8. ágúst 2024

Vefsvæði Líforkuvers formlega opnað af matvælaráðherra

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra í vikunni. Vefurinn er á vegum þróunarfélagsins Líforkuver sem vinnur að uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði, þar sem áformað er að taka við dýraleifum til vinnslu.

Vefurinn mun veita aðgang að upplýsingum um framgang verkefnisins og mikilvægi þess fyrir samfélagið. Opnun vefsvæðisins undirstrikar áform stjórnvalda um að styrkja innviði sem stuðla að bættri vinnslu lífræns úrgangs að fyrirmynd hringrásarhagkerfisins.

„Samkvæmt áætlun er markmiðið að árið 2028 geti líforkuver tekið við tíu þúsund tonnum af lífrænu efni. Fyrir því mun ég berjast og stend heilshugar með því að líforkuver eigi að rísa hér vestan Akureyrar á Dysnesi” sagði matvælaráðherra við opnun vefsins.„Líforkuverið í Dysnesi verður hjartað í þessu kerfi. Það er ekki aðeins endapunktur fyrir söfnun dýraafurða, heldur einnig dæmi um hvernig við getum breytt úrgangi í verðmæti; breytt því sem áður var vandamál í tækifæri fyrir orkuvinnslu og endurnýtingu í anda hringrásarhagkerfisins”.

Sjá viðtöl og fréttir: 

Heimir Örn Árnason, bæjarfulltrúi á Akureyri setti viðburðinn

Kristín Helga Schiöth, framkvæmdastjóri Líforkuvers ehf. sagði gestum frá verkefninu og því sem framundan er.

Um 40 manns sóttu viðburðinn sem fram fór í Hofi, þriðjudaginn 6. ágúst sl.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra fór með ávarp og opnaði formlega vefsvæðið www.liforka.is 

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri og Albertína Fr. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE.

Teymi Líforkuvers ehf. Katla Eiríksdóttir, Kristín Helga Schiöth, Karen Mist Kristjánsdóttir og Kolfinna María Níelsdóttir. 


Deila frétt

17. október 2025
Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna
30. september 2025
Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.
11. september 2025
Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi