Bætt nýting auðlinda á Norðurlandi
Hvað er Eimur?
Markmið Eims er að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi.
Bakhjarlar Eims eru umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið,
Landsvirkjun, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra,
Norðurorka og
Orkuveita Húsavíkur.
Eimur sinnir fjölmörgum verkefnum sem öll snúa að bættri nýtingu auðlinda. Meðal viðfangsefna eru fjölnýting jarðvarma, orkuskipti, innleiðing hringrásarhagkerfis í iðnaði og öflugur stuðningur við nýsköpun. Hér getur þú skoðað þau verkefni sem Eimur sinnir og kemur að, en listinn er alls ekki tæmandi.
Vetni sem varaafl á Akureyrarflugvelli
Eimur er partur af verkefni sem kallast Vetni sem varaafl fyrir Akureyrarflugvelli en verkefnið gegnur út á það að taka fyrstu skrefin í að hanna varaaflsstöð fyrir Akureyrarflugvöll sem knúin er með hreinokru. Íslensk Nýorka leiðir verkefnið en fyrirtæki á borð við ISAVIA, GEORG og Íslenski orkuklasinn koma einnig að verkefninu.


Ný skýrsla um olíunotkun á Íslandi
Í þessari skýrslu er olíusala áranna 2010-2020 greind eftir landshlutum og sveitarfélögum og þá er notkunin flokkuð eftir gerðum eldsneytis.
Greiningin gefur nýja vídd í umfjöllun um orkuskipti á Íslandi og setur þau í svæðisbundið samhengi, því ekki hafa áður legið fyrir opinberlega upplýsingar um olíusölu og notkun og þar með stöðu orkuskipta innan einstakra landshluta eða sveitarfélaga.
Skýrslan var unnin í samstarfi við Eflu verkfræðistofu.