19. ágúst 2024
Orkusjóður úthlutar 20 milljónum í uppbyggingu metanvers á Dysnesi

Á föstudaginn voru kynntar úthlutanir úr Orkusjóð, en sjóðurinn úthlutaði 1,342 milljónum króna í almenna styrki til orkuskipta á þessu ári og hefur heildarupphæð fyrir almenna auglýsingu aldrei verið hærri. Verkefnin sem hlutu styrk eru af ýmsum stærðum og koma til framkvæmda víða um land og hafa það að markmiði að draga hratt úr losun.
Eimur hlaut 20 milljón kr. í styrk til að vinna áfram að uppbyggingu metanvers á Dysnesi, og tryggja þannig stöðugt framboð að metangasi á samgöngutæki á Norðurlandi.
Orkuskipti hafa verið í brennidepli undanfarin misseri. Þau eru óhjákvæmileg ef Ísland ætlar að standast skuldbindingar sínar í loftslagsmálum um 55% samdrátt í losun 2030, og jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2040. Til að ná þessu markmiði þarf að framleiða meiri orku á Íslandi, en í umræðunni hefur nánast verið einblínt á aukna raforkuframleiðslu til þess að anna þessum orkuskiptum, þar sem því er ýmist hlaðið beint á rafhlöður eða umbreytt í rafeldsneyti.
Önnur leið, sem umtalsvert minni gaumur hefur verið gefinn er að framleiða lífeldsneyti úr lífmassa, sem er afar vannýtt auðlind á Íslandi og getur leikið mun stærra hlutverk í orkuskiptum.
,,Það býr mikil orka í lífmassanum á svæðinu sem nýta má til orkuskipta, en raunhæft er að líforka geti staðið undir um 10% af orkuþörf samgangna svæðisins”, segir Ottó Elíasson, framkvæmdastjóri hjá Eimi.
Eimur vinnur að uppbyggingu á metanveri í góðu samstarfi við Líforkuver ehf.
sem undirbýr vinnslu fyrir dýrahræ á Dysnesi. Að auki verður unnið með Orkídeu, systurverkefni Eims á Suðurlandi, sem hafa unnið að uppbyggingu metanvers á suðurlandsundirlendinu og Vistorku
á Akureyri.
Sjá nánar um úthlutun úr orkusjóði á heimasíðu Orkustofnunar.
Deila frétt

Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Meðal fundarefna verður: • Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka • Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands • Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu Dagskrá: Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð fyrir gesti á Fosshótel Húsavík Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00 Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða (Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur) Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. Ráðstefnan er opin öllum en skráning er nauðsynleg - www.eimur.is/bakkiradstefna

Um liðna helgi tók Eimur þátt í Hönnunarþingi Hraðsins á Húsavík, sem nú var haldið í þriðja sinn. Hönnunarþing er hátíð hönnunar og nýsköpunar þar sem m.a. skapandi greinar og frumkvöðlastarf mætast á fjölbreyttan hátt, en í ár var sjónum beint sérstaklega að mat og ólíkum snertiflötum hönnunar og matarhandverks. Á dagskránni mátti finna fyrirlestra frumkvöðla og hönnuða, sýningar, sköpunarverk matreiðslufólks, tónlistaratriði og nýstárleg verkefni sem öll vörpuðu ljósi á hvernig hugmyndaflug, hönnun og framtíðarsýn geta skapað einstaka upplifun.







