Fara í efni

Sumarverkefni Eims og Eflu um olíunotkun í sveitarfélögum

Sumarverkefni Eims og Eflu um olíunotkun í sveitarfélögum

 

Eimur og Efla leiða saman hesta sína í úttekt á olíunotkun sveitarfélaga á Íslandi. Úttektin er hluti af RECET verkefninu sem snýst um að efla getu sveitarfélaganna til að takast á við orkuskipti, lögð verður áhersla á sveitarfélögin á Norðurlandi eystra og Vestfjörðum sem eru einmitt viðfang RECET.

Til verksins var ráðinn í sumarstarf til Eflu Sindri Dagur Sindrason sem er með BSc í vélaverkfræði, en Ágústa Steinunn Loftsdóttir, sem situr einmitt í ráðgjafaráði RECET verkefnisins sinnir leiðbeiningu innan Eflu, auk starfsfólks Eims.

Markmiðið er að birta niðurstöðurnar á skýrsluformi með haustinu, en það getur þá nýst sem byrjunarreitur fyrir áætlanagerð sveitarfélaga sem hafa takmarkaða hugmynd um olíunotkun innan sinna marka. Einn þáttur í RECET verkefninu er svo að þróa stafrænt mælaborð þar sem þessar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar á vefnum með myndrænum hætti. Í dag eru þessar upplýsingar aðeins aðgengilegar fyrir landið allt, vegnum gagnagáttir Orkustofnunar, en hér á að brjóta notkunina betur niður landfræðilega.

Við hlökkum til samstarfsins!