði umhverfis- og vatnsstjórnunar í heimi, er haldin annað hvert árt og er vettvangur fyrir fjölbreytt úrval af sýnendum, nýjustu tækni, og fræðsluviðburðum sem miða að því að bæta umhverfis- og vatnsstjórnun um allan heim.

Viðburðurinn var haldinn dagana 13.-17. maí sl. í Messe München, þar sem þúsundir þátttakenda komu saman til að læra, deila þekkingu og kanna nýjustu þróun í iðnaðinum.



Mynd: Hér er verið að sýna hvernig sækja má varma í fráveitu og nýta í t.d. hitaveitu með einföldum varmaskipti.

 
Eimur nýtti tækifærið til að kynnast nýjungum á þessu sviði og heimsótti Karen meðal annars Golsteig ostaverksmiðjuna til að skoða vatnshreinsikerfi. Þar er vatnið hreinsað með efnafræðilegri og líffræðilegri hreinsun frá +5000 mg/l COD niður í 30 mg/l COD áður en vatninu er dælt í hreinsistöð bæjarins. Seyran er afvötnuð upp í +25% þurrefni og send í lífgas framleiðslu til frekari verðmætasköpunar, en fyrst eru mestu verðmætin (fitan) skilin frá og geymdi í tanki. Fitan er einnig send í lífgas framleiðslu, en þetta efni hefur töluvert hærra verðgildi og framleiðir mun meiri orku.



Mynd: Frá Goldsteig ostaverksmiðjunni. Vatnið hreinsað - seyran afvötnuð og fitan geymd í tanki.


Karen Mist hafði þetta að segja um þátttökuna: "IFAT er frábær vettvangur fyrir Eim til að efla tengsl við aðra lykilaðila í umhverfis- og vatnsstjórnunarheiminum og kynna okkur nýsköpun á því sviði, ræða nýjustu tækni, lausnir og hugmyndir á sviði umhverfistækni. Við erum afar ánægð með þátttökuna og hlökkum til að fylgja eftir þeim tækifærum sem sköpuðust."


Nánar um IFAT hér



Deila frétt

Eftir Kolfinna María Níelsdóttir 10. apríl 2025
RECET verkefnið og Net Zero Islands Network standa fyrir þessum viðburði, þar sem sérfræðingar, stefnumótendur og hagsmunaaðilar koma saman til að ræða og stuðla að orkuskiptum á eyjum og í dreifðum byggðum. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að miðla þekkingu, skoða nýjar lausnir og efla tengslanet. Dagskráin samanstendur af framsöguerindum og umræðum sem miða að því að styðja við sjálfbæra þróun og grænna samfélag. Ókeypis er á ráðstefnuna sem fer einnig fram í streymi - skráning fer fram hér: https://www.recetproject.eu/events/akureyrienergyseminar Um RECET: RECET (Rural Europe for the Clean Energy Transition) er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga í dreifðum byggðum í Evrópu og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Um Net Zero Islands Network: Net Zero Islands Network gegnir lykilhlutverki í þróun grænna og sjálfbærra orkulausna fyrir eyjar og afskekkt svæði. Markmið netsins er meðal annars að auðvelda miðlun þekkingar milli eyja og afskekktra svæða, skapa fleiri atvinnutækifæri og kanna möguleika á kolefnisneikvæðum lausnum. Norræna orkurannsóknarstofnunin (Nordic Energy Research) hefur umsjón með verkefninu. 
9. apríl 2025
Nýtt evrópskt samstarf um nýsköpun og þekkingarmiðlun
2. apríl 2025
Um 80 manns tóku þátt í fyrsta fundi í ICEWATER verkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.